Fréttablaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 21
Svo virðist sem ríkisstjórn og Alþingi ætli að bregðast öldr-uðum algerlega á þessu ári. Við
afgreiðslu fjáraukalaga fyrir 2015 var
tillaga um kjarabætur lífeyrisþega
felld. Sýnt hefur verið fram á með
mörgum dæmum, að ekki er unnt að
lifa af lægsta lífeyri aldraðra frá TR.
Þessi lífeyrir dugar ekki fyrir fram-
færslukostnaði út mánuðinn. Lyf eða
læknishjálp mæta því afgangi. Og
stundum eru matarkaup látin sitja á
hakanum. Þetta er mjög gróft mann-
réttindabrot og stríðir gegn 76. grein
stjórnarskrárinnar. En þetta virðist
ekki skipta meirihluta Alþingis neinu
máli. Ríkisstjórnin hreyfir sig ekki í
þessu máli og ekki meirihluti Alþingis
heldur. Til þess að kóróna ranglætið
og misréttið í þjóðfélaginu gerist það
nú fyrir skömmu, að hálaunamenn,
ráðherrar, alþingismenn og emb-
ættismenn ríkisins fá mjög miklar
kjarabætur, ekki frá 1. janúar n.k. eins
og eldri borgarar og ekki frá 1. maí sl.
eins og verkafólk, nei frá 1. mars sl.!
Ráðherrar og alþingismenn hafa verið
taldir svo illa haldnir, að þeir yrðu að
fá góða summu í vasann strax! Ráð-
herrarnir fengu rúmar 900 þúsund
greiddar nú þegar! En um leið og þeir
taka við þessum upphæðum segja þeir
nei við aldraða og öryrkja!
Aldraðir fái sömu hækkun og
verkafólk og frá sama tíma
Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fyrir
Alþingi til annarrar umræðu, var ekki
að sjá í því neinar lagfæringar á kjör-
um aldraðra og öryrkja umfram þá
hungurlús, sem var boðuð í upphafi
og á ekki að taka gildi fyrr en á næsta
ári. Það er ófrávíkjanleg krafa kjara-
nefndar eldri borgara (og LEB) að eldri
borgarar fái nákvæmlega jafn mikla
hækkun á sínum lífeyri og verkafólk
fékk á sínum launum (14,5%).Og það
hefur verið ófrávíkjanleg krafa eldri
borgara, að aldraðir fengju þessa
hækkun frá sama tíma og verkafólk,
þ.e. frá 1. maí sl. Nú væri réttlætismál,
að aldraðir fengju þessa hækkun frá
1. mars eins og ráðherrar, alþingis-
menn og embættismenn. Það er meiri
þörf á að hækkun á lífeyri aldraðra og
öryrkja frá TR gildi frá 1. mars heldur
en hækkun á launum þessara hátekju-
manna.
Hækkun lífeyris ekki í samræmi
við launaþróun
Ríkisstjórnin boðaði 9,4% hækkun á
lífeyri aldraðra, sem tæki gildi næsta
ár. Þetta eru rúmar 10 þús. kr á mán-
uði eftir skatt. Þessi hungurlús er það,
sem forsætisráðherra kallar mestu
hækkun á lífeyri aldraðra og öryrkja
í sögunni! Á sama tíma hækka laun
ráðherranna um meira en 100 þús-
und krónur á mánuð og afturvirkt frá
1. mars eða um meira en 900 þúsund
kr. strax. Ríkisstjórninni er gjarnt að
tala um met. Þetta er áreiðanlega met
í ranglæti og misrétti. Á þessu ári hafa
laun margra stétta hækkað óvenju
mikið. Meðaltalshækkun á þessu ári
hefur verið í kringum 14% en einstaka
stéttir hafa hækkað um 18%, aðrar
um 25% og fiskvinnslufólk, sem er
að byrja störf, hækkar um 30%. Sam-
kvæmt lögum á lífeyrir að taka mið
af launaþróun. Það er alveg ljóst, að
það er verið að brjóta lögin með því
að ákvarða hækkun lífeyris langt fyrir
neðan hækkun launa flestra stétta.
Það er verið að níðast á öldruðum og
öryrkjum.
