Fréttablaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 20
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Brottvísun veikra barna úr landi hefur verið í brennidepli. Í því samhengi er rétt að vekja athygli á nokkrum atriðum. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1989 hefur að geyma ákvæði sem snerta réttindi veikra barna. Ísland full- gilti samninginn árið 1992. Auk þess hefur sáttmálinn verið innleiddur í íslenskan landsrétt með lögum nr. 19 frá 2013 sem öðluðust gildi sama ár. Barnasátt- málinn er þar með íslenskur landsréttur sem stjórn- völdum ber að fylgja auk þess sem þau eru bundin af honum að alþjóðalögum. Í ákvæðum Barnasáttmálans felst viðurkenning á að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild rétt- indi, óháð réttindum fullorðinna. Sáttmálinn tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun. Hornsteinn sáttmálans – og reyndar allrar löggjafar um börn – er sú meginregla að allar ákvarð- anir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er þeim fyrir bestu. Réttindi veikra barna Í 1. mgr. 24. gr. Barnasáttmálans er kveðið á um eftir- farandi: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til að njóta besta heilsufars sem hægt er að tryggja, og aðstöðu til læknismeðferðar og endurhæfingar. Aðildarríki skulu kappkosta að tryggja að ekkert barn fari á mis við rétt sinn til að njóta slíkrar heilbrigðisþjónustu.“ Í ljósi þessa ákvæðis má velta fyrir sér hversu langt skylda Útlendingastofnunar nær til að kanna ástand heilbrigðiskerfis ríkis þegar veiku barni er vísað úr landi og hvernig læknismeðferð það fær þar nákvæm- lega. Ætla má að sú skylda sé mjög rík. Í framhaldinu má velta fyrir sér hvort það verði ekki að hafa umrætt ákvæði Barnasáttmálans í huga þegar 2. mgr. 12. gr. f. útlendingalaga er skýrð en ákvæðið kveður á um að veita megi dvalarleyfi á grundvelli mannúðar- sjónarmiða ef útlendingur getur sýnt fram á ríka þörf á vernd, t.d. af heilbrigðisástæðum. Við það mat á að taka sérstakt tillit til slíkra sjónarmiða ef um barn er að ræða og skal það sem barni er fyrir bestu haft að leiðarljósi við ákvörðunina. Veik börn Dr. Bjarni Már Magnússon lektor í alþjóðalögum við lagadeild HR Hornsteinn sáttmálans og reyndar allrar lög- gjafar um börn er sú meginregla að allar ákvarð- anir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er þeim fyrir bestu. Leikhús fáránleikans Störf Alþingis eru með farsa- kenndu móti þessi dægrin. Birgitta Jónsdóttir sakar fyrr- verandi sessunaut sinn, Jón Gunnarsson, um að vera svo mikill dóni að hún hafi jafnvel þurft áfallahjálp. Jón svaraði því til að hann kannaðist ekkert við þetta og fór fram á rannsókn á samskiptum sínum við Birgittu. Í kjölfarið steig Katrín Jakobsdóttir í pontu og lýsti yfir vonbrigð- um með Jón, hún hefði haldið að hann ætlaði að biðjast afsökunar á ummælum sínum um Björk Guðmundsdóttur. Jón hafði sagt Björk dauflega til augnanna og spurt sig hvort hún borgaði skatt hér á landi í kjölfar ummæla hennar um að ráðamenn væru „rednecks“. Birgitta steig þá í pontu og sagði að sig hefði oft ekki langað í vinnuna vegna Jóns og sagði að enginn hefði gert jafn mikið fyrir land og þjóð og Björk. Við það frussaði hæstvirtur utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, af vandlætingu. Þessu svaraði Björk svo á Facebook og sagði orðið „red- neck“ tákna þjóðflokk sem teldi sig æðri náttúrunni. Hún borgi skatta á Íslandi. Undirrituð leggur til að dósahlátur íslensku þjóðar- innar verði spilaður eftir ræður þingmanna. snaeros@frettabladid.is Upp úr sauð á Alþingi í gær. Eins og stundum vill gerast. Tilefnið var ummæli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæð-isflokksins, um Björk Guðmundsdóttur söngkonu og líkast til frægasta núlifandi Íslendinginn. Í viðtali við Sky-sjónvarpsstöðina kallaði Björk forsætis- og fjármálaráðherra sveitalubba. Jón greip tækifærið og velti því upp hvort Björk borgaði skatta á Íslandi og bætti um betur og sagði hana frekar daufa til augnanna á bak við grímuna, en Björk var með grímu á fréttamannafundi um náttúruvernd fyrir skömmu. Í kjölfarið skrifaði Birgitta Jónsdóttir Pírati á Facebook- síðu sína að Jón væri dónalegur tuddi og að hún hefði nánast þurft að leita sér áfallahjálpar eftir að hafa verið sessunautur hans á þingi. Þingmenn ræddu þetta mál síðan fram og til baka í ræðustól á þinginu í gær. Jón vildi að forsætisnefnd þingsins rannsakaði ummæli Birgittu og Birgitta útlistaði frekar hversu erfitt hefði verið að sitja hjá Jóni. Undir lokin fór umræðan að snúast um hvort utan- ríkisráðherra hefði frussað undir ræðu Birgittu. Þessi orðaskipti á þingi og hjá þingmönnum á öðrum vettvangi eru leiðigjörn. Þó þau séu langt því frá einsdæmi, og líklegast hvorki verri né betri en tíðkaðist hér á árum áður, setja þingmenn niður við þau. Jón Gunnarsson á vissulega sinn rétt á að gagnrýna þá sem gagnrýna hann og hans stjórnmálaflokk. Rétt eins og Björk á sama rétt. En Jón er kjörinn fulltrúi þjóðarinnar á Alþingi. Ummæli hans um útlit þessarar ástsælustu söng- konu landsins eru hallærisleg og ekki svaraverð. Björk hefur lengi staðið fremst í flokki baráttumanna fyrir vernd náttúru Íslands. Framlag hennar í landkynn- ingu á Íslandi er hreint út sagt ómetanlegt og þegar kemur að náttúruvernd er hún í kjörstöðu til að ná eyrum erlendra miðla sem aðrir hafa ekki tækifæri á að ná. Hún er ekki kjörinn fulltrúi og orð sín um forsvarsmenn ríkis- stjórnarinnar setur hún fram í eigin nafni. Á tímum samfélagsmiðla og undraverðs hraða umræð- unnar vill þetta oft gerast. Það sem gleymdist í umræðunni um umræðuna í gær var tilefni ummæla Bjarkar. Björk sagði minnihluta Íslendinga vilja útmá hálendið þegar hún ræddi við fréttastofu Sky um verndun hálendis Íslands, virkjunaráform og loftslagsbreytingar. Líklegast hefði það verið málstað Bjarkar frekar til framdráttar að sleppa því að kalla ráðherrana sveitalubba. Enda var það það eina sem stóð eftir og var til umræðu eftir viðtalið við hana á Sky. Því má nefnilega ekki gleyma að það er málstað virkjanasinnans og formanns atvinnuveganefndar full- komlega til framdráttar að enginn ræði efnislega um þetta baráttumál Bjarkar, það er verndun hálendisins, heldur fari að rífast um hann persónulega. Það er nefnilega hægt að virkja villt og galið á meðan rifist er um sætaskipan á þingi og hver er versti sessu- nauturinn. Umræðan um umræðuna Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Líklegast hefði það verið málstað Bjarkar frekar til fram- dráttar að sleppa því að kalla ráð- herrana sveitalubba. 1 6 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m I Ð V I K U d A G U r20 s K o Ð U n ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.