Fréttablaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 26
Handbolti Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla í öxl sem hann varð fyrir í leik liðs síns, Berg- ischer í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Hann segist þó vongóður um að vera kominn aftur á fullt strax eftir jól. Arnór Þór hefur spilað á síðustu tveimur heimsmeistarakeppnum og var kallaður inn í íslenska lands- liðið fyrir milliriðlakeppnina á EM í Danmörku í fyrra. Hann stefnir enn að því að vera í hópnum sem heldur á Evrópumeistaramótið í Póllandi í næsta mánuði. „Ég fékk slink á öxlina og það komu í ljós skemmdir á sin, auk þess sem það blæddi inn á hana,“ sagði Arnór en hann meiddist í leik Bergischer gegn Gummersbach. Hann hefur verið með öxlina í fatla og verður áfram næstu vikuna. „Svo má ég aðeins byrja að hreyfa öxlina og sjá hvernig það kemur út. Læknirinn gerir ráð fyrir því að eftir það verði ég um tvær vikur að ná fyrri styrk og að bataferlið taki alls fjórar vikur.“ Vill ná stórleiknum gegn Kiel Bergischer leikur gegn Þýskalands- meisturum Kiel í hinni stórglæsi- legu Kölnarena, þar sem úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu fer fram ár hvert, þann 27. desember. Þá verða rúmar þrjár vikur liðnar frá því að Arnór meiddist. „Ég stefni á að ná þeim leik. Það er markmiðið mitt eins og er,“ segir Arnór sem viðurkennir að það hafi farið um hann þegar hann sá að meiðslin voru ekki smávægileg. „Auðvitað var ég smeykur um að þetta gæti teygt sig inn í janúar,“ segir Arnór en EM í Póllandi hefst 15. janúar. „Ég lét Aron [Kristjáns- son landsliðsþjálfara] strax vita af meiðslunum en ég stefni óhikað að því að hefja æfingar með lands- liðinu þegar það kemur saman 2. janúar. Ég bind miklar vonir við það.“ Hann segir að endurhæfingin gangi ágætlega en hann mun láta reyna meira á öxlina á mánudag. „Þangað til hef ég gert það sem ég má gera og haldið mér þannig í fínu standi,“ segir hornamaðurinn sem hefur aldrei áður glímt við meiðsli í öxl fyrr en nú. Mikilvægur bikarleikur í kvöld Bergischer vann um helgina dramatískan sigur á Lemgo, 31-30, þar sem sigur- markið var skorað á lokasekúndu leiksins, aðeins örfáum sekúndum eftir að Lemgo hafði jafnað metin. Það var fyrsti sigur Bergischer síðan um miðjan september en liðið er aðeins einu stigi frá fallsæti. „Þetta var erfitt um tíma enda töpuðum við alls ellefu leikjum í röð. Stemningin var því eðlilega ekki góð en það lyftist brúnin á öllum eftir sigurinn um helgina. Á morgun [í dag] er svo mikilvægur leikur við [B-deildarlið] Minden um sæti í Final Four í bikarnum. Það væri gríðarlega mikil lyftistöng fyrir okkur að komast þangað,“ segir Arnór sem hefur spilað með Bergischer síðan 2012 og í Þýska- landi síðan 2010. eirikur@frettabladid.is Óttaðist í smástund um EM Arnór Þór Gunnarsson meiddist nýverið á öxl og gæti verið frá keppni fram yfir áramót. Hann vonast þó til að snúa fyrr til baka en það og stefnir óhikað að því að vera í landsliðshópnum sem fer á EM í Póllandi. FH stöðvaði sigurgöngu Hauka Svífandi Benedikt Reynir Kristinsson, hornamaður FH, skorar hér eitt níu marka sinna í sigrinum á Haukum í Kaplakrika. Þetta var fyrsti sigur FH á Haukum í fimm leikjum og hann tryggir að FH-ingar verða ekki í fallsæti þegar deildin fer í frí í