Fréttablaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 8
samgöngur Fyrsta árið sem hrað
lest gengi milli Keflavíkur og Reykja
víkur er gert ráð fyrir að seldir verði
4,5 milljónir farmiða, sem skilar
13,5 milljarða króna tekjum. Þetta
kemur fram í nýrri, óbirtri skýrslu
RRV Consulting um verkefnið.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu
í gær vinnur Fluglestin þróunarfélag
ehf. að því að ljúka samstarfssamn
ingum við sveitarfélög á höfuð
borgarsvæðinu vegna nauðsynlegra
skipulagsbreytinga og lóðamála
varðandi hraðlestina sem ganga á
milli Leifsstöðvar og Umferðarmið
stöðvarinnar í Reykjavík.
Í skýrslu RRV er farið yfir ýmsar
áætlanir og tölulega þætti sem
tengjast hraðlestinni. Ef allt gengur
upp eiga framkvæmdir að hefjast
eftir þrjú ár og verða lokið að átta
árum liðnum, árið 2024.
„Áætlað er að verkefnið skili
jákvæðu tekjustreymi frá fyrsta
ári,“ segir í skýrslunni. Yfir hálfrar
aldar rekstrartímabil fái fjárfestar
15,2 prósenta árlega ávöxtun.
Þá segir að hraðlestin verði
ábatasöm sem einkaframtak
og þurfi engin bein fjárframlög
frá opinberum aðilum en að gera
þurfi fjárfestingarsamninga við
ríkið og fá sérstaka löggjöf um
skattgreiðslur.
Alls verða lestarteinarnir 49
kílómetra langir, þar af 14 kíló
metrar í göngum fyrsta spölinn
út úr höfuðborgarsvæðinu. Fyrir
utan endastöðvarnar tvær á að vera
einn viðkomustaður í suðurhluta
Hafnar fjarðar. Þar verði þjónustu
stöð og geymsla fyrir lestarvagna.
Samkvæmt skýrslunni verða
lestarferðir frá klukkan fimm á
morgnana til klukkan eitt eftir
miðnætti. Farið verður á fimmtán
mínútna fresti á annatíma þegar
lestin annar 1.200 farþegum á
klukkustund en með 30 mínútna
millibili þess utan. Lestin mun ná
250 kílómetra hraða á klukkustund
og ferðatíminn verða 15 til 18 mín
útur eftir því hvort komið verður
við á aukastoppistöðinni.
Vitnað er til spár Isavia um
þróun farþegafjölda um að komur
og brottfarir farþega í alþjóðaflugi
verði samtals 5,3 milljónir á árinu
2024. Alls verði 2,7 milljónir far
miða seldar vegna þessa hóps og
aðrar 1,8 milljónir farmiða til ann
arra sem ferðist milli Reykjaness og
höfuðborgarsvæðisins. Er þar átt
við námsmenn og starfsmenn fyrir
tækja við báða enda lestarlínunnar.
Nefnd eru dæmi um fargjöld í
lestum sem ganga frá flugvöllum í
svipaðri fjarlægð frá borgarkjörn
um. Reiknað er með að hér gætu
lægstu fargjöld verið um 1.000
krónur en hæstu 4.300 krónur.
Meðalfargjaldið verði hins vegar
3.100 krónur. Sem fyrr segir er gert
ráð fyrir að seldir farmiðar, samtals
fram og til baka, verði 4,5 milljónir
árið 2024. Tíu árum síðar verði þeir
orðnir 5,9 milljónir talsins.
Að baki Fluglestinni standa
Landsbankinn, fasteignafélagið
Reitir, Kadeco á Keflavíkurflugvelli,
Efla og Ístak. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins er fjárfesta nú leitað
bæði innanlands og utan. Áætlað er
að hlutafé nemi fimmtungi heildar
kostnaðarins eða um 20,6 milljörð
um króna. Að öðru leyti á að greiða
stofnkostnaðinn, sem í heild er 105
milljarðar króna, með lánsfé sem
endurgreiðist á 27 árum með 3,0 til
4,5 prósent vöxtum.
