Fréttablaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 10
Hraunbær 123 | s. 550 9800 | skatar.is Gæðajólatré - sem endist ár eftir ár! Þessi jólatré eru í hæsta gæðaflokki auk þess að vera mjög falleg og líkjast þannig raunverulegum trjám. Einföld samsetning. • Ekkert barr að ryksuga • Ekki ofnæmisvaldandi • 12 stærðir (60-500 cm) • Íslenskar leiðbeiningar • Eldtraust • Engin vökvun • 10 ára ábyrgð • Stálfótur fylgir Opnunartímar: Virkir dagar kl. 09-18 Laugardagar kl. 11-18 Sunnudagar kl. 12-18 Falleg jólatré Sími: 540 2050 | pontun@penninn.is Tilboðsverð gilda frá 16. desember, til og með 20. desember. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl. Vildarverð 14.122.- Almennt verð 18.829.- Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að túlkun Phellumb hafi verið hlutlaus og áreiðanleg, enda var hann í sambærilegri stöðu og Kastriot og Xhulia, og ég veit ekki betur en að þau séu öll góðir vinir og að traust ríki á milli þeirra. Arndís Anna Gunn- arsdóttir lögfræðingur hjá Rauða Krossinum Mannréttindi Lögfræðingur Pepoj- fjölskyldunnar, Arndís Anna Gunn- arsdóttir, segir að það sé þröng túlkun ákvæðisins og stefna í útlendinga- málum sem skipti máli þegar kemur að úrbótum í málaflokknum. Umboðsmaður Alþingis  hefur óskað eftir því að Útlendingastofnun gefi upplýsingar um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum og sérstaklega er óskað eftir upplýsing- um um þessi atriði þegar umsækjandi er barn. „Það sem má betur fara varðandi framkvæmdina á þessari lagagrein er að mínu mati fyrst og fremst túlkunin og stefnan. Hana má rýmka. Gríðar- lega þröng túlkun ákvæðisins og ann- arra ákvæða er varða hælisleitendur og flóttamenn er helsta vandamálið, fremur en málsmeðferðin sjálf. Ef laga- túlkunin er svona þröng, þá skiptir litlu máli þó mál sé betur rannsakað. Það er auðvitað sjálfsagt mál að gera athugasemdir þegar rannsókn er ábótavant, en það er hins vegar ekki gefið að ítarlegri rannsókn leiði til annarrar niðurstöðu. Það er stefnan sem er vandamálið.“ Pepoj-fjölskyldan ákvað að fara vegna þess að Albanar hafa ekki fengið dvalarleyfi hér á landi hingað til. Það var fyrst og fremst vegna þessa sem hún ákvað að draga kæru sína til baka. Þetta segir Hermann Ragnars- son sem hefur aðstoðað fjölskylduna en í kvöldfréttum RÚV nýverið kom fram að annar hælisleitandi túlkaði fyrir fjölskylduna.  Hermann segir engan misskilning hafa orðið í þess- um aðstæðum, fjölskyldan hafi verið ánægð með þjónustu Rauða krossins. Arndís segir mismunandi viðmið gilda í mismunandi aðstæðum. „Það er ljóst að hælisleitandi þarf að tjá sig og skilja aðra við margar og mis- munandi aðstæður, bæði formlegar og óformlegar, í samtali og í síma eða skilaboðum. Mismunandi viðmið eru varðandi túlka við mismunandi aðstæður.“ Í hælisviðtali hjá Útlendinga- stofnun og við birtingu ákvörðunar eða úrskurðar segir Arndís að alltaf sé boðaður túlkur sem talar íslensku. „Hér hjá okkur, fyrir ráðgjafarsamtöl, sem jafnan eru óformleg, notumst við oftast við símatúlkun frá fyrirtæki frá Bretlandi, sem heitir Language Line. Ef fólk mætir til okkar með vin með sér sem það vill að túlki, þá setjum við okkur almennt ekki upp á móti því ef það er ekkert sem bendir til annars en að það sé í lagi.“ Börn séu þó aldrei látin túlka og ef minnsti vafi leiki á að túlkunin verði hlut- laus, eða Rauði krossinn hafi minnsta grun um að ósk viðkomandi um að vinurinn túlki sé ekki einlæg, þá sé notast við Language Line. „Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að túlkun Phellumb hafi verið hlutlaus og áreiðanleg, enda var hann í sam- bærilegri stöðu og Kastriot og Xhulia, og ég veit ekki betur en að þau séu öll góðir vinir og að traust ríki á milli þeirra.“ kristjanabjorg@frettabladid.is Fóru vegna stefnu í útlendingamálum Enginn misskilningur varð í túlkun á úrskurði Útlendingastofnunar til Pepoj- fjölskyldunnar. Fjölskyldan fór vegna stefnu Íslands í útlendingamálum. Vilja beita eftir hentugleika Bændur og fjárhirðar efndu til mótmæla fyrir utan þjóðþing Rúmeníu í Búkarest í gær til að mótmæla nýrri löggjöf, sem felur í sér strangari reglur um sauðfjárbeit á vetrum. Fréttablaðið/EPa Bændur mótmæla hertum reglum Mælt er með röskum göngutúr til að efla heilastarfið. Fréttablaðið/StEFán Heilsa Nýleg rannsókn sem bygg- ist á gögnum úr öldrunarrannsókn Hjartaverndar sýnir að eldra fólk sem hreyfir sig lítið eða er í mikilli kyrrsetu mælist með rýrari heila. Niðurstöðurnar renna stoðum undir fjölda rannsókna sem sýnt hafa fram á jákvæð og verndandi áhrif hreyfingar á heilann og hún geti minnkað líkur á sjúkdómum sem tengjast vitsmunagetu.  Frá þessu er greint á fræðisíðunni Heils- an okkar. Rannsóknin er byggð á gögnum frá 352 einstaklingum þar sem magn gráa og hvíta efnis  heilans var metið tvisvar sinnum með fimm ára millibili og hreyfing mæld með hreyfimælum við seinna matið. Samkvæmt ráðleggingum Land- læknisembættisins er mælt með að eldra fólk stundi miðlungserfiða hreyfingu í að minnsta kosti þrjá- tíu mínútur daglega. Þeim tíma sem varið er í hreyfingu má þó skipta í nokkur styttri tímabil yfir daginn. Dæmi um miðlungserfiða hreyfingu eru röskleg ganga, erfið heimilisverk og garðvinna. – ebg Hreyfing gefur þéttari heilavef Umboðsmaður Alþing- is hefur óskað eftir því að Útlendingastofnun gefi upplýsingar um málsmeð- ferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum og sérstaklega er óskað eftir upplýsingum um þessi atriði þegar umsækjandi er barn. 1 6 . d e s e M b e r 2 0 1 5 M i Ð V i K U d a G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a Ð i Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.