Fréttablaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 44
Íslenska húsnæðislánakerfið er einstakt í heiminum þar sem meiri- hluti allra húsnæðislána er tengdur við verðbólguna. Kerfið er ekki sér- lega vel liðið á Íslandi, en engu að síður hallast hagfræðingar að því að kerfið hafi sína kosti – sérstaklega að verðbólgan muni ekki, fræðilega séð, skekkja ákvarðanir heimilanna um það hve mikið skal spara og fá lánað. En kreppan 2008 sýndi greinilega að það voru meiriháttar vandamál tengd þessu kerfi. Kjarni vanda- málsins er í raun sá að kerfið er mjög viðkvæmt fyrir því af hverju verðbólgan fer upp eða niður. Ef verðbólga eykst óvænt vegna jákvæðs eftirspurnarhnykks í hag- kerfinu þá er ekkert meiriháttar vandamál á ferðinni. Ímyndið ykkur til dæmis að létt sé á peninga- málastefnunni svo að verðbólga aukist – það myndi sjálfkrafa leiða til þess að húsnæðisskuldir myndu hækka, en þar sem létt hefði verið á peningamálastefnunni myndi atvinna sennilega aukast og launa- skrið yrði hraðara og fasteigna- verð myndi mjög sennilega einnig hækka. Svo, já, verðbólga af völdum aukinnar eftirspurnar myndi sjálf- krafa valda hækkun húsnæðis- skulda, en þar sem laun og fast- eignaverð hefðu einnig hækkað myndi það að öllum líkindum ekki valda neinum greiðsluerfiðleikum hjá heimilunum. Ímyndið ykkur nú að íslenska hagkerfið verði fyrir framboðs- hnykk. Það er til dæmis hækkun á verði á aðföngum (til dæmis olíuverði) eða minnkun á fram- leiðni. Þetta er auðvitað það sem við sáum 2008. Fall krónunnar olli skarpri verðbólguhækkun, en á sama tíma hrundi eftirspurnin. Afleiðing þessa var að húsnæðis- skuldir hækkuðu vegna aukinnar verðbólgu, en um leið hrundi fast- eignaverð og það hægði á launa- hækkunum. Þetta var auðvitað einn helsti þátturinn sem stuðlaði að því að þúsundir heimila lentu í greiðsluþroti. Tengið húsnæðisskuldir við launavísitölu Helst vildum við halda góðum eiginleikum kerfisins – að það sé „hlutlaust“ þegar hagkerfið verður fyrir eftirspurnarhnykk, en einn- ig að tryggja einhvern veginn að framboðshnykkir valdi ekki upp- sveiflum og hruni. Aðferð til að gera þetta er að tengja húsnæðisskuldir við þróun nafnlauna – sem staðgengils fyrir tekjur heimilanna. Við jákvæðan eftirspurnar- hnykk yrðu kerfin tvö nánast eins. Til dæmis myndi slökun á pen- ingamálastefnu valda því að bæði verðbólga og laun myndu hækka (og sömuleiðis húsnæðisskuldir). Hins vegar, ef hagkerfið yrði fyrir neikvæðum framboðshnykk, yrði sagan allt öðruvísi. Tökum aftur 2008 sem dæmi. Hnykkurinn olli því að atvinnuleysi rauk upp og verulega hægði á launahækkunum. Ef húsnæðisskuldir hefðu verið tengdar við laun þegar kreppan skall á hefði það valdið „sjálfvirkri“ lækkun húsnæðisskulda, sem hefði gert mikið til að vega upp á móti neikvæðum áhrifum lægri tekna og fallandi fasteignaverðs, og afleiðingin hefði sennilega orðið sú að mun færri heimili hefðu orðið gjaldþrota. Og ef húsnæðisskuldir hefðu verið tengdar launum í stað verð- bólgu fyrir kreppuna þá hefði uppsveiflan sennilega orðið mun minni. Ef horfið væri frá kerfi verð- tryggðra húsnæðislána og kerfi tekjutengdra (eða nafnlauna- tengdra) húsnæðislána tekið upp í staðinn gæti það því hjálpað til við að draga úr hættunni sem stafar af uppsveiflum og hruni í íslenska hagkerfinu og minnka áhættuna af bankakreppum framtíðarinnar. Tengið húsnæðislán við laun frekar en verðbólgu Þingmenn beittu táragasi í þingsal Þingmenn stjórnarandstöðunnar köstuðu táragassprengju á þinginu í Pristina í Kósóvó á mánudag. Athæfið var nýjasta aðgerðin í langvinnum mótmælum vegna samninga sem stjórnvöld í Kósóvó hafa gert við Serba. fréTTAblAðið/AfP Lars Christensen alþjóðahagfræðingur Þá tókst mér að ferðast til átta landa í leiðinni. Það var tiltölulega auðvelt að finna flug og þá kviknaði mikill áhugi á ferðamennsku. Rúmum sjö árum eftir að fjármagns- höft voru sett á eru teikn á lofti um að á þeim verði verulega slakað á næsta ári eða þeim jafnvel aflétt að fullu. Við það opnast á ný tækifæri fyrir spari- fjáreigendur til að dreifa sparnaði sínum erlendis. Það ætti að vera mikið hagsmunamál fyrir almenning enda hafa innlend hlutabréf mikla fylgni sín á milli og þá sérstaklega þegar inn- lend efnahagsleg áföll eiga sér stað, en með því að fjárfesta erlendis að hluta minnkar kerfisáhætta hlutabréfa- safnsins verulega. Árið 2015 hefur verið viðburðaríkt á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Helstu drifkraftar ársins hafa verið peningastefna seðlabanka í heim- inum, miklar lækkanir á olíuverði, styrking Bandaríkjadals gagnvart flest- um myntum og áhyggjur af Grikklandi og Kína. