Fréttablaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 13
Olíusjóður fjárfestir
í vindmyllum
1NOREGUR Olíusjóður Noregs vill verja hluta milljarða sinna í
vindmyllur og sólarorku, samkvæmt
fréttum norskra fjölmiðla. Ekki er
ljóst hversu stórar fjárhæðir rætt er
um. Þó er lagt til að „grænar“ fjár-
festingar geti í upphafi numið allt
að fimm prósentum af fjárfestingum
sjóðsins. Verð á hráolíu hefur hríð-
lækkað í nokkur ár. Tap sjóðsins á
hlutabréfamörkuðum heimsins í ár
er sagt vera upp á þúsundir milljarða
íslenskra króna.
Sektaðir um tugi
milljóna króna
2 SVÍÞJÓÐ Svíar sem leigðu út báta sína sem notaðir voru til
ólöglegra veiða í hafinu fyrir utan
Vestur-Sahara í Afríku hafa verið
dæmdir í Svíþjóð til að greiða rúmar
67 milljónir íslenskra króna. Menn-
irnir eru sagðir hafa þénað um 300
milljónir íslenskra króna á leigu
bátanna. Samkvæmt samkomulagi
við Marokkó frá 2006 mega skip
skráð innan Evrópusambandsins ekki
veiða þar án leyfis sambandsins þótt
leyfi hafi fengist frá yfirvöldum á
staðnum.
Foreldrar fúlir
út í kirkjuna
3 FINNLAND Það er jólasveina-kreppa í Maxmo í Finnlandi.
Í helgistund í kirkju þar var leik-
skóla- og grunnskólabörnum bent á
að skrifa ekki of langa óskalista fyrir
jólin þar sem ekki hefðu allar fjöl-
skyldur efni á að kaupa margar jóla-
gjafir. Börnunum var jafnframt tjáð
að jólasveinninn væri ekki til í alvöru.
Börnin eru leið og foreldrar þeirra
eru fúlir út í kirkjuna. Það sé hvorki
hennar að ræða um tilvist jólasveins-
ins né fjárhag foreldra.
NORÐURLöNDIN
3
1
2
HEILbRIGÐISmáL Sjúkraflutninga-
menn Slökkviliðs Akureyrar og
flugmenn Mýflugs fluttu í síðustu
viku sjúkling númer sex hundruð á
þessu ári. Ferðirnar á árinu hafa alls
verið 538. Í frétt á vef slökkviliðsins
segir að þetta sé nýtt met og tölu-
verð aukning frá fyrri árum.
Þá segir að helmingur sjúkraflug-
anna sé svokallaður forgangsflutn-
ingur þar sem sjúklingur þarf að
komast með hraði á sjúkrastofnun
með hærra þjónustustig. Í alvar-
legustu tilfellunum fari læknir frá
Sjúkrahúsi Akureyrar með en slíkt
eigi við um þriðjung tilfella. – ngy
Hafa flutt sex
hundruð með
sjúkraflugi í ár
Met hefur verið slegið á árinu í sjúkra-
flugi frá Akureyri.
LANDbúNAÐUR Hjónin á bænum
Miðhúsum í Bláskógabyggð vilja að
Vegagerðin útbúi göng undir þjóð-
veginn svo kindur þeirra komist
áfallalaust á milli túna jarðarinnar.
Undanfarin misseri hafi umferð
stóraukist og líkur séu á að hún eigi
eftir að aukast enn frekar.
„Í haust höfum við hvað eftir
annað lent í vandræðum með að
koma fé yfir veginn sökum umferð-
ar og er þess skemmst að minnast
að í október misstum við fjórar ær
hér neðan við bæinn. Og er þá ótalið
tjón á bílnum og áfall bílstjórans,"
segir í bréfi Miðhúsabænda til
Vegagerðarinnar. Sveitarstjórn Blá-
skógabyggðar hefur tekið undir
óskir þeirra um að Vegagerðin geri
sérstök göng fyrir kindurnar sem
beitt er á umrædd tún á vorin og að
hausti. – gar
Bændur á
Miðhúsum
biðja um göng
fyrir kindur
Umferðarþungi ógnar Miðhúsafé.
FréttAblAðið/SteFán
BOSCH
Matvinnsluvél
MCM 3110W
800 W. Tvær hraðastillingar
og ein púlsstilling.
Fullt verð: 14.900 kr.
Jólaverð:
11.900 kr.
Nóatúni 4 Sími 520 3000
www.sminor.is
*fæst
hjá:
Jólaverð:BOSCH
Blandari
MMB 42G0B (svartur)
Einstaklega hljóðlátur. 700 W.
„Thermosafe“ hágæða-gler sem þolir
heita og kalda drykki.
Fullt verð: 17.900 kr.
13.900kr.
Nóatúni 4 Sími 520 3000
www.sminor.is
*fæst
hjá:
BOSCH
Töfrasproti
MSM 67170
Kraftmikill, 750 W.
Hljóðlátur og laus við
titring.
Fullt verð: 14.900 kr.
Jólaverð:
11.900kr.
Nóatúni 4 Sími 520 3000
www.sminor.is
*fæst
hjá:
Jólin nálgast.
Dásamlegir dýrgripir í jólapakkann.
Nóatúni 4 Sími 520 3000
www.sminor.is Hlíðasmára 3 . Sími 520 3090
www.bosch.is
Gigaset
Símtæki
A510
Númeraminni fyrir
150 nöfn og símanúmer.
Langur taltími,
mikil hljómgæði.
Fullt verð: 8.970 kr.
Jólaverð:
7.625
Nóatúni 4 Sími 520 3000
www.sminor.is
*fæst
hjá:
kr.
Rommelsbacher
Vöfflujárn
WA 1000/E
1000 W. Úr burstuðu stáli.
Viðloðunarfrítt yfirborð.
Fullt verð: 14.700 kr.
Jólaverð:
11.900kr.
Nóatúni 4 Sími 520 3000
www.sminor.is
*fæst
hjá:
BOSCH
Hraðsuðukanna
TWK 7809
Koparlituð.
Tekur 1,7 lítra.
2200 W.
Fullt verð: 16.900 kr.
Jólaverð:
12.900 kr.
Camry
Eldhúsvogir
CR 3151O
Vigtar allt að 5 kg
með 1 g nákvæmni.
Fullt verð: 2.900 kr.
Jólaverð:
2.300 kr.
Nóatúni 4 Sími 520 3000
www.sminor.is
*fæst
hjá:
ProfiCook
Pottasett
KTS 1051
Alls fjórir pottar,
þar af þrír með glerloki.
Fullt verð: 22.900 kr.
Jólaverð:
17.900 kr.
Nóatúni 4 Sími 520 3000
www.sminor.is
*fæst
hjá:
Nóatúni 4 Sími 520 3000
www.sminor.is
*fæst
hjá:
F R é t t I R ∙ F R é t t A b L A Ð I Ð 13m I Ð V I K U D A G U R 1 6 . D E S E m b E R 2 0 1 5