Fréttablaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 9 4 . t ö l u b l a ð 1 5 . á r g a n g u r M i ð v i k u d a g u r 1 6 . d e s e M b e r 2 0 1 5
Fréttablaðið í dag
Markaðurinn
Bankamaðurinn Lars Seier
Christensen hyggst
söðla um og fjár-
festa í nýsköpun.
Segir jákvæð teikn
á Íslandi en telur
vandanum hafa
verið frestað í
Evrópu.
skoðun Bjarni Már Magnússon
um brottvísun veikra barna. 20-22
sport Arnór Þór Gunnarsson
vonast til að ná EM. 26
Menning Segir sögu Matthíasar
Bergssonar. 34-38
lÍfið Slæður úr banönum. 42-48
plús 1 sérblað l fólk
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
8
DAGAR
TIL JÓLA
OPIÐ TIL
22
Í KVÖLD
S T Y R K T A R F É L A G
L A M A Ð R A O G F A T L A Ð R A
L A N D S L A G
Í ÞÁGU
FATLAÐRA BARNA
OG UNGMENNA
Sölutímabil
5. – 19. desember
lÍfið Miklar líkur eru
á því að stórstjarnan
Justin Bieber muni dvelja
nokkuð lengi hér á landi, í
kringum fyrirhugaða tón-
leika hans 9. september á
næsta ári. Þegar dagsetn-
ingar á tónleikaferðalagi
hans eru skoðaðar kemur
í ljós að langur tími líður
frá tónleikum hans í
Kórnum og þeirra næstu
á eftir, sem verða í Berlín.
Eftir þá tónleika tekur við tæp-
lega tveggja mánaða keyrsla
á milli evrópskra borga,
þar sem sjaldan líða
meira en tveir dagar
á milli tónleika.
Tónleikarnir verða í
Kórnum 9. september
á næsta ári og er staðurinn
bókaður lengur en þegar
Justin Timberlake kom
hingað til lands í fyrra.
– kak / sjá síðu 48
Talið að Bieber staldri við
alþingi Aðeins fimmti hver Íslend-
ingur treystir núverandi stjórn-
völdum til að halda utan um sölu á
hlut ríkisins í íslenskum bönkum.
Þetta kemur fram í könnun
Gallup fyrir þingflokk Pírata. Spurt
var: „Hversu vel eða illa treystir þú
núverandi ríkisstjórn til að sjá um
sölu á hlut ríkisins í bönkum?“
21,5 prósent treysta ríkisstjórnar-
flokkunum vel til þess. 61,4 pró-
sent treysta ríkisstjórn illa og 17,2
prósent svara hvorki né. Minnst er
traustið hjá háskólamenntuðum,
hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins
og aldurshópnum 25 til 34 ára.
Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í
stjórnmálafræði, segir ríkisstjórnar-
flokkana glíma við gamlan draug
þegar kemur að einkavæðingu
bankanna. „Þessi niðurstaða sýnir
að ríkisstjórnarflokkarnir njóta lág-
markstrausts til að standa að einka-
væðingu bankanna. Það traust er
Treysta ekki stjórninni
til að einkavæða banka
Háskólamenntaðir og höfuðborgarbúar treysta ríkisstjórnarflokkunum síst.
Illa
Vel
21,1%
61,1%
✿ Hversu vel eða illa
treystir þú núverandi
ríkisstjórn til að sjá um
sölu á hlut ríkisins í
bönkum?
Hvorki né
17,2%
talsvert minna en samanlagt fylgi
þeirra nú. Það segir sína sögu,“ segir
Grétar Þór.
Gert er ráð fyrir í fjárlagafrum-
varpi næsta árs að þriðjungshlutur
ríkisins í Landsbankanum verði
seldur. Kemur þar fram að ríkið ætli
sér að fá rúmlega 70 milljarða fyrir
þann eignarhlut. Þann 19. nóvem-
ber síðastliðinn var haldin sérstök
umræða á Alþingi um einkavæð-
ingu ríkisins í íslenskum bönkum.
Ásta Guðrún Helgadóttir, þing-
maður Pírata, segir þessar niður-
stöður lítið koma á óvart. „Það fór
svo mikið úrskeiðis síðast að lands-
menn treysta þeim ekki enn fyrir
svo stóru verki sem einkavæðingin
er.“
Könnunin var framkvæmd af
Gallup fyrir þingflokk Pírata, dag-
ana 3. til 14. desember. 1.433 voru í
úrtaki Gallup, 881 svaraði könnun-
inni eða 61,5 prósent. – sa
Samstöðufundur Lay Low var meðal þeirra sem fram komu á samstöðufundi sem blásið var til á Austurvelli í gær til stuðnings albönsku drengjunum Kevi og Arjan. Þeim var vísað úr landi
með fleiri Albönum þrátt fyrir að glíma við langvarandi og alvarleg veikindi. Áréttað var á fundinum að hér ættu stjórnvöld að ganga þannig fram að hagur barna ráði för. FréttablaðIð/ErnIr