Fréttablaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 4
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Kanarí Frá kr. 74.900 Netverð á mann frá kr. 74.900 m.v. 3 fullorðna í íbúð. Netverð á mann frá kr. 79.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 4. janúar í 9 nætur. Los Tilos SÉ RT ILB OÐ Heilbrigðismál Hópskimun á ristilkrabbameini er sögð skila árangri, hún auki líkur á snemm- greiningu sjúkdómsins og þar með hækki hlutfall þeirra sem greinast á læknanlegu stigi. Í fyrstu er skimun sögð kostnaðarsöm en skila sparn- aði þegar tilfellum sjúkdómsins fari að fækka. Þetta kemur fram í skýrslum Krabbameinsfélags Íslands sem sendar voru til heilbrigðisráðherra. Ráðherra óskaði eftir skýrslunum Kostnaður við skimun á ristilkrabbameini 136 milljónir á ári Bleika slaufan safnaði fyrir hópleit í síð- ustu söfnun. FréttaBlaðið/andri Marínó Ristil- og endaþarmskrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið á heimsvísu. 74 karlar og 60 konur greindust að meðaltali á ári 2006-2010 70 ár er meðalaldur 1 deyr á viku eftir áskorun Krabbameinsfélagsins um að hefja skipulega leit að ristil- krabbameini. Í faglegu mati kemur fram að kostnaður við skimun sé að fullu réttlætanlegur miðað við ávinning í sparnaði annars staðar, aukna lifun og bætt lífsgæði. Niðurstöður kostnaðargreining- ar benda til að kostnaður við hóp- leit sé 136 milljónir króna á ári. Þar af eru áætlaðar 23 milljónir í kostn- að vegna aukinnar meðferðar þar sem vænta má fjölgunar á greiningu krabbameins á fyrri stigum. Af þess- ari upphæð falla 124 milljónir á ríkið en afgangurinn á sjúklinga og vinnuveitendur. Árið 2007 var áætlað að hefja skipulagða leit að krabbameini í ristli og endaþarmi. Formleg leit komst hins vegar ekki í framkvæmd vegna skorts á fjármagni í kjöl- far bankahrunsins. Nú er krabba- meinsleitin aftur komin  á borð heilbrigðisráðherra. – ebg fjarskipti Seinni verkhluti ljós- leiðarahringtengingar á Vestfjörðum mun brátt hefjast en útboð verksins hefur verið auglýst á vef Ríkiskaupa. Stefnt er að verklokum á þessu ári, en tilboð verða opnuð í lok janúar. Að verkinu loknu verða Vestfirðir hringtengdir með ljósleiðara sem gerir núverandi afkastaminni og óáreiðanlegri varasambönd óþörf. Þannig eykst til muna áreiðanleiki fjarskipta á öllu landsvæðinu, segir í frétt innanríkisráðuneytisins. Verkhlutinn snýst um að leggja ljósleiðarastreng milli fjarskipta- húss við Nauteyri og Reykjaness í Ísafjarðardjúpi sem innifelur þverun Ísafjarðar með sæstreng. Jafnframt verður lagður ljósleiðarastrengur milli Látra og símstöðvar á Súðavík sem innifelur þverun Skötufjarðar, Hestfjarðar og Álftafjarðar. Fyrri verkhlutinn, sem er langt kominn, er lagning ljósleiðara- strengs milli Staðar í Hrútafirði og Hólmavíkur. Fyrir er ljósleiðara- strengur milli Búðardals og Súða- víkur um sunnan- og vestanverða Vestfirði. – shá Í hringtengingu ljósleiðara glittir á Vestfjörðum rússland John Kerry, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sat í gær á fundum í Moskvu með Vladimír Pútín forseta og Sergei Lavrov utan- ríkisráðherra, í von um að geta jafn- að ágreining ríkjanna um borgara- styrjöldina í Sýrlandi. „Ég vona að við getum fundið ein- hvern sameiginlegan grundvöll,“ sagði Kerry við blaðamenn. „Jafn- vel þótt við höfum verið ósammála um sumt þá höfum við getað unnið að ákveðnum málum með góðum árangri.“ Bandaríkin hafa í meira en ár varpað sprengjum í gríð og erg á bækistöðvar Daish-samtakanna í Sýrlandi. Í september hófu Rússar svo að varpa sprengjum á uppreisnarmenn í Sýrlandi, þar á meðal liðsmenn Daish-samtakanna. Yfirlýst mark- mið Rússa hefur verið að styrkja stöðu Bashar al Assads forseta, en Bandaríkin og Vesturlönd almennt telja ekki koma til greina að styðja hann með neinum hætti. Frakkar tóku svo að varpa sprengjum á Daish-samtökin eftir voðaverkin í París í nóvember. Bretar og fleiri vestrænar þjóðir hafa einnig ákveðið að vera með í þessum hernaði. Jórdanía og fleiri ríki í