Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.01.2013, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 12.01.2013, Qupperneq 90
12. janúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 58MENNING „Mér þykir mjög gaman að sýna hér í Hafnarborg því ég ólst upp í Hafnarfirði og hef taugar til hans. Svo er húsið líka sérlega fallegt,“ segir Björk Viggósdóttir myndlistarmaður þar sem hún er í óða önn að setja upp sýninguna Aðdráttarafl – hringlaga hreyfing á efri hæð Hafnarborgar. Aðdráttarafl er innsetning og Björk notar ýmsa miðla til að ná fram sterkum áhrifum. „Ég bý til eina heild úr mörgum þáttum,“ segir hún og kveðst nota hljóð, vídeó og fleiri element sem hún raðar upp í rýmið til að að búa til ákveðna upplifun. „Þetta verður gagnvirkt,“ segir Björk. Hún útskýrir nánar: „Hver og einn gestur á sýningunni getur svifið inn í sitt persónulega rými og skynjað umhverfið frá alveg óvæntu sjónarhorni. Þannig verða gestirnir þátttakendur í verkinu sem gerir það mjög spennandi.“ En getur það spillt upplifun hvers og eins ef margir eru í sýningar- rýminu samtímis? „Nei, það er gaman þegar margir eru, því þá kemur mikil hreyfing í verkið,“ svarar Björk kankvís. „Innsetningin er unnin út frá hugleiðingum um aðdráttaraflið,“ útskýrir listamaðurinn. „Hugs- unin er sú að með því að taka þátt í henni geti áhorfandinn bæði fengið meiri tilfinningu fyrir aðdráttaraflinu og eins losnað undan því á ákveðinn hátt og upp- lifað eins konar svif eða léttleika. Ákveðnir þættir innsetningar- innar vekja áhorfandann þannig til umhugsunar í gegnum beina upplifun af aðdráttaraflinu, auk þess sem hljóð og mynd taka þátt í að vekja upp hughrif eða skapa stemningu sem mótar heildar- upplifunina.“ Björk útskrifaðist frá Listahá- skóla Íslands árið 2006 og hefur skapað sér sess í íslensku mynd- listarlífi. Hún virkjar ímyndunar- afl áhorfandans með margvísleg- um hætti og verk hennar eiga það til að lifna við í óvæntum gjörn- ingum. Síðasta ár var viðburðaríkt hjá Björk. Skemmst er að minnast sýningar hennar í D-sal Lista- safns Reykjavíkur í haust sem vakti athygli. Þar lék hún sér með hljóð og vídeó og þar héngu líka stórir flugdrekar sem bærðust undan loftstraumum sem sköpuð- ust þegar fólk gekk um. Björk gerði einnig víðreist á árinu 2012, hún sýndi í Kólumbíu í febrúar og mars og í Kína í maí og júní. „Það var æðislegt,“ rifj- ar hún upp. „Ég var líka að sýna í Prag í ágúst svo það er búið að vera mikið að gera.“ Hún leggur áherslu á að gaman sé að fá tæki- færi til að ferðast og kynnast list annarra menningarheima. Auk þess að fást við myndlist hefur Björk unnið að leikhúsuppsetning- um og tekið þátt í dans- og spuna- hópum þar sem hún hefur verið höfundur sviðsmyndar. gun@frettabladid.is Ein heild úr mörgum þáttum Björk Viggósdóttir myndlistarmaður notar fj ölbreytta miðla í innsetningu sinni Aðdráttarafl – hringlaga hreyfi ng sem opnuð er í Hafnar- borg í dag. Áhorfendur taka sjálfi r þátt í að skapa þau áhrif sem sýningin vekur og ættu að fá tilfi nningu fyrir aðdráttarafl inu. Í HAFNARBORG Björk gerði hlé á uppsetningu sýningarinnar meðan ljósmyndarinn smellti af henni mynd og slakaði á í miðju listaverkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐ UPPSETNINGU Ingólfur Arnarsson opnar sýningu í Sverrissal í Hafnarborg í dag klukkan 15. Þar sýnir hann teikningar frá síðustu tveimur árum auk 40 blýantsteikninga frá árinu 2007 sem mynda eina heild. Einnig stillir hann upp ljósmynd sem hann tók í nágrenni sýningarstaðarins. Teikningar Ingólfs einkennast af fínum línum, nákvæmni og tíma, eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Hafnarborg. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fíngerðar línur Söngmenn óskast Karlakór Grafarvogs býður nýja söngmenn velkomna í kórinn. Æfingar eru í Grafarvogskirkju kl. 20 á mánudögum. Upplýsingar gefur kórstjóri í s. 698 4760 eða irise@simnet.is. Karlakór Grafarvogs
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.