Fréttablaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.12.2015, Blaðsíða 28
Skjóðan Íslendingar virðast ætla að forð­ ast eins og heitan eldinn að draga lærdóm af bankahruninu sem hér varð fyrir sjö árum. Vissulega var íslenska bankahrunið angi af alþjóðlegri fjármálakrísu sem lagði að velli fjölda heimsþekktra og virtra fjármálafyrirtækja en ekkert annað land mátti horfa upp á fjármálakerfi sitt hrynja til grunna nánast í einu lagi. Eitt­ hvað hefur því verið sér á parti hér á landi. reglu- og lagaumhverfi fjár­ málastofnana hefur lítið sem ekkert verið breytt frá því fyrir hrun. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur fengið aukna fjármuni en þar hefur ekkert breyst – að minnsta kosti ekki til bóta. Í nokkur ár stýrði FME maður, sem varð uppvís að því að misnota aðstöðu sína á saknæman hátt til að reyna að klekkja á og ófrægja einstaklinga úti í bæ. stofnað var embætti sérstaks saksóknara, sem varið hefur mörgum árum í að sækja til saka suma stjórnendur og eigendur gömlu íslensku bankanna. Val á sakborningum virðist þó vera heldur handahófskennt. Dæmi um það er að annar bankastjóri Landsbankans hefur sætt ákæru í fleiri en einu máli og hlotið fang­ elsisdóm en hinn bankastjórinn þarf ekki einu sinni að ómaka sig til að mæta í réttarsal til að bera vitni, hvað þá að hann sé sóttur til saka. Þegar fram komu ásakanir um að einn æðsti stjórnandi Arion banka hefði sem lykilmaður í Kaupþingi gerst sekur um innherjasvik með sölu á hluta­ bréfum í Kaupþingi 3. október 2008, komst FME að því að ekki hefði verið um innherjasvik að ræða, viðkomandi hefði ekki haft meiri innherjaupplýsingar en maðurinn á götunni. Yfirmenn hans í Kaupþingi voru þó dæmdir í margra ára fangelsi á grundvelli vitnisburðar þessa manns. maðurinn sem hafði að mati Hæstaréttar Íslands slíka yfirsýn yfir stöðu mála og athafnir æðstu stjórnenda í Kaupþingi þá örlaga­ ríku daga sem liðu frá því Lehman Brothers féll 15. september 2008 þar til Kaupþing féll 8. október sama ár, að hægt var að byggja margra ára fangelsisdóma yfir fjórum mönnum á vitnisburði hans, hafði 3. október engar inn­ herjaupplýsingar um bankann að mati FME. Þar réð slembilukkan ein að mati FME. sami maður hefur úthlutað gömlum skólafélögum sínum hlutabréfum á afsláttarverði í fyrirtækjum sem Arion banki hefur selt úr eignasafni sínu. Eflaust verður það niðurstaða FME að þar hafi slembilukkan enn verið á ferð ef málið verður þá yfirleitt skoðað. nýja bankakerfið býr við sama regluverk og lagaumhverfi og gamla kerfið sem hrundi til grunna. FME virðist vera enn slappara en fyrr. En kannski erum við ekki að byggja upp sama bankakerfi og áður. Ekki sama bankakerfi og fyrir hrun? markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Umsjón jón hákon halldórsson jonhakon@365.is Ábyrgðarmaður kristín Þorsteinsdóttir | Forsíðumynd gva Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Fimmtudagur 17. desember hagstofa Íslands - Samræmd neyslu- verðsvísitala í nóvember. Þjóðskrá Íslands - Vísitala íbúða- verðs á höfuðborgarsvæðinu. Föstudagur 18. desember hagstofa Íslands - Vísitala bygginga- kostnaðar fyrir janúar 2016 Þjóðskrá Íslands - Upplýsingar um leiguverð íbúðahúsnæðis mánudagur 21. desember hagstofa Íslands - Vísitala lífeyris- skuldbindinga í nóvember 2015. hagstofa Íslands - Vísitala kaup- máttar launa í nóvember. Þriðjudagur 22. desember hagstofa Íslands - Nýskráningar og gjaldþrot í nóvember. hagstofa Íslands - Vísitala neyslu- verðs í desember 2015. hagstofa Íslands - Vinnumarkaður í nóvember 2015 miðvikudagur 23. desember Þjóðskrá Íslands - Viðskipti í nóvem- ber 2015. Þjóðskrá Íslands - Útungun alifugla í nóvember 2015. dagatal viðskiptalífsinsÁ döfinni allar markaðsupplýsingar Vikan sem leið 100 þúsund banka- menn misstu vinnuna Á árinu hafa tæplega 100 þúsund bankamenn misst vinnuna. Ellefu stærstu bankar Evrópu og Banda- ríkjanna hafa skorið niður sem nemur 10 prósent af starfsmönnum sínum, samkvæmt greiningu Financial Times. Talið er að snjallforrit sem gera notendum kleift að greiða, lána, og fjárfesta á ódýrari, og fljótlegri hátt séu að leysa bankamenn af hólmi. 0,1 prósents verð- bólga í bretlandi Verðbólga mældist 0,1 prósent í nóvember í Bretlandi. Í