„Reiknað er með að hluthafar
hafi endurheimt fjárfestingu sína
að fullu á tólfta rekstrarári,“ segir
í skýrslunni fyrir Fluglestina þró
unarfélag sem á ensku heitir Lava
Express. gar@frettabladid.is
Lestin skilar 13 milljörðum á fyrsta ári
Félagið sem nú leitar fjárfesta að hraðlest til Keflavíkurflugvallar áætlar að lestin rúlli af stað árið 2024 og skili 13,5 milljarða króna
tekjum á fyrsta ári. Fargjöld verða 1.000 til 4.300 krónur með 3.100 króna meðalfargjaldi. Lestin annar 1.200 farþegum á klukkustund.
Hraðlestin til Keflavíkurflugvallar í túlkun Bjarna Reynissonar er hann útskrifaðist úr arkitektúr frá Listaakademíunni í Kaupmannahöfn vorið 2014. Mynd/BjaRni Reynis-
Fjórtán kílómetra löng göng eiga að liggja frá Vatnsmýri, undir byggðina í Fossvogi
og Kópavogi og suður fyrir Hafnarfjörð. Mynd/LaVa expRess
Reiknað er með að
hluthafar hafi endurheimt
fjárfestingu sína að fullu á
tólfta rekstrarári.
Úr skýrslu um RRV Consulting.
samfélag Kertasníkir er langvin
sælasti jólasveinninn af íslensku
jólasveinunum þrettán. Næst vin
sælastur er Stúfur og sá þriðji er
Hurðaskellir. Þetta kemur fram í
könnun MMR.
Pottaskefill, sem kom til byggða í
nótt, er óvinsælasti jólasveinninn.
Þétt á hæla hans koma búsáhalda
bræður hans, Þvörusleikir og Aska
sleikir.
Jólasveinarnir ná misvel til
kynjanna. Kertasníkir er vinsæll hjá
báðum kynjum en þá sérstaklega
hjá kvenpeningnum. Ríflega helm
ingur kvenna segir hann vera uppá
haldsjólasveininn. Karlar eru aftur
á móti hrifnari
af Hurða skelli
og mathákun
um Ketkróki,
Bjúgna kræki og
Skyrgámi.
Úrtak MMR
var tæplega þús
und Íslendingar
sem eru átján ára
og eldri. Tæplega
sjötíu prósent
tóku afstöðu til
spurningarinnar
en aðrir sögðust
ekki eiga uppá
halds jólasvein.
– ebg
Kertasníkir nýtur mestrar kvenhylli
Hurðaskellir er vin
sæll hjá íslenskum
körlum.
Búsáhaldajólasveinarnir eru óvinsælastir meðal þjóðarinnar. FRéttaBLaðið/ViLHeLM
Kerta
sníkir
34,9%
stúfur
23,9%
Hurða
skellir
11%
stekkjastaur
6%
skyrgámur
5,5%
Bjúgnakrækir
3,9%
Ketkrókur
4,7%
Gluggagægir
3%
Giljagaur
2,6%
Sveinkarnir í vinsældaröð
Gáttaþefur
2,2%
Þvörusleikir
0,9%
askasleikir
0,8%
pottaskefill
0,7%
Miði fyrir tvo á
ABBA söngleikinn sem
enginn má missa af
Mamma Mia
12.900 kr.
Miði fyrir tvo á Njálu
og eitt eintak af
Brennu-Njáls sögu.
Njála
12.200 kr.
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Gjafakort
Borgarleikhússins
Gjafakort fyrir tvo
og ljúffeng leikhúsmáltíð
Leikhúskvöld fyrir sælkera
12.500 kr.
Sérstök
jólatilboð
1 6 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m I Ð V I K u d a g u r8 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a Ð I Ð