Fréttablaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 30
Talið er nokkuð öruggt að Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkj­ anna, muni hækka stýrivexti í dag. Þetta mun vera fyrsta stýrivaxta­ hækkunin í níu ár. Fjárfestar hafa spáð í það allt árið 2015  hvort komið sé að hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum, en þeir hafa haldist óbreyttir milli 0 og 0,25 prósent frá því í desember árið 2008. Vextir hafa hins vegar ekki verið  hækkaðir  síðan í júní 2006. Vegna bættra efnahagsskilyrða í Bandaríkjunum er talið líklegt að Yellen muni hækka  þá í dag upp í 0,25 til 0,5 prósent. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hag­ fræðingur hjá Seðlabankanum, telur að allar líkur séu á að vextir hækki núna. „Það er búið að bíða í mikilli eftirvæntingu eftir þessum atburð­ um. Ég held að flestir meti það svo að bandarískt efnahagslíf standi nægi­ lega vel til að þola hækkun vaxta. Enda hafa vextir ekki verið svona lágir svona lengi áður,“ segir Tjörvi. Tjörvi telur að áhrifin geti orðið umtalsverð, sérstaklega  ef vextir hækka í Bandaríkjunum en hald­ ast óbreyttir í Evrópu.  „Það getur haft áhrif, sérstaklega á þessi lönd í kringum nýmarkaðsríki sem hafa verið að taka verulega mikið af lánum í Bandaríkjadal.“ Gengi dollara hefur verið að styrkjast gagnvart vel flestum gjald­ miðlum í heiminum undanfarin misseri. Tjörvi telur að gengið komi til með að halda áfram að styrkjast með stýrivaxtahækkun. „Eftir því sem vextir í Bandaríkjunum fara hækkandi og meðan þeir haldast óbreyttir á evrusvæðinu þá er lík­ legra að gengi dollarsins muni þá frekar styrkjast gagnvart evru en hitt, þó erfitt sé að spá um gengi gjaldmiðla. Þessi þróun er að mörgu leyti ágæt fyrir sum þessara ríkja af því að útflutningur þeirra til Banda­ ríkjanna mun líklega aukast.“ Greiðslubyrði nýmarkaðsríkja, sem hafa frá árinu 2008 tekið lán og gefið út skuldabréf í Bandaríkja­ dölum fyrir 3.300 milljarða Banda­ ríkjadali, kemur hins vegar til með að hækka.  „Menn hafa  áhyggjur af því að nú séu fyrirtæki víða um heim búin að ganga aðeins of hratt um gleðinnar dyr á undanförnum árum í því að skuldsetja sig. Það gæti reynst sumum þeirra þungt og jafnvel ofviða að standa skil á greiðslum,“ segir Tjörvi. „Menn hafa líka sérstaklega áhyggjur af því að mörg þessara fyrirtækja eru í orkugeiranum, þar sem vöru­ verðið hefur verið að lækka gríðar­ lega, þannig að þau eru að fá það áfall á sig í leiðinni. Það er kannski stærsta spurningarmerkið hvernig þau muni standa af sér þetta umrót sem verður núna bæði á vöxtum og gengi gjaldmiðla og öðru.“ Afdrifarík stýrivaxtaákvörðun hjá seðlabanka Bandaríkjanna í dag Því er spáð að seðlabanki Bandaríkjanna muni hækka stýrivexti upp í 0,25 til 0,5 prósent í dag. Þetta yrði fyrsta stýrivaxtahækkunin í níu ár. Dollarinn gæti styrkst í kjölfarið og greiðslubyrði nýmarkaðsríkja þyngst. Greiðslurnar gætu orðið sumum ríkjum ofviða. Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynnir um ákvörðun sína í dag. FréttaBlaðið/EPa Það er búið að bíða í mikilli eftirvæntingu eftir þessum atburðum. Ég held að flestir meti það svo að bandarískt efnahagslíf standi nægilega vel til að þola hækkun vaxta. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands Reikningsár 2010 2011 2012 2013 2014 Fjöldi ársreikninga skilað 23.730 24.199 25.625 27.166 28.052 Fjöldi félaga í skilaskyldu 32.910 33.081 32.846 33.646 34.596 Heildarskil 72,10% 73,20% 78,00% 80,70% 81,10% ✿ Skil á ársreikningum til ársreikningaskrár Sæunn Gísladóttir saeunn@frettabladid.is Ríkisskattstjóri hefur gefið þeim hlutafélögum sem ekki hafa skilað ársreikningi frest til að gera það fram til 7. janúar. Fylgi þau ekki fyrirmælunum gætu þau átt von á sektum sem numið geta allt að hálfri milljón króna. Embættið sendi bréf þess efnis á þau 4.932 hlutafélög sem ekki höfðu skilað ársreikningi þann 7. desem­ ber. Lögbundinn frestur hlutafélaga til að skila ársreikningi fyrir síðasta ár rann út þann 1. ágúst. