Fréttablaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 66
Þessir tónleikar hafa alltaf verið að stækka og eru orðnir að hefð. spiluð verða Árs- tíðarlög í bland við jóla- lög og hÁtíðarlög. Daníel Auðunsson, meðlimur Árstíða TónlisT Helgi Björns, Veröldin er ný sena, 2015 HHHHH Fólk hefur líklega rekið upp stór augu þegar það smakkaði melónur og ítalska hráskinku í fyrsta sinn. Enn flippaðri samsetning væri til dæmis piparkökur og gráðaostur. Hvaða manneskju dettur svona í hug? En viti menn/konur… þetta virkar! Veröldin er ný er afrakstur ólík- legs samstarfs. Samstarfs þar sem Helgi Björns henti sér í Yatzy-glas með gömlum kórfélögum úr MH, þeim Guðmundi Óskari Guð- mundssyni og Atla Bollasyni, og viti menn/konur… þetta virkar! Helgi er auðvitað ekki algerlega ókunnugur því að taka sénsa og prófa eitthvað nýtt. Á plötunni er ekki verið að finna upp hjólið, en engu að síður upplifir hlustandi Helga á nýjum stað í lífinu. Fjöl- margar og bráðskemmtilegar bransasögur af þessari lifandi goðsögn skemmtanabransans gefa vísbendingar um mikinn lífsnautna- og ævintýramann sem staldrar við í þetta sinn, horfir í kringum sig og tekur sér tíma til að íhuga hvað skiptir mestu máli. Þessi fyrstu hugrenningatengsl við mat eru auðskiljan- leg. Hér er nostrað við hvern hljóm, við hvert orð, við hvert augna- blik - þetta er slow- food matargerð með frábærum hráefnum þar sem öllu skiptir flýta sér hægt, að njóta vel og njóta lengi. Lögin á plötunni hafa fengið talsverða spilun á liðnu ári, þá sérstaklega smellirnir „Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker“ og „Lapis Lazuli“ en fleiri lög eiga möguleika á að gera það gott. Þá sérstak- lega „Þegar flóðið fellur að“ og „Kókos og engifer“. Bestu kaflar plötunnar einkennast af Bacharach-legum laga- smíðum og draumkenndum textum þar sem hugsanir leita til þægilegs andvara Miðjarðarhafsins, með lapp- irnar þó kyrfilega fastar í hlauppoka skandinavísks realisma. Björn Teitsson niðursTaða: Hér er nostrað við hvern einasta hljóm og hvert einasta orð. Platan sem stelur senunni í ár. nostrað við hvert augnablik H ljómsveitin Árstíðir er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýja plötu sem mun bera titilinn Verloren Verleden, en hana vinn- ur sveitin með hollensku þunga- rokkssöngkonunni Anneke van Giersbergen. Hún var söngkona hollensku rokkhljómsveitarinnar The Gathering og hefur einnig unnið með kanadíska tónlistar- manninum Devin Towns end og hljómsveitunum Within Tempt- ation og Anathema svo nokkur nöfn séu nefnd. „Hún er mjög þekkt í þungarokkssenunni en mun syngja klassík með okkur. Við kynntumst henni á tónleika- ferðalagi fyrir um tveimur árum með rokkhljómsveitinni Pain of Salvation. Hún er frábær söng- kona og það má segja að hún sé að fara út fyrir þægindaramma sinn á plötunni okkar en gerir það mjög vel,“ segir Daníel Auðuns- son, einn meðlima Árstíða. Á nýju plötunni er að finna klassísk verk eftir tónskáld á borð við Johann Sebastian Bach, Edvard Grieg, Henry Purcell o.fl. sem Árs- tíðir hafa endurútsett. „Mér hefur verið bent á að sum af þessum lögum tilheyri barokktímabilinu svo ég vona að það fari ekki fyrir hjartað á neinum að við tölum um klassíska plötu í svona daglegu máli,“ en sveitin stefnir á útgáfu í febrúar. „Við vonum að það gangi eftir,“ bætir Daníel við en sveitin gaf síðast út plötu í mars sem nefn- ist Hvel. Árstíðir hefur undanfarin ár verið iðin við tónleikahald og þá sérstaklega á erlendri grundu en sveitin vill fara að gera meira hér heima. „Þetta er búið að vera mjög hátíðartónleikar Árstíða í áttunda sinn Hljómsveitin Árstíðir leggur lokahönd á nýja plötu með hollenskri rokksöngkonu og skipuleggur hátíðartónleika í Fríkirkjunni Hljómsveitin Árstíðir hefur ferðast mikið undanfarin ár en vill gera meira á Íslandi á næstunni. Mynd/STefanie Oepen viðburðaríkt ár hjá okkur og höfum við farið víða. Við túruðum meðal annars um Bandaríkin í sumar í sex vikur. Annars eru Síbería og Svalbarði ystu staðirnir sem við höfum heimsótt. Við höfum mikið verið í Austur- og Vestur-Evr- ópu og Rússlandi og okkur langar að fara að gera meira hérna heima. Fólk heldur oft að maður lifi ein- hverju rokkstjörnulífi á þessum tónleika- ferðalögum; að þegar maður fer út þá sé maður á flottum h ó t e l u m m e ð brjáluðum eftir- partíum eftir tón- leika en ég get nú ekki sagt að það sé alltaf þannig. Vonandi er ég ekki að eyðileggja dagdraumana hjá einhverjum með því að ljóstra þessu upp,“ segir Daníel og bætir við að tónleika- ferðir erlendis taki mjög á. „Maður getur til dæmis ekki verið í neinni fastri vinnu með þessu og maður getur aldrei gert plön. Ég kvarta nú samt ekki, því maður væri í þessu nema ástríða væri til staðar. Nú höfum við verið á ferðalagi af og til í fimm ár og meðlimir geta sjaldan planað eitthvað þar sem bandið er alltaf í fyrsta sæti svo við stefnum á að taka okkur frí í sumar.“ Í tilefni af útgáfu nýju plötunnar mun sveitin fara til Hollands í einn mánuð, kemur svo heim í tvær vikur og fer svo í heilan mánuð til í Sviss, Austurríkis og Þýskalands. „Annars erum við ekkert búnir að plana meira á næsta ári.“ Þessa dagana er hljómsveitin á fullu að undirbúa hátíðartónleika sína sem fara fram á Þorláksmessu í Fríkirkjunni en þeir hafa verið haldnir árlega síðan 2008. „Þessir tónleikar hafa alltaf verið að stækka og eru orðnir að hefð. Spiluð verða Árstíðarlög í bland við jólalög og hátíðarlög. Tónleikarnir eru þeir áttundu í röðinni en við höfum yfir- leitt fengið óperusöngkonu með okkur og ætlum að gera það í ár. Einnig ætlum við að hafa strengja- kvartett með okkur í þetta skiptið en það hentar okkar hljómi einstaklega vel,“ segir Daníel. Óperusöngkonan Hrafnhildur Árnadóttir verður með sveitinni á tónleikunum, sem verða tvennir og hefjast þeir klukkan 16.00 og 21.00. Miðasala fer fram á tix.is. gunnarleo@frettabladid.is 1 6 . d e s e m B e r 2 0 1 5 m i ð V i K u d a G u r46 l í f i ð ∙ f r É T T a B l a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.