Fréttablaðið - 12.01.2013, Síða 96
12. janúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 64
Steven Spielberg er fyrir löngu orðinn einn
dáðasti kvikmyndaleikstjóri heimsins. Hinn
66 ára Bandaríkjamaður hefur verið mjög
afkastamikill á ferli sínum og dælt frá sér
hverri myndinni á fætur annarri síðan sú
fyrsta í fullri lengd, The Sugarland Express,
kom út 1974. Hann hefur alltaf átt auðvelt
með að snerta taugar Óskarsakademíunnar
því langflestar myndir hans hafa verið til-
nefndar til verðlaunanna. Til dæmis hlaut
sú nýjasta, Lincoln, tólf tilnefningar, flestar
allra í ár.
Spielberg á bak við
alls 122 tilnefningar
Kvikmynd Stevens Spielberg, Lincoln, hlaut 12 tilnefningar til Óskarsverðlaun-
anna á fi mmtudaginn. Myndir hans hafa alls hlotið 122 tilnefningar til þessara
virtustu verðlauna kvikmyndabransans síðustu 39 ár og hafa 26 Óskarar unnist.
LINCOLN Nýjasta mynd
Spielbergs, Lincoln, hlaut 12
Óskarstilnefningar.
JAWS VAR FYRST
Jaws frá árinu 1975
er fyrsta mynd
Spielbergs sem
var tilnefnd
til Óskars-
ins. Hún
hlaut þrenn
verðlaun.
ENGIN
VERÐLAUN The
Color Purple frá
1985 hlaut 11
tilnefningar en
engin verðlaun.
122
23 myndir í leikstjórn
Spielberg hafa hlotið
samanlagt 122
Óskarstilnefningar.
12
Lincoln og Schindler‘s List
hafa báðar hlotið 12 tilnefn-
ingar.
26
Myndir Spielberg hafa
hlotið 26 Óskarsverð-
laun.
7
Spielberg hefur sjö sinnum
verið tilnefndur sem besti
leikstjórinn.
2 Spielberg hefur tvisvar hlotið Óskarinn sem besti leikstjórinn, fyrir Schindler‘s List og Saving
Private Ryan. Þær eru jafnframt einu myndir
hans sem hafa verið valdar bestu myndirnar.
Aðeins fj órar Spielberg-myndir af 27
hafa ekki verið tilnefndar til Óskarsins.
Þær eru The Sugarland Express, Always,
The Terminal og Indiana Jones and the
Kingdom of the Crystal Skull.
Enginn leikari undir stjórn Spielberg
hefur hlotið Óskarsverðlaunin. Tólf
sinnum hefur leikari fengið tilnefningu í
myndum hans.
Leikari hefur aðeins fengið tilnefningu í
sex myndum af þeim 23 sem hafa verið
tilnefndar.
Spielberg hefur sjálfur verið tilnefndur
fyrir tíu myndir, annað hvort sem besti
leikstjórinn eða fyrir bestu myndina (sem
framleiðandi). Þar er talin með Letters
From Iwo Jima sem hann framleiddi en
Clint Eastwood leikstýrði.
13 Þrjár myndir Spiel-bergs af fj órum um
fornleifafræðinginn Indiana
Jones hafa fengið 13 tilnefn-
ingar og 6 Óskarsverðlaun.
ÚTSALAN ER HAFIN
Yfir 70 íslensk vörumerki á einum stað!ÚTSALA
atmo.is | s. 552-3600 | Laugavegur 91
astæði í bílahúsinu beint á mótig bílNæ ATMO
KS APARINN · 20%
HILDUR YEOMAN · 10%
LIBER · 10%
REY · 10-40%
MARTA JÓNSSON · 30-60%
HELICOPTER · 10%
MINK · 10%
GLING GLÓ · 20%
BÓAS · 40%
SUNBIRD · 30%
SCINTILLA · 10%
BIRNA · 0%3
HUGINN MUNINN · 5%10-1
MUNDI · %30
SÁPUSMIÐJAN · %40
ÍRIS · 20%
FÆRIÐ · 25%
HENDRIKKA WAAGE · 0%3
GUST · %10-30
GO WITH JAN · 30%
BIRNA · 20-30%
LÚKA · 20-40%
HLÍN REYKDAL · 15%
HANNA FELTING · 20-30%
POSTULÍNA · 10%
STÁSS · 15%
VÍK PRJÓNSDÓTTIR · 20%
E-LABEL · 30%
EVA LÍN · 30%
IGLÓ · 40%