Fréttablaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 46
Stjórnar -
maðurinn
@stjornarmadur
Heildarafli íslenskra fiskiskipa var tæp
95 þúsund tonn í nóvember og jókst
um 6,5% milli ára. Fyrstu 11 mánuði
ársins 2015 hefur aflinn verið rúm
1.315 þúsund tonn samkvæmt tölum
Hagstofunnar. Það er 21,3% aukning
frá sama tímabili í fyrra. Mest vegur
aukning landaðs uppsjávarafla.
95 þúsund tonn
Heildarafli íslenskra
fiskiskipa jókst
Kortavelta einstaklinga jókst um 14,1
prósent að raunvirði milli ára í nóvem-
ber síðastliðnum. Aukningin á milli
ára hefur ekki verið meiri síðan í ágúst
á hinu mikla einkaneysluári 2007.
Jafnframt var kortavelta Íslendinga í út-
löndum umfram kortaveltu útlendinga
hér á landi, en slíkt hefur ekki atvikast
síðan í desember í fyrra.
14% vöxtur
Mesti vöxtur kortaveltu frá
árinu 2007
14. 12. 15
Enginn hefur staðið jafnöfluglega að því
og Björk að koma íslenskum tónlistar-
mönnum á framfæri. Við okkur blasir árangur
þess og það er að skila milljörðum í þjóðarbúið.
Björk býr hér og fjárfestir. Hún fær hingað árlega
fjölda af heimsfrægu tónlistarfólki sem vinnur
hér vikum saman með henni að gerð tón-
listar. Björk greiðir skatta hér.
Guðmundur Gunnarsson,
faðir Bjarkar Guðmundsdóttur söngkonu
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16
Opið mán - fös 8:30 - 17:00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
Yaxell hnífur
fyrir kröfuharða
kokkinn
Markaðurinn
Miðvikudagur 16. desember 2015fylgirit fréttablaðsins uM viðskipti og fjárMál |
ftse 100
6.017,79 143,74
(2,45%)
Viðskiptavefur Vísis
@visirvidskiptiwww.visir.is
Gott fyrsta skref
Fjármálaráðherra hefur tilkynnt
að hann undirbúi frumvarp um
skattaívilnanir til þeirra sem fjár-
festa í smærri félögum. Þetta eru góð
tíðindi og nokkuð sem líklegt er til
að auðvelda aðgengi smærri félaga að
fjármagni.
Bjarni þarf ekki að leita langt eftir
fyrirmyndum.
Í Bretlandi tíðkast svokallaðar
EIS-undanþágur. Samkvæmt þeim
geta félög safnað fjárfestingu allt
að 30 milljónum íslenskum eða þar
um bil eftir þeirri leið. Hver einstak-
lingur getur svo lagt að hámarki 20
milljónir í slík verkefni á ári hverju.
Ef EIS leiðin er farin fær einstaklingur
þá þegar helming þeirrar upphæðar
sem fjárfest er fyrir endurgreidda frá
skattinum, og allur hagnaður sem
síðar kemur er skattfrjáls.
Staðreyndin er sú að smærri félög
eiga oft erfitt með að safna utanað-
komandi fjármagni. Mörg þeirra
komast því væntanlega vart af teikni-
borðinu eða líða fljótt undir lok án
þess að raunveruleg reynsla sé komin
á hugmyndina. Því er nauðsynlegt að
búa til umhverfi sem gerir fólki kleift
að láta á reyna – af því er samfélags-
legur ávinningur.
Hitt er svo annað að í fjárfestingu
í sprotafyrirtækjum er fólgin mikil
áhætta. Því er ekki út á það að setja að
þeir sem taka slíka áhættu fái að njóta
ávaxtanna.
Osbourne fjármálaráðherra og
félagar í Íhaldsflokknum telja a.m.k.
að samfélagslegur ávinningur sé af
því að auka aðgengi sprotafyrirtækja
að fjármagni, jafnvel þótt það kosti
ríkissjóð skatttekjur til skamms tíma.
Skattahagræðið sem fylgir EIS er
líka ein af stóru ástæðunum fyrir því
að margir frumkvöðlar velja hug-
myndum sínum heimavöll í London.
Þar hefur enda sprottið upp stórt
samfélag frumkvöðla, þrátt fyrir að
borgin sé að mörgu öðru leyti í raun
fremur óheppileg fyrir lítil fyrirtæki
sem þurfa að stíga á bremsuna hvað
varðar allan kostnað. Leiga er með
því hæsta sem gerist í veröldinni,
skrifræði sem fylgir stórum borgum
stundum þungt í vöfum og vinnuafl
dýrt á flesta mælikvarða.
Ísland hefur í þessu samhengi marga
góða kosti. Hér er menntað fólk
sem þiggur lág laun í stórborgar-
samanburði, býr yfir ágætri tungu-
málakunnáttu og smæðin gerir það
að verkum að hlutirnir hreyfast oft
hraðar hér á landi en annars staðar.
Ef útfærslan er rétt gæti útspil
Bjarna verið ein skrautfjöðrin til í
hatt Íslands sem frumkvöðlamið-
stöðvar. Þar má hins vegar ekki láta
staðar numið. Næst mætti t.d. lækka
kostnað við að stofna einkahluta-
félög, og einfalda umstangið kringum
fyrirtækjarekstur.