Fréttablaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 19
Stuttur minnislisti handa stjórnvöldum frá okkur sem treystum á lífeyri almannatrygginga til framfærslu:
• Við, sem það getum, förum snemma á fætur og vinnum fullan vinnudag.
• Mörg okkar urðu öryrkjar af því að vinna slítandi láglaunastörf áratugum saman.
• Hver króna sem við þénum í laun getur valdið skerðingu lífeyriskjara.
• Við greiðum skatt af lífeyrinum.
• Á árinu 2015 hækkaði hámarkslífeyrir almannatrygginga um 3.496 kr./mán. eftir skatta.
• Eftir hækkun 1. janúar 2016 verða tekjur okkar um 186.000 kr./mán. eftir skatta. Á því lifir enginn mannsæmandi lífi.
• Kjör okkar skánuðu um 40.462 kr. frá 2011-2015. Laun forsætisráðherra hækkuðu um 456.333 kr. á sama tíma.
HÖFUM ÞETTA Á HREINU
Þessir þingmenn sögðu nei við tillögu um að kjarabætur lífeyrisþega yrðu afturvirkar líkt og annarra launþega. Við skorum
á þingmenn stjórnarflokkanna að verða við kröfu yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar um réttlát kjör örorkulífeyrisþega.
ÁSKORUN
Íslendingar, enn er von. Sendum þingmönnum okkar skilaboð og krefjumst þess að þeir fari að vilja yfirgnæfandi meirihluta
þjóðarinnar og hækki lífeyriskjör til jafns við önnur kjör í landinu. Þau hafa tækifæri til þess við þriðju umræðu um fjárlög.
OBI.IS
95,4%
ÍSLENDINGA
ERU ÓSAMMÁLA
RÍKISSTJÓRNINNI
Samkvæmt könnun Gallup telja 95,4% Íslendinga að lífeyrisþegar eigi að
fá jafnháa eða hærri krónutöluhækkun kjara og lægstu laun í nýliðnum
kjarasamningum.
Telur þú að lífeyrisþegar eigi að fá jafnháa eða hærri
krónutöluhækkun en lægstu launþegar fengu í nýliðnum
kjarasamningum?*
* Könnun á viðhorfum til framfærslu, unnin af Gallup fyrir Öryrkjabandalag Íslands í nóvember 2015.
NEI
4,6%
JÁ
95,4%