Fréttablaðið - 12.01.2013, Page 84

Fréttablaðið - 12.01.2013, Page 84
12. janúar 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 52TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. „Þetta byrjaði þannig að ég var í Námaskarði heilan dag og fékk þá flugu í höfuðið að festa fínleg form og litbrigði svæðisins á mynd með þeim formerkjum að nýta náttúruna á Íslandi án þess að skemma hana,“ segir Einar Ólason ljósmyndari, sem opnar sýningu í Tjarnarsal Ráð hússins í dag. Hún ber heitið Eldur-Ís og er fyrsta einkasýning Einars, en hann hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum blaðaljósmyndara á Íslandi enda til- heyrði hann þeirri stétt í þrjátíu ár. Þegar litið er á myndir Einars mætti í fljótu bragði ætla að sumar væru teknar úr talsverðri fjarlægð af klettum og klungri, vatnsflaumi og eldgosum, jafnvel úr lofti þar sem við blasa fjallgarðar, jöklar og lón. Þetta eru sjónhverfingar því myndirnar eru allar af fínlegum formum í jarð- skorpunni á háhitasvæðum landsins. „Ég er alveg ofan í jörðinni með myndavélina og mynda það sem fer fram hjá mörgum,“ segir Einar bros- andi og kveðst hafa heillast af hinu smágerða í náttúrunni alla tíð. „En það eru fjögur ár frá því ég byrjaði að vinna markvisst í þessu efni. Á endanum átti ég orðið yfir 1.000 myndir af jarðhitasvæðum víða um land, byrjaði á að velja um 500 af þeim sem ég vinsaði síðan 30-40 úr.“ Einar er frá Húsavík og kveðst hafa haft áhuga á ljósmyndun frá því hann var smástrákur. „Ég neitaði einu sinni að fara í skólann í viku af því pabbi vildi ekki kaupa handa mér mynda- vél sem fékkst á 375 krónur í Bóka- verslun Þórarins Stefánssonar. Pabbi gaf ekki eftir og ég fór að safna mér fyrir vélinni sjálfur,“ rifjar hann upp. „En ég eignaðist mína fyrstu almenni- legu vél árið 1977. Þá fór ég að vinna fyrir Víkur blaðið og svo gerðist ég frétta ritari Dagblaðsins fyrir norðan. Árið 1980 var ég ráðinn á Dagblaðið og myndaði síðan fyrir blöðin samfleytt í þrjátíu ár, endaði á Birtingi 2007.“ Einar rifjar upp að eitt sinn hafi hann verið sendur að höfninni í Kópavogi fyrir Fréttablaðið til að taka myndir á eina síðu. „Það voru mest smáatriða myndir,“ segir hann. „Seinna prentaði ég þær út á vatnsheldan segldúk í stærðinni 100x150 cm og sýndi þær á Hafnar- dögum í Kópavogi þar sem ég lagði þær á bryggjuna. Ég er enn með tvær uppi á vegg og eina sem sturtuhengi.“ Einar er þegar byrjaður að undirbúa aðra sýningu. Vinnuheitið á henni er Fjörur og klettar landsins. „Ég er strax kominn með á þriðja hundrað myndir,“ upplýsir hann. „Hún verður af smá- atriðum líka þannig að ég held áfram að skríða um landið!“ gun@frettabladid.is Mynda það sem fer fram hjá mörgum Einar Ólason ljósmyndari hefur næmt auga fyrir því smáa og fagra í náttúrunni. Það krist- allast á fyrstu einkasýningu hans, Eldur-Ís, sem hann opnar í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Í TJARNARSAL RÁÐHÚSSINS „Ég vil nýta náttúruna á Íslandi án þess að skemma hana,“ segir Einar, sem var í óða önn að ganga frá myndunum þegar ljósmyndarinn kom. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HANNES HALLDÓRSSON frá Másstöðum, síðast til heimilis að Lindargötu 61, Reykjavík, lést sunnudaginn 23. desember á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Bestu þakkir fær starfsfólk Skógarbæjar fyrir alúð og umhyggju. Guð veri með ykkur. Gylfi Sigurðsson Anna Rósa Traustadóttir Þorbjörg Hannesdóttir Guðmundur Magnússon Jóhanna Hannesdóttir Ólafur Haraldsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, EVA SVEINBJÖRG EINARSDÓTTIR ljósmóðir, Digranesheiði 19, Kópavogi, lést 5. janúar. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 14. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar láti Líknardeildina í Kópavogi eða Krabbameinsfélagið njóta þess. Hermann Einarsson Lára Runólfsdóttir Guðmunda Þ. Einarsdóttir Sigurbjörn Ólason systkinabörn og fjölskyldur. Föðursystir mín, INA BILDSÖE-HANSEN fædd Imsland, lést 15. desember. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Starfsfólki á Skjóli eru færðar sérstakar þakkir fyrir góða umönnun síðastliðin ár. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Edda Rakel Imsland. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SESSELJA SÓLEY SIGURBJÖRNSDÓTTIR frá Vestur-Stafnesi, Suðurgötu 16, Sandgerði, lést í faðmi fjölskyldunnar að kveldi 22. desember á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útför hefur farið fram í Hvalsneskirkju í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum sýndan hlýhug. Guðjón Óskarsson Anna Lilja Guðjónsdóttir Hörður Már Karlsson Klara Guðjónsdóttir Sigrún Björg Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar GUNNARS DÚA JÚLÍUSSONAR. Starfsfólki á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri eru færðar þakkir fyrir góða umönnun. Guðrún Gunnarsdóttir Eyvör Gunnarsdóttir Björgvin R. Leifsson Hreinn Gunnarsson Benjamín Gunnarsson Dagbjört K. Þórhallsdóttir Svanhildur D. Karlsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUNNLAUG SIGURBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR (BOGGA MUNDA VALDA GARÐS) áður til heimilis að Bárustíg 3, Sauðárkróki, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 7. janúar, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju þriðjudaginn 15. janúar klukkan 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki. Margrét N. Guðmundsdóttir Rafn Benediktsson Guðlaug I. Guðmundsdóttir Steinn Elmar Árnason barnabörn, makar og langömmustelpurnar. Elskuleg móðir okkar, systir, amma og langamma, ÞÓRUNN BJÖRGÚLFSDÓTTIR sem lést á þrettándanum 6. janúar, verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 14. janúar kl. 13.00. Guðrún Hreggviðsdóttir James Stuart Crosbie Þórunn Hreggviðsdóttir Finnbogi Rútur Arnarsson Ása Hreggviðsdóttir Birgir E. Birgisson Ólafur Björgúlfsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, HENNING KARL BACKMAN Hörðalandi 10, lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 10. janúar. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju fimmtudaginn 17. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Arna Jóna Backman Guðjón Broddi Backman Elsa Sigurbjörg Backman Helgi Backman
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.