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur gefið til kynna að stutt sé í fyrstu vaxtahækkun þar síðan árið 2006 en á sama tíma hefur evrópski seðla- bankinn verið að lækka vexti og hóf í mars á þessu ári að kaupa skuldabréf á evrusvæðinu fyrir 60 milljarða evra í hverjum mánuði með það að mark- miði að ýta undir lánveitingar og örva hagvöxt. Ástæða þessara andstæðu aðgerða er að hagkerfi Evrópu hefur verið tregt til að sýna merki um bata í samanburði við Bandaríkin. Erfitt er að spá með vissu um hvar tækifæri næsta árs liggja. Flestir sér- fræðingar virðast sammála um að evrópsk hlutabréf muni skila betri ávöxtun en bandarísk. Þessi skoðun er rökstudd með nokkrum atriðum. Evrópska hagkerfið virðist vera á upp- hafsstigum uppsveiflu en Bandaríkin eru lengra komin í sinni hagsveiflu. Auk þess er Seðlabanki Bandaríkjanna við það að hefja vaxtahækkunarferli sitt á meðan evrópski seðlabankinn mun að öllum líkindum halda vöxtum lágum og halda áfram uppkaupum á evrópskum skuldabréfum. Verðlagn- ing er einnig hagstæðari í Evrópu, en skýringin á því er sú að væntingar um vöxt í hagnaði eru hærri fyrir evrópsk fyrirtæki en bandarísk. Helstu óvissuþættir næsta árs eru tengdir peningastefnu seðlabanka beggja vegna Atlantshafsins og lakari hagvaxtarhorfum í Kína. Þá þurfa íslenskir fjárfestar að hafa gjald- eyrishreyfingar sérstaklega í huga þar sem töluverðar sveiflur geta orðið á íslensku krónunni gagnvart öðrum myntum ef fjármagnshöftum verður aflétt. Horfur á erlendum hlutabréfa- mörkuðum Flestir sérfræðingar virðast sammála um að evrópsk hlutabréf muni skila betri ávöxtun en bandarísk. Markaðir Jóhann Gísli Jóhannesson sjóðsstjóri hjá GAMMA Nú er sá skemmtilegi árstími fram undan þegar margir fara að huga að skemmtilegum áramótaheitum. Hér koma spurningar sem þú getur snúið upp í frábær áramótaheit. Myndi ég ráða mig í starfið mitt, byggt á þeirri frammistöðu sem ég hef verið að sýna? Sama hvort þú ert fyrirtækiseig- andi, stjórnandi eða almennur starfsmaður þá skiptir frammi- staða þín í starfi miklu máli. Leggðu meira upp úr skilvirkni og því að ná árangri en bara því að vera mjög upptekinn eða vinna sem lengsta vinnudaga. Virði og framleiðni skiptir miklu máli. Ert þú að skapa virði með verkefnum þínum eða er kominn tími á að endur- skoða verkefni og vinnubrögð? Sýndu ávallt frammistöðu sem myndi tryggja þér starfið þitt væri það laust til umsóknar. Tel ég að ég sé orðinn betri starfs- maður en fyrir ári? Tímarnir breytast hratt og allt er í mikilli þróun. Hversu vel fylgist þú með nýjustu rannsóknum, tækniþróun og vinnu- brögðum í þínu fagi? Fórstu á ein- hverja ráðstefnu eða námskeið? Nýttir þú þér markþjálfun? Hvað last þú margar greinar eða bækur á árinu sem tengjast þínu fagi? Þú þarft að hugsa um eigin þróun. Ef þú ert ekki að þróa þig áfram og með umhverfinu sem þú starfar í þá ert þú að dragast aftur úr. Er ég vinnufélaginn sem fær alla til að gleðjast þegar ég mæti – eða þegar ég mæti ekki? Eitt er að ná góðum árangri í starfi sínu en það hvernig vinnufélagi við erum skiptir líka mjög miklu máli, alveg sama hvaða stöðu við gegnum. Þegar stjórnendur meta sitt starfs- fólk þá horfa þeir ekki síður til þess hvað hver og einn einstaklingur er að gera til að efla heildina. Ert þú tilbú- inn til að aðstoða samstarfsfólk þitt? Ert þú með jákvæð viðhorf og lausna- miðaða hugsun? Deilir þú þekkingu og upplýsingum með samstarfsfólki þínu? Sýnir þú samstarfsfólki þínu áhuga og umhyggju? Flest verjum við um það bil 50% af vökutíma okkar á hverjum sólarhring í vinnunni og jafnvel meiri tíma með vinnufélögum en fjölskyldu. Veldu viðhorf þín vel. Veldu að vera góður vinnufélagi. Góðar spurningar – fyrir frábær áramótaheit Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri Hin hliðin 1 6 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m I Ð V I K U d A G U r10 Markaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.