Mið-Aust- urlöndum hafa einnig gert sprengju- árásir á Íslamska ríkið. Alþjóðleg mannréttindasam- tök hafa ítrekað sagt að allar þessar sprengjur hafi kostað fjölda almennra borgara lífið. Þá skýrði Sádi-Arabía í gær frá því að 34 ríki verði meðlimir í nýju hernaðarbandalagi, sem beint verður gegn Íslamska ríkinu, eða Daish-samtökunum eins og þau nefnast ef notast er við arabísku skammstöfunina. Mohammed bin Salman, varnar- málaráðherra Sádi-Arabíu og vara- krónprins landsins, segir Íslamska ríkið vera sjúkdóm sem hinn ísl- amski heimur verði að berjast gegn. Flest eru þetta ríki, þar sem mús- limar eru í miklum meirihluta íbúa. Þar á meðal má nefna Egyptaland, Tyrkland, Jórdaníu og Pakistan, en hvorki Íran né Indónesía eru þó með í þessu nýja bandalagi. Bandaríkjamenn fögnuðu í gær framtaki Sádi-Arabíu: „Almennt séð virðist þetta í meginatriðum í sam- ræmi við það sem við höfum verið að hvetja til um nokkra hríð, sem er að lönd súnní-múslima taki meiri þátt í baráttunni gegn Íslamska rík- inu,“ sagði Ashton Carter, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, sem í gær var staddur í Tyrklandi. gudsteinn@frettabladid.is Hélt í sáttaleiðangur til Moskvu John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, reynir að jafna ágreining við rússneska ráðamenn um borgara- stríðið í Sýrlandi. Sádi-Arabía boðar nýtt hernaðarbandalag gegn Íslamska ríkinu. Bandaríkjamenn fagna. John Kerry leggur við eyrun á fundi með starfsbróður sínum, Sergei lavrov, í Moskvu. FréttaBlaðið/EPa Aðildarríki nýja bandalagsins gegn Daish Barein, Bangladess, Benín, Djíbútí, Fílabeinsströndin, Gabon, Gínea, Palestína, Jemen, Jórdanía, Katar, Komoros-eyjar, Kúveit, Líbanon, Líbía, Maldív-eyjar, Malí, Malasía, Egyptaland, Marokkó, Máritania, Níger, Nígería, Pakistan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía, Senegal, Síerra Leóne, Sómalía, Súdan, Tógó, Tsjad, Tyrkland og Túnis. skipulagsmál Leyfi sem bygg- ingarfulltrúinn í Reykjavík veitti fyrir hækkun húss og viðbyggingu á Grettisgötu 41 hefur verið fellt úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Framkvæmdirnar, sem voru heimilaðar í sumar, mættu mik- illi andstöðu íbúa á Grettisgötu og bárust kærur úr tólf húsum. Úrskurðarnefndin vísaði reyndar níu þeirra frá þar sem viðkomandi töldust ekki eiga hagsmuni í málinu. Niðurstaðan er engu að síður sú að nýtingarhlutfall lóðarinnar færi með breytingunni upp í 0,78 og þar með út fyrir ramma deiliskipulags sem gerir ráð fyrir að nýtingarhlut- fallið sé 0,65 að hámarki. – gar Ógilda stækkun á Grettisgötu bandaríkin Hótun um sprengjuárás í skólum í Los Angeles reyndist þegar til kom vera blekking. Borgaryfirvöld sögðu það engu að síður hafa verið rétt að grípa til víðtækra ráðstafana. Alls voru um það bil þúsund skól- ar í Los Angeles lokaðir í gær vegna hótunarinnar. „Bráðabirgðaniðurstaðan er sú að þetta hafi verið blekkingarleikur eða eitthvað sem ætlað hafi verið til þess að trufla skólastarf í stórum borgum,” segir í yfirlýsingu frá Adam Schiff, þingmanni í leyniþjónustu- nefnd Bandaríkjaþings. Borgaryfirvöldum í New York barst sams konar hótun, en þau ákváðu samt að grípa ekki til þess ráðs að loka skólum. Bill de Blasio, borgarstjóri í New York, sagði fjölmiðlum í gærmorgun að engin hætta væri á ferðum. Yfirmaður í lögreglunni í Los Angeles upplýsti að hótunin hefði borist með tölvupósti. Ekki var þó gefið upp nákvæmlega í hverju hót- unin var fólgin. – gb Þúsund skólum lokað vegna hótunar Skólavagnar í los angeles voru óhreyfðir í gær vegna óljósrar hótunar, sem tekin var alvarlega. FréttaBlaðið/EPa Almennt séð virðist þetta í megin­ atriðum í samræmi við það sem við höfum verið að hvetja til um nokkra hríð, sem er að lönd súnní­ múslima taki meiri þátt í baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Ashton Carter varnarmálaráðherra Bandaríkjanna 1 6 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m i ð V i k u d a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.