janúar. fréttablaðið/ernir Varaði þá við Íslandi Arnór Þór Gunnarsson fylgdist vitanlega vel með þegar dregið var í riðla fyrir EM í fótbolta enda Aron Einar, bróðir hans, fyrirliði landsliðsins. Ísland lenti þá í riðli með Portúgal, Austurríki og Ung- verjalandi. „Ég fylgdist með lýsingunni á Vísi. Það eru þrír Austurríkismenn með mér í liði hér úti og einn Ung- verji og þeir voru ánægðir með að vera með Íslandi í riðli. Ég sagði þeim að gæta orða sinna og að það yrði ekki auðvelt að spila við okkur,“ segir Arnór Þór. Fjölskylda þeirra bræðra mun eins og svo margir aðrir Íslending- ar halda til Frakklands í sumar og fylgja strákunum eftir. Líklegt er að Arnór verði sjálfur upptekinn með handboltalandsliðinu þegar Ísland mætir Portúgal í Saint-Etienne þann 14. júní en hann stefnir á að ná hinum tveimur leikjum Íslands í riðlinum. landsliðsbræðurnir aron einar og arnór Þór Gunnarssynir. olís-deild karla fH Haukar 28-27 Markahæstir: Benedikt Reynir Kristins- son 9, Einar Rafn Eiðsson 7/1 - Janus Daði Smárason 8, Tjörvi Þorgeirsson 7. FH batt enda á níu leikja sigur- göngu Hauka með eins marks sigri í dramatískum leik í Kaplakrika. Ágúst Elí Björgvinsson tryggði FH- ingum stigin tvö með því að verja lokaskot Hauka. Nýjast ÓlaFuR ReKinn Gærdagurinn var ekki góður fyrir ís- lenska þjálfara erlendis en Ólafur H. Kristjánsson var látinn taka pokann sinn hjá danska fótboltaliðinu Nord- sjælland. Eigendaskipti urðu hjá félaginu og nýju eigendurnir ákváðu að ráða Kasper Hjulmand aftur til starfa en Ólafur tók við stjórastarfinu af honum í fyrra. Nordsjælland endaði í 6. sæti dönsku deildarinnar á síðasta tímabili en í ár hefur ekki gengið jafn vel. Nordsjæl- land hefur tapað síð- ustu þremur leikjum sínum og Ólafur skilur við liðið í 8. sæti deildarinnar. Þrír Íslendingar eru á mála hjá Nord- sjælland; Guðmundur Þórarins- son, Adam Örn Arnarson og Rúnar Alex Rúnarsson. GeiR látinn taKa poKann Sinn Geir Sveinssyni var í gær sagt upp störf- um hjá þýska handboltaliðinu Magdeburg. Geir tók við liðinu sumarið 2014 og undir hans stjórn náði Magde burg frábærum árangri á síðasta tímabili. Liðið endaði í 4. sæti þýsku deildarinnar og komst í bikarúrslit þar sem það tapaði fyrir Flensburg. Í kjölfarið fékk Geir nýjan samning til ársins 2017. Magdeburg hefur ekki náð að fylgja árangrinum í fyrra eftir en liðið situr nú í 11. sæti þýsku deildarinnar. Magdeburg tapaði með átta marka mun, 24-32, fyrir Göppingen á laugardaginn í síðasta leiknum undir stjórn Geirs. Í dag 19.45 Hull - reading Sport 2 19.15 Snæfell - Grindavík Sport 19.30 Ír - Grótta Austurberg GuNNAR FÉKK 10 MiLLjÓNiR Gunnar Nelson fékk 75.000 dali, eða 9,7 milljónir króna, fyrir tapið gegn Demian Maia í uFC 194-bar- dagakvöldinu á laugardaginn. Gunnar tapaði bardaganum nokkuð sannfærandi á stigum en Maia fékk í heildina 20,1 milljón króna í verðlauna fyrir að vinna Gunnar. Hefði íslenski bardaga- kappinn hrósað sigri hefði hann fengið 19,4 milljónir króna í sinn hlut, eða 150.000 dali. efst Haukar 30 Valur 26 Fram 21 ÍBV 17 Akureyri 16 neðst Afturelding 15 Grótta 14 FH 14 ÍR 11 Víkingur 6 1 6 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m i Ð V i K U d a G U r26 s p o r t ∙ F r É t t a b l a Ð i Ð sport
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.