Fréttablaðið - 12.01.2013, Síða 104

Fréttablaðið - 12.01.2013, Síða 104
12. janúar 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 72 NIKLAS LANDIN, DANMÖRKU OG ARPAD STERBIK, SPÁNI Bestu markverðir heims Spánverjum og Dönum er spáð góðu gengi á mótinu og þar munu markverðirnir Arpad Sterbik hjá Spáni og Niklas Landin hjá Danmörku spila stóra rullu en báðir eru tveir metrar á hæð. Arpad Sterbik er 33 ára og að spila fyrir sitt fjórða landslið ( Júgóslavía, Serbía og Svartfjallaland, Serbía, Spánn frá 2009) en besti árangur hans með landsliði er þrjú brons á HM (1999, 2001 og 2011). Landin er maður framtíðarinnar, 24 ára gamall og á sínu fyrsta tímabili utan Danmerkur hjá Guðmundi Guðmundssyni í Rhein- Neckar Löwen. Landin var einn aðalmaðurinn á bak við sigur Dana á EM í Serbíu fyrir ári síðan. HANS LINDBERG, DANMÖRKU Íslendingurinn í danska landsliðinu 31 árs hægri hornamaður sem á tvo íslenska foreldra en alinn upp í Danmörku. Hefur spilað með danska landsliðinu frá 2003 og unnið tvö Evrópumeistaramót, silfur (2011) og brons (2007) á HM og nálgast sitt 500. landsliðsmark. Lindberg er ávallt í hópi markahæstu leikmanna þýsku deildarinnar þar sem hann spilar með HSV Hamburg. LÁSZLÓ NAGY, UNGVERJALANDI Týndi sonurinn Ungverjar eru komnir í hóp bestu þjóða heims á ný og það ekki síst eftir að örvhenta stórskyttan László Nagy hætti við að „skipta yfir“ í spænska landsliðið og sneri þess í stað til baka í ungverska landsliðið eftir þriggja ára fjarveru. Hann var einn af markahæstu leikmönnum Ólympíuleikanna þar sem Ungverjar enduðu í fjórða sæti eftir að hafa slegið út Ísland í átta liða úrslitunum. Nagy skoraði 9 mörk í leiknum á móti Íslandi. HANDBOLTI Handboltaáhugamenn fá að fylgjast með sýningu bestu leikmanna heims næstu tvær vik- urnar þegar 23. heimsmeistara- keppnin í handbolta fer fram á Spáni en til leiks eru mættar 24 sterkustu handboltaþjóðir heims. Einhverjir úr hópi þeirra bestu sitja vissulega heima með sárt ennið, bæði vegna meiðsla og af þeirri ástæðu að landsliðum þeirra mistókst að tryggja sér farseðil á mótið. Meirihlutinn er hins vegar lentur á Spáni og á það sameig- inlegt að hafa sett stefnuna á að vinna hinn eftirsótta heimsmeist- aratitil. Fréttablaðið renndi yfir leik- mannalista liðanna og valdi þá leikmenn sem það býst við að verði aðalstjörnurnar á HM í ár. Hér á síðunni má því sjá stærstu stjörn- urnar á HM á Spáni. Stjörnurnar á HM á Spáni Það má búast við mikilli sýningu frá bestu handbolta- mönnum heims á næstu vikum enda fl estir mættir til Spánar að keppa um heimsmeistaratitilinn. Frétta- blaðið fj allar um nokkrar af stjörnum mótsins. MIKKEL HANSEN, DANMÖRKU Markakóngur síðasta HM Mikkel Hansen er ávallt í umræðunni um besta handboltamann heims en þessi 25 ára og 196 sm frábæra skytta er nánast óstöðvandi á góðum degi. Hansen var markakóngur á HM 2011 þar sem Danir urðu í öðru sæti og í framhaldinu var hann kosinn besti handboltamaður heims 2011. Hansen spilaði áður með GOG, Barcelona og AGK en er núna í aðalhlutverki hjá franska stórliðinu Paris Saint-Germain Handball. KIRIL LAZAROV, MAKEDÓNÍU Tók við krún unni af Óla Við Íslendingar áttum bestu hægri skyttu heims í mörg ár en nú hefur Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov tekið við krúnunni af Ólafi Stefáns- syni. Lazarov er 32 ára og 193 sm skytta sem hefur spilað með Atlé- tico Madrid á Spáni síðustu tímabil. Hann hefur unnið til 27 meistara- og bikarmeistaratitla í Makedóníu (2/2), Króatíu (7/5) Ungverjalandi (5/5) og á Spáni (0/1) en á enn eftir að vinna verðlaun með landsliði sínu. Lazarov var langmarkahæstur á síðasta EM þar sem Makedónía endaði í 5. sæti. THIERRY OMEYER OG NIKOLA KARABATIĆ, FRAKKLANDI Meistararnir DOMAGOJ DUVNJAK, KRÓATÍU Eft irmaður Balić Króatar leika nú án goðsagnarinnar Ivano Balić en hinn 24 ára gamli Domagoj Duvnjak er verðugur eftirmaður hans og var á síðustu stórmótum eiginlega þegar búinn að slá út stærstu stjörnu króatíska hand- boltans. Duvnjak spilar með þýska liðinu HSV Hamburg þar sem hann hjálpaði liðinu að ná þýska meistara- titlinum 2011. Duvnjak er frábær alhliða leikmaður, vel spilandi og afar erfiður við að eiga einn á einn. DANIEL NARCISSE Besti handbolta- maður heims 33 ára og 189 sm skytta eða leik- stjórnandi sem hefur viðurnefnið „Air France“ í heimalandinu og var kosinn besti handboltamaður heims á síðasta ári. Er á fjórða ári með THW Kiel þar sem hann fyllti skarðið sem Nikola Karabatić skildi eftir sig en mun spila með Paris Saint-Germain Handball frá og með næstu leiktíð. Narcisse hefur spilað með franska landsliðinu frá aldamótum og unnið sex stórmótagull. Hann hefur enn- fremur unnið sjö titla með Kiel. Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Markvörðurinn Thierry Omeyer og vinstri skyttan Nikola Karabatić eru tveir af sigursælustu handbolta- mönnum sögunnar og hafa verið lykilmenn í öllum þeim 72 verð- launum sem lið þeirra hafa unnið til á ferlinum. Omeyer er 36 ára og hefur unnið til alls 40 verðlauna með félagsliðum sínum (Montpellier og Kiel) og franska landsliðinu. Hann á möguleika á því að verða heims- meistari í fjórða sinn. Karabatić er átta árum yngri en er samt þegar kominn upp í 32 verðlaun með félagsliðum sínum (Montpellier og Kiel) og franska landsliðinu. Hann hefur orðið samfellt meistari með sínu félagsliði í heilan áratug. Óskar Ó. Jónsson ooj@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.