Fréttablaðið - 12.01.2013, Page 102

Fréttablaðið - 12.01.2013, Page 102
12. janúar 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 70 A-RIÐILL LAUGARDAGUR 15.00 Þýskaland - Brasilía 17.15 Argentína - Svartfjallaland 19.45 Frakkland - Túnis Sýndur á Stöð 2 Sport & HD SUNNUDAGUR 14.00 Brasilía - Argentína 16.20 Túnis - Þýskaland 18.30 Svartfjallaland - Frakkland Sýndur á Stöð 2 Sport 3 B-RIÐILL LAUGARDAGUR 14.45 Makedónía - Síle 17.00 Ísland - Rússland Sýndur á Stöð 2 Sport & HD 19.15 Danmörk - Katar SUNNUDAGUR 14.45 Ísland - Síle Sýndur á Stöð 2 Sport & HD 17.00 Katar - Makedónía 19.15 Rússland - Danmörk Sýndur á Stöð 2 Sport & HD C-RIÐILL LAUGARDAGUR 14.45 Serbía - Suður-Kórea 17.00 Slóvenía - Sádi-Arabía 19.15 Pólland - Hvíta-Rússland D-RIÐILL ÚRSLIT Spánn - Alsír 27-14 LAUGARDAGUR 15.45 Króatía - Alsír 18.00 Ungverjaland - Egyptaland Laugardagur 16.15 Þorsteinn J og gestir 16.55 Ísland - Rússland 18.35 Þorsteinn J og gestir 19.35 Frakkland - Túnis 21.15 HM-samantekt Sunnudagur 13.45 Þorsteinn J og gestir 14.40 Síle - Ísland 16.20 Þorsteinn J og gestir 18.25 Svartfjallaland - Frakkland Sport 3 19.05 Rússland - Danmörk 22.10 HM-samantekt Laugardagur 12.45 QPR - Tottenham Sport 2 & HD 15.00 Aston Villa - Southampton Everton - Swansea Sport 3 Fulham - Wigan Sport 4 Norwich - Newcastle Sport 5 Reading - WBA Stoke - Chelsea Sport 2 & HD Sunderland - West Ham Sport 6 Sunnudagur 13.30 Man. Utd - Liverpool Sport 2 & HD 16.00 Arsenal - Man. City Sport 2 & HD FÓTBOLTI Það er stór helgi í enska boltanum og sannkallaðir risa- leikir á sunnudag. Þá mætast sigur- sælustu lið enskrar knattspyrnu, Man. Utd og Liverpool, sem og lið Arsenal og Man. City. Það er því sann- kölluð handbolta- og fótboltaveisla á sport- stöðvum Stöðvar 2 um helgina. Risaleikir á Englandi HM 2013 Aron Pálmarsson verður í risastóru hlutverki með íslenska landsliðinu á heimsmeistara- mótinu. Aron, sem nýverið var valinn íþróttamaður ársins 2012, er ekki nema 22 ára gamall en hann vill sem minnst tala um aldur sinn. „Ég hef verið að reyna að losna við „unga“ stimpilinn undanfarin tvö ár og það er ekki hægt að skýla sér á bak við það endalaust. Það vantar marga lykilmenn í hópinn að þessu sinni og það er því meiri pressa á mér og meiri ábyrgð. Ég er ekkert að stressa mig á því – ég hlakka bara til að takast á við það. Mér finnst ég spila betur þannig. Frá því að ég kom inn í landsliðið eftir ÓL 2008 þá hefur það verið þannig að liðið fer í alla leiki til þess að vinna. Það er miklu meira sjálfstraust til staðar hjá leik- mönnum og það vita allir hvað er hægt að gera. Það er meðbyr hjá okkur, við erum lið sem margir vilja ekki mæta og við höfum nýtt okkur það.“ Aron telur að þeir leikmenn sem hafa verið valdir í liðið á HM standi fyllilega undir þeim vænt- ingum sem til þeirra eru gerðar. „Þeir sem eru í liðinu eru góðir í handbolta og þeir sem hafa komið nýlega inn í þetta lið eru allir frá- bærir handboltamenn. Það er undir þeim komið að sýna hvað í þeim býr á stóra sviðinu.“ Aron telur að Ísland eigi að komast í átta liða úrslit á HM. „Við erum með það gott lið að það á að vera raunhæft að stefna á átta liða úrslitin og eftir það getur allt gerst. Okkar möguleikar gegn Rússum liggja í því að stöðva skytturnar þeirra og hraðaupp- hlaupin eru þeirra sterkasta vopn. Ég hef ekki miklar áhyggjur af sóknarleiknum – vörnin þarf að vera í lagi og markvarslan. Þetta hefur allt saman heyrst áður og er fín uppskrift.“ - seth Aron hræðist ekki aukna pressu og ábyrgð Ekki hægt að skýla sér á bak við „unga“ stimpilinn endalaust segir landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson. KLÁR Í SLAGINN Aron verður í lykilhlutverki hjá íslenska liðinu á HM. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Aron Kristjánsson stýrir íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í leik á stórmóti í dag þegar Ísland mætir Rússum á heimsmeistaramótinu í handbolta í Sevilla. Aron, sem tók við þjálfun liðsins af Guðmundi Guðmundssyni eftir Ólympíuleik- ana síðastliðið sumar, er nokkuð bjartsýnn á að liðið nái góðum úrslitum á HM og hann er spennt- ur að sjá hvernig leikmenn leysa ný hlutverk sem þeim verður úthlutað á þessu stórmóti. „Það er gott að vera kominn á staðinn og ég finn að strákarnir eru tilbúnir í verkefni gegn Rúss- um.