Verið að níðast á
öldruðum og öryrkjum
Björgvin
Guðmundsson
formaður kjara-
nefndar Félags
eldri borgara í
Reykjavík
og nágrenni
Til þess að kóróna ranglætið
og misréttið í þjóðfélaginu
gerist það nú fyrir skömmu,
að hálaunamenn, ráðherrar,
alþingismenn og embættis-
menn ríkisins fá mjög miklar
kjarabætur, ekki frá 1. janúar
n.k. eins og eldri borgarar
og ekki frá 1. maí sl. eins og
verkafólk, nei frá 1. mars sl.!
Ekki þarf mikið ímyndunarafl til að hugsa sér aðstæður þar sem tíðarandinn dregur úr hvöt
nemenda til að efla stærðfræðikunn-
áttu sína. Hver myndu þykja eðlileg
viðbrögð menntayfirvalda við slíkri
stöðu? Tæplega þau að draga úr stærð-
fræðikennslu í framhaldsskólum,
eða hvað? Andstæð viðbrögð virtust
frekar viðeigandi: að gefa enn meira í
til að sporna við afturförinni.
Sambærileg staða er nú komin
upp í tilviki erlendra tungumála, að
ensku undanskilinni. Sú var tíðin að
íslenskir stúdentar höfðu allflestir
býsna gott vald á nokkrum erlendum
tungumálum. Ekki einungis gátu þeir
haft merkingarbær samskipti á þess-
um málum heldur var eðlilegt að gera
þá kröfu til íslenskra háskólanema að
þeir leituðu heimilda í ritum á dönsku
eða öðrum Norðurlandamálum,
ensku og jafnvel þýsku eða frönsku.
Greiður aðgangur þeirra að ýmsum
ólíkum málsvæðum gerði þeim kleift
að nálgast sjónarmið sem oft voru
ólík, sýndu fram á ólíkan hugsunar-
hátt þjóða og stuðluðu að aukinni
fjölhyggju í íslensku samfélagi.
Enskan hefur nú tekið við sem
nánast eina erlenda tungumál ungra
Íslendinga. Ísland er hér ekkert eins-
dæmi; enskan er löngu orðin að
helsta heimsmáli samtímans. En það
er áhyggjuefni fyrir íslenska menn-
ingarþróun, sköpunargáfu og víðsýni
að öðrum tungumálum hafi fyrir vikið
verið ýtt út á jaðarinn. Vissulega hefur
eitthvað áunnist fyrir vikið. Ungir
Íslendingar hafa í dag betra vald á
talaðri ensku en gilti um fyrri kyn-
slóðir, þótt ýmislegt bendi raunar til
útbreidds ofmats á eigin enskukunn-
áttu. Hins vegar er nú fátítt meðal
ungmenna að þau séu mælt eða geti
lesið á öðru erlendu tungumáli en
ensku. Á tíu ára ferli sem háskóla-
kennari man ég einungis eftir örfáum
dæmum þess að íslenskur háskóla-
nemi hafi nýtt sér heimild á öðru máli
en íslensku eða ensku. Ég hef stundum
bent nemendum á prýðilegar heim-
ildir á dönsku án þess að ábendingum
mínum hafi nokkru sinni verið fylgt
eftir.
Veruleg skerðing
Stytting framhaldsskólanna hefur
meðal annars í för með sér verulega
skerðingu á námi og þjálfun fram-
haldsskólanema í erlendum tungu-
málum. Skerðingin er raunalegur
vitnisburður um metnaðar- og stefnu-
leysi í menntamálum á Íslandi. Styrk-
ing enskunnar og veiking annarra
mála í alþjóðavæðingu samtímans
hefði frekar virst tilefni til að gera
öðrum tungumálum betri skil í þjálf-
un ungmenna okkar. Öflugt mennta-
kerfi á einmitt að sporna við því þegar
tíðarandinn grefur undan þekkingu
og kunnáttu á tilteknum sviðum en
ekki að hjálpa til gagnrýnislaust við
moksturinn.