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskatt­ stjóri segir skilin hafa farið batnandi síðustu ár. Tölurnar tala líka sínu máli þar. Sé litið nokkur ár aftur í tímann sést að 81,1 prósent skila­ skyldra félaga höfðu skilað ársreikn­ ingi þann 13. desember miðað við 80,7 prósent á sama degi fyrir ári og 72,1 prósent á sama degi árið 2010. Skúli segir lögbundin skil árs­ reikninga vera tilkomin svo aðilar sem eigi í viðskiptum við félög geti tekið upplýsta ákvörðun um hvort þeir vilji eiga viðskiptin. Skúli á von á því að skil batni nái frumvarp iðnaðar­ og viðskipta­ ráðherra til laga um ársreikninga fram að ganga. Skúli bendir á að samkvæmt því verði meðal annars heimildir til þess að slíta félög sem ekki hafi verið áður. – ih Skattstjóri hótar fimm þúsund félögum sektum Þeim fyrirtækjum fjölgar stöð­ ugt sem telja sig búa við skort á starfsfólki. Nú telja 28 pró­ sent  stjórnenda, í könnun Sam­ taka atvinnulífsins meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins, skort vera á starfsfólki. Samanborið við könnunina fyrir tveimur árum hefur þeim fjölgað um 16 prósent. Skortur á starfsfólki er langmest­ ur í byggingarstarfsemi, þar sem tæplega 60 prósent  stjórnenda telja skort ríkjandi, og þar á eftir í flutningum og ferðaþjónustu, rúmlega 40 prósent  stjórnenda. Minnstur skortur á starfsfólki er í fjármálastarfsemi og sjávarút­ vegi. – sg 28% stjórnenda telja skort vera á starfsfólki Minnstur skortur á starfsfólki er í fjár- málastarfsemi og sjávarútvegi samkvæmt könnuninni. FréttaBlaðið/Valgarður Skúli Eggert Þórðarson vonast til að skil ársreikninga batni verði frumvarp að lögum um ársreikninga samþykkt á alþingi. FréttaBlaðið/anton Lokað var fyrir rafmagn á veitinga­ stöðum Pizza 67 við Grensásveg og Langarima í Grafarvogi í gær vegna skuldar. Pitsastaðirnir voru því lok­ aðir í gærmorgun en opnuðu á ný í gærkvöldi eftir að rafmagnsreikn­ ingurinn var greiddur. Staðurinn í Grafarvogi var opnaður fyrir ári en á Grensásvegi síðasta sumar. Vísir greindi frá því í síðustu viku að P67 ehf., sem rekur veitingastað­ ina tvo undir merkjum Pizza 67, skuldaði starfsmönnum laun auk þess að hafa hvorki greitt lífeyris­ sjóðum né verkalýðsfélögum lög­ bundnar greiðslur. Anton Trausta­ son, eigandi Pizza 67, sagði þá að allir starfsmenn fengju greitt en það tæki tíma. Anton bar fyrir sig að opnun staðarins við Grensásveg hefði verið dýrari en áætlanir hefðu gert ráð fyrir. Of margir starfsmenn hafi verið þjálfaðir sem hafi svo lítið unnið. Þá hefðu afturvirkar kjara­ samningshækkanir Eflingar komið illa við reksturinn. Hann var þess fullviss að gengi staðarins myndi snúast við enda væri desember stærsti mánuður ársins í skyndi­ bitageiranum. Anton vildi lítið tjá sig þegar Fréttablaðið ræddi við hann fyrir hádegi í gær og sagðist vera á fundi. Hann bað um að haft yrði samband við hann eftir hádegi en ekki náðist í Anton á ný þrátt fyrir ítrekaðar til­ raunir. – ih Lokað á Pizza 67 eftir að rafmagnið var tekið af Pizza 67 við grensásveg var lokaður og mannlaus þegar ljósmyndara bar að garði í hádeginu í gær. Öll ljós voru slökkt enda búið að taka rafmagnið af. FréttaBlaðið/anton 4.932 hlutafélög höfðu ekki skilað ársreikningi þann 7. desember 1 6 . d e S e m b e R 2 0 1 5 m I Ð V I K U d A G U R4 markaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.