“ „Það hafa verið ýmsir óvissu- þættir hjá liðinu í aðdraganda mótsins, báðir markverðirnir hafa glímt við veikindi og margir nýir leikmenn að koma inn í varnarleik- inn,“ sagði Aron á hóteli íslenska liðsins í Sevilla í gær. Þrátt fyrir að Aron beri sig vel er alveg ljóst að það eru ýmis atriði sem valda honum áhyggjum og sérstaklega í ljósi þess að í liðið vantar „varnarmúrinn“ Alexand- er Petersson, Ingimund Ingimund- arson og Arnór Atlason – sem eru allir frá vegna meiðsla og veik- inda. „Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu. Lykillinn er að spila sterk- an varnarleik og vera snöggir til baka. Og stíga út gegn þeirra sterku skyttum. Við höfum verið að leikgreina Rússa og við erum með áætlun og vonandi gengur þetta upp. Ef við náum að fram- kvæma það sem við ætlum okkur þá er ég bjartsýnn. Það sem veldur mér mest- um áhyggjum varðandi mótið er breiddin í leikmannahópnum. Í vináttuleiknum gegn Svíum feng- um við ekki nógu mikið út úr þeim leikmönnum sem voru að koma í skyttustöðurnar. Það er eitthvað sem við þurfum að finna lausn á. Við erum að prófa ýmsa hluti þegar Aron (Pálmarsson) er tek- inn úr umferð.“ Er það áhyggjuefni hvernig þið ætlið að leysa það ef Aron er tek- inn úr umferð? „Sóknarleikurinn varð aðeins stirðari þegar Sví- arnir tóku Aron úr umferð en ég hef ekki stórkostlegar áhyggjur af sókninni. Við skoruðum 28 mörk gegn Svíum en á tímabili í leikn- um hafði ég aðeins áhyggjur þar sem við duttum niður í kannski 10 mínútur. Við þurfum að geta leyft okkur að gera breytingar á svona löngu og ströngu móti. Rússar eru með nýjan þjálf- ara – og þeir hafa breytt ýmsu hjá sér. Þeir leika „taktík“ sem þekkist í Þýskalandi og víðar í Evrópu. Þeir hafa bætt við sig tveimur sterkum leikmönnum sem fengu rússneskt ríkisfang nýlega, vinstri skyttunni Sergei Gorbok sem er reynslumikill leikmaður frá Hvíta-Rússlandi og örvhentu skyttunni Sergiy Shelmenko frá Úkraínu. Þessir leikmenn voru báðir lykilmenn með sínum lands- liðum áður en þeir urðu Rússar og þeir voru báðir hjá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Þeir styrkja rússneska liðið gríðarlega og auka breiddina hjá því.“ Vignir er bjartsýnn „Tilfinningin er góð. Við erum búnir að æfa vel og erum vel undir búnir. Við erum búnir að kortleggja rússneska liðið mjög vel. Og aðbúnaðurinn er góður. Við getum ekki annað en verið spennt- ir,“ sagði Vignir Svavarsson. Vignir fær stórt hlutverk í vörn íslenska liðsins á HM og hann er tilbúinn í þann slag og telur sigur- líkurnar gegn Rússum í fyrsta leiknum vera ágætar. „Ég hef verið í aðstoðarhlutverki undanfarin ár en ég tek þessu nýja hlutverki fagnandi. Það er gaman að sjá nýja leikmenn koma sterka inn í hópinn. Þeir hafa margir tekið stór skref og það verður gaman að fylgjast með þeim. Það vantar sterka leikmenn í hópinn en með fullri virðingu fyrir þeim sem vantar þá koma bara aðrir í þeirra stað. Ég hef engar áhyggjur af því, við spilum með það lið sem við höfum, og gerum það besta úr því. Í dag erum við með það gott lið að það er raun- hæf krafa á okkur að vinna allar þjóðir,“ sagði Vignir Svavarsson án þess að hika. STRÁKARNIR ERU TILBÚNIR Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, er bjartsýnn fyrir frumraun liðsins gegn Rúss- um á HM í dag. Liðið er vel undirbúið og með áætlun sem á að geta gengið upp segir þjálfarinn. HVER BYRJAR? Ekki er vitað hvort Aron Rafn eða Björgvin Páll byrjar leikinn í dag. þeir taka hér á því á æfingunni í keppnis- höllinni í Sevilla í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EINBEITTIR Strákarnir tóku hraustlega á því í gær. ➜ Leikir helgarinnar Sigurður Elvar Þórólfsson seth@365.is Vilhelm Gunnarsson villi@365.is HM 2013 Á SPÁNI SPORT
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.