Fréttablaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 36
Fólk| ferðir
Í Nepal
„Ég fékk „gesta-
herbergið“ sem
var hrísgrjóna-
geymsla þar sem
þau geymdu líka
hænsnin á nótt-
unni. Þar fékk
maður að sofa á
steyptu gólfinu
með smá bast sem
dýnu.“
Tinna hefur alltaf haft unun af því að ferðast og hefur mikinn áhuga á tungumálum, ólíkum menn-
ingarheimum og því að kynnast fólki frá
öllum löndum heims. „Ég reyni að kom-
ast til útlanda einu sinni til tvisvar á ári
en annars ferðast ég líka mikið innan-
lands,“ segir Tinna sem hefur unnið við
ferðamennsku á Íslandi í yfir tíu ár bæði
á söluskrifstofu og sem ævintýraleið-
sögumaður.
Með iNNfædduM Í Nepal
„Bestu ævintýrin má upplifa á Íslandi en
af öðrum löndum er Nepal í uppáhaldi.
„Menningin og fólkið er svo framandi
en samt svo vinalegt. Náttúran er ein-
stök og í uppáhaldi hjá mér er að fara á
kajak niður jökulár sem er svo mikið af í
Hima lajafjöllunum.“
Tinna forðast troðnar slóðir og þótti
því best að umgangast innfædda og
ferðast með þeim. „Eitt sinn fór ég með
innfæddum vini mínum lengst út í sveit
til að gista hjá fjölskyldu hans. Ég fékk
„gestaherbergið“ sem var hrísgrjóna-
geymsla þar sem þau geymdu líka
hænsnin á nóttunni. Þar fékk maður að
sofa á steyptu gólfinu með smá bast
sem dýnu,“ rifjar hún upp og minnist
þess einnig þegar hún kom í afskekkt
þorp. „Íbúarnir urðu svo ánægðir að fá
Íslending í heimsókn að þeir ákváðu að
slátra geit í matinn, en það gerist bara á
hátíðarstundum,“ segir hún glaðlega.
Hugleiddi á iNdlaNdi
Sú ferð sem er Tinnu efst í huga núna
er ferð sem hún fór til Indlands fyrir um
ári. „Þá fór ekki jafn mikið fyrir ævintýr-
um í náttúrunni og oft áður heldur fór
ég í tíu daga hugleiðslubúðir úti í sveit.“
Í þessum hugleiðslubúðum lifði Tinna
eins og munkur, vaknaði klukkan fjögur
og fór að sofa klukkan níu á kvöldin.
„Tekin var djúp hugleiðsla allan daginn
í klukkutíma hollum og pásum inn á
milli.Takmarkið var að sitja alveg kyrr
og hugleiða á litlum púða á gólfinu.
Maður mátti ekki tala neitt, varð að
vera klæddur á hógværan hátt og alveg
bannað var að skreyta sig með skart-
gripum, málningu eða vera með ilm-
vatn. Þá mátti maður ekki vera með
neitt nammi eða snarl, allt áfengi var
bannað, tónlist, tölvur, símar og bækur.
Allt til þess að ná að tengjast sjálfum
sér án truflunar.
Tinna segir reynsluna erfiða. „Það var
lítið mál að sleppa þessum nútímaþæg-
indum en erfitt að þurfa að díla svona
við sjálfan sig allan sólarhringinn í tíu
daga.“
KúKað Í poKa
Tinna flutti til Ástralíu í febrúar 2014
til að læra viðskiptafræði. Hún hefur
ferðast víða um landið en í uppáhaldi er
Tasmanía.
„Síðasta sumar, það er í febrúar 2015,
fékk ég vinnu sem flúðaleiðsögumaður
á Franklin River, en farnir eru tíu daga
leiðangrar í stærsta þjóðgarðinum.
Farið var lengst inn í óbyggðir skógar-
ins og ferðast með allan þann útbúnað
og mat sem til þurfti á bátunum,“ segir
Tinna og lýsir því að strangar reglur
gildi í þjóðgarðinum. Til dæmis megi
ekki kúka úti í náttúrunni. „Við þurft-
um að kúka í glæran frystipoka sem
maður setti svo í stóran svartan rusla-
poka, sem varð nokkuð þungur eftir
hvern dag enda kúnnarnir tíu og leið-
sögumennirnir þrír. Svarti pokinn var
svo settur í stóran þurrpoka sem við
ferðuðumst með okkur. Í lokin var eina
leiðin út úr þjóðgarðinum annaðhvort
með skútu eða sjóflugvél og fylgdi pok-
inn okkur alla leið í byggð,“ segir Tinna
og hlær að minningunni.
Hún segir allt annað að fara niður árn-
ar í Tasmaníu en á Íslandi. „Þarna þurfti
mikið að spá í þröngum leiðum milli
steina og trjáa og ég lærði mikið í nýrri
tækni á hverjum degi,“ segir Tinna sem
svaf á uppblásinni dýnu undir berum
himni. „Ég hef aldrei séð jafn mikið af
stjörnum,“ segir hún dreymin en hlakkar
til að ljúka námi og fá að takast á við ís-
lenska náttúru á ný. n solveig@365.is
elsKar æviNTýri
ferðalaNgur Tinna Sigurðardóttir hefur komið til þrjátíu landa og allra
heimsálfa nema Suðurskautslandsins. Hún hefur starfað við ævintýraferða-
mennsku sem heillar hana mest. Hún stundar nú nám í viðskiptafræði í Ástralíu.
goTT bað Í Nepal baðaði Tinna sig oft í ám í samneyti við froska og jafnvel fíla. Ævintýramanneskjan sem hún er þurfti hún að gera
fílabaðferð enn meira spennandi með því að kasta sér beint á magann ofan í svalt vatnið.
HugleiTT á iNdlaNdi
Tinna fór í tíu daga hug-
leiðsluferð til Indlands
þar sem hún þurfti að
sitja kyrr á litlum púða
stóran hluta dagsins og
sleppa allri nútímatækni
og prjáli.
Eitt kort
35 vötn
6.900 kr
Frelsi til að veiða!
00000
JÓLAGJÖF VEIÐIMANNSINS!
www.veidikortid.is
EKKERT STRESS UM JÓLIN
20% afsláttur
AF SLÖKUN Í DESEMBER
Tilboðið gildir í flestum apótekum og heilsubúðum
Gleðileg jól
*Gildir fyrir eina áskrift. Viðskiptavinir sem taka þessu tilboði fyrir 31. desember halda þessum kjörum í eitt ár.
Fáðu þér áskrift í
síma 1817 eða á 365.is
FÁÐU STÖÐ 3
Á BETRA VERÐI
Í VETUR
STÖÐ 3
+ENDALAUST TAL
+1 GB Í GSM
1.990 kr.
til 31. desember*