Enginn efast um mikilvægi góðrar
enskukunnáttu fyrir skilvirk sam-
skipti í veröld samtímans. En sam-
skipti í alþjóðavæddum heimi snúast
ekki einungis um að efla skilvirkni,
heldur jafnframt gagnkvæman menn-
ingarlegan skilning og opnun hugans
fyrir þeim ólíku og einstöku víddum
sem hver og ein menning hefur upp
á að bjóða. Slíkt kemst aðeins tak-
markað til skila fyrir tilstilli tungu-
máls sem ekki tilheyrir þeirri menn-
ingu. Einungis þekking og kunnátta
í tungumáli tiltekins samfélags veitir
beinan aðgang að menningu þess. Að
öðrum kosti er einungis klórað á yfir-
borðinu.
Hætta á einsleitni
Smæð íslensku þjóðarinnar er svo
enn veigameiri ástæða til að efla flóru
þeirra tungumála sem hér eru kennd.
Styrkur Háskóla Íslands hefur til
dæmis ekki síst falist í því að starfsfólk
skólans hefur menntað sig í háskólum
víða um heim, jafnt vestan hafs sem
á meginlandi Evrópu, á Norðurlönd-
unum og víðar um heim. Þessi fjöl-
breytni stuðlar að sköpunarkrafti sem
gert hefur Háskóla Íslands glettilega
góðan þrátt fyrir alvarlega og við-
varandi undirfjármögnun íslenskra
menntayfirvalda. Með því að draga úr
umfangi erlendra tungumála dregur
úr líkum þess að ungir Íslendingar
haldi í nám á öðrum en enskumæl-
andi málsvæðum. Hætta er á að það
leiði til nokkurrar einsleitni í íslensku
vísinda- og fræðasamfélagi.
Um þessar mundir er verið að reisa
byggingu Alþjóðlegrar tungumála-
miðstöðvar Stofnunar Vigdísar Finn-
bogadóttur við Suðurgötu og er áætl-
að að henni verði lokið að ári. Vigdís
forseti er sendiherra tungumála hjá
Menningarmálastofnun Sameinuðu
Þjóðanna, UNESCO, enda hefur hún
vakið athygli víða um heim fyrir
baráttu sína fyrir vexti og viðgangi
tungumála og menninga mannkyns.
Alþjóðlega tungumálamiðstöðin,
sem einnig starfar undir formerkjum
UNESCO, mun laða til sín fræðafólk,
stjórnendur og jafnvel ferðamenn úr
ýmsum áttum. Það er kaldranalegt að
hugsa til þess að um leið og glæsilegri
og einstakri miðstöð fyrir rannsóknir
á tungumála- og menningaflóru ver-
aldar er komið á fót á Íslandi stefna
yfirvöld beinlínis að því að draga úr
getu framtíðarkynslóða á Íslandi til
að túlka og skilja heiminn á ólíkum
menningarlegum forsendum.
Náðarhögg erlendra tungu-
mála í íslensku menntakerfi
Geir Sigurðsson
forseti deildar
erlendra tungu-
mála, bókmennta
og málvísinda á
Hugvísindasviði
Háskóla Íslands
Með því að draga úr um-
fangi erlendra tungumála
dregur úr líkum þess að
ungir Íslendingar haldi í nám
á öðrum en enskumælandi
málsvæðum.
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
Dormaverð aðeins 8.990 kr.
Sængurföt frá MistralHome
100% bómullarsatín
tveir litir. 300 tc.
Jólatilboð 20.900 kr.
O&D dúnsæng
· 90% dúnn
· 10% smáfiður
Fullt verð: 25.900 kr.
Afgreiðslutími
Mán. til fös. frá kl. 10–18
Laugardaga frá kl. 11–16
www.dorma.is
Holtagörðum
512 6800
Dalsbraut 1, Akureyri
558 1100
Aðeins 19.900 kr.
TVENNUTILBOÐ
dúnsæng + koddi
O&D dúnsæng – Stóri björn
· 50% dúnn og 50% smáfiður
Fullt verð: 19.900 kr.
+ Dúnkoddi – Stóri björn
Fullt verð: 5.900 kr.
Fullt verð samtals:
25.800 kr.
JÓLA-
TILBOÐ
verð
Frábært
og gæði
Hafðu það notalegt um jólin!
Mikið úrval af vönduðum
bómullarsængurfötum frá
Nordicform á frábæru
Dormaverði.
Dormaverð aðeins 11.990 kr.
SENDING
NÝ
turiform
s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 21M i ð V i k u D A G u R 1 6 . D e s e M B e R 2 0 1 5