Fréttablaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 2
Óðum styttist því í að
slitameðferð gömlu bank-
anna þriggja ljúki með
uppgjöri við kröfuhafa,
rúmlega sjö árum eftir hrun.
Veður Skák í Salaskóla
Fremur hæg austlæg átt í dag, skýjað
og úrkomulítið víðast hvar á landinu,
en lengst af bjart norðanlands. Snýst í
vaxandi norðaustanátt í kvöld með éljum
um nóttina. Hiti um og yfir frostmarki, en
yfirleitt frost norðaustanlands. Sjá Síðu 30
Veitti hundrað skákborðum viðtöku Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, tók í gær á móti hundrað skákborðum sem verktakafyrirtækið
MótX gaf grunnskólum bæjarins. Þessir ungu nemendur Salaskóla voru ánægðir með gjöfina. Fréttablaðið/Vilhelm
náttúra Búið er að stofna hlutafélag,
Perluvinir ehf., sem hefur það að
markmiði að koma á fót náttúrusýn-
ingu í Perlunni. Að félaginu stendur
hópur áhugafólks um að koma upp
slíkri sýningu að sögn Helgu Viðars-
dóttur, framkvæmdastjóra félagsins.
Viðræður Reykjavíkurborgar og
Náttúruminjasafns Íslands sem stóðu
síðustu tvö ár um að koma á fót slíkri
sýningu hafa siglt í strand. Í nóvember
samþykkti borgarráð að Reykjavíkur-
borg, í samstarfi við Hið íslenska nátt-
úrufræðifélag, auglýsti eftir nýjum
aðilum til að koma á slíkri sýningu.
Helga segir að félagið muni óska eftir
að fá að taka þátt í þeirri uppbygg-
ingu þegar Reykjavíkurborg auglýsi
það formlega.
Perluvinir eru orðnir 67 og hafa
lagt 4,4 milljónir króna í hlutafé til
félagsins. Helga segir að áhugasamir
geti komið að verkefninu en félagið
hefur sett sér það markmið að safna
tíu milljónum króna til að standa
straum af frumhönnun á náttúru-
sýningu í Perlunni og gerð viðskipta-
áætlunar. „Við erum öllum opin og
hvetjum fólk til að gerast meðlimir
í félaginu.“ Hver hlutur kostar 25
þúsund krónur.
Helga segir hugmyndina um nátt-
úrusafn í Öskjuhlíð nær aldargamla.
Jóhannes Kjarval hafi talað fyrir
þessum möguleika í bók sinni Grjót
sem kom út árið 1930. „Hann hafði
hugmyndir um að byggja musteri í
Öskjuhlíðinni sem tengdi manninn
og náttúruna.“
Hún segir ekki liggja fyrir á þessu
stigi hvernig sýningin yrði upp-
byggð. „Það verður reynt að höfða
til sem flestra, bæði erlendra og inn-
lendra gesta, þannig að sem flestir
fái að tengjast og upplifa íslenska
náttúru. Draumurinn er að Öskju-
hlíðin öll verði að náttúruparadís
sem hún getur svo hæglega orðið,“
segir Helga.
Ljóst sé að fjöldi sérfræðinga þurfi
að koma að hönnun slíkrar sýning-
ar. „Við viljum gæta gæða í fram-
setningu og fræðilegum grunni á
svona sýningu.“ ingvar@frettabladid.is
Hópur áhugafólks vill
sjá sýningu í Perlunni
Hlutafélagið Perluvinir vill koma á fót náttúrusýningu í Perlunni. Auglýst er eftir
fleiri hluthöfum til að fjármagna undirbúninginn. Viðræður Reykjavíkurborgar
og Náttúruminjasafns Íslands um sýningu í Perlunni hafa siglt í strand.
helga Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Perluvina, segir Jóhannes Kjarval hafa viðr-
að hugmyndina um náttúrusafn í Öskjuhlíð árið 1930. Fréttablaðið/anton brinK
Það verður reynt að
höfða til sem flestra,
bæði erlendra og innlendra
gesta, þannig að sem flestir
fái að tengjast og upplifa
íslenska náttúru.
Helga Viðarsdóttir,
framkvæmdastjóri Perluvina
Frakkland Franska þingið hefur
samþykkt að lækka svokallaðan
„túrskatt“, virðisaukaskatt á hrein-
lætisvörum fyrir konur, úr 20 pró-
sentum niður í 5,5 prósent eftir aðra
umferð málsins á þingi. Tillögunni
var hafnað fyrr á árinu.
Á Íslandi lögðu nýverið átta þing-
menn stjórnarandstöðunnar, allt
karlar, fram frumvarp til breytinga á
lögum um virðisaukaskatti þar sem
lagt er til að skattur á dömubindi og
túrtappa fari úr 24 prósentum í 11
prósent. Í kjölfarið lagði meirihluti
efnahags- og viðskiptanefndar svo
til í nefndaráliti við fjárlög næsta árs
að tollar á þessar vörur yrðu felldar
niður. Gagnrýni á skattlagninguna
ætti rétt á sér. – sg
Frakkar lækka
túrskattinn
dómSmál Héraðsdómur Reykjavíkur
hefur staðfest nauðasamning Kaup-
þings. Kröfuhafar bankans höfðu fyrir
sitt leyti samþykkt nauðasamninginn
þann 24. nóvember.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafði
áður samþykkt nauðasamninga
Glitnis, en þeir samningar bíða enn
samþykkis frá dómstól í New York.
Reiknað er með því að nauðasamn-
ingur Landsbankans verði staðfestur í
Héraðsdómi Reykjavíkur innan fárra
daga. Óðum styttist því í að slitameð-
ferð gömlu bankanna þriggja ljúki
með uppgjöri við kröfuhafa, rúmlega
sjö árum eftir hrun.
Slitastjórnir bankanna hafa þó frest
til 15. mars til að ljúka þessu ferli og
greiða stöðugleikaframlag í ríkissjóð.
– gb
Staðfestu
nauðasamning
Kaupþings
GrÆnland Græn-
lendingar hafa nú
endanlega gefið
upp á bátinn
áætlanir um olíu-
vinnslu.
Kim Kielsen, for-
maður grænlensku
landsstjórnarinnar,
segir olíuvinnslu ekki borga sig.
Nú sé tunnan af olíu seld undir 25
dollurum í Kanada. Áætlað fram-
leiðsluverð á tunnu af olíu við
Grænland er 50 dollarar.
Bandarískir sérfræðingar hafa
reiknað út að á landgrunninu við
Grænland sé að finna að minnsta
kosti rúma 30 milljarða tunna af
olíu. – ibs
Draumur um
olíuvinnslu úti
Kim Kielsen
1 6 . d e S e m b e r 2 0 1 5 m I ð V I k u d a G u r2 F r é t t I r ∙ F r é t t a b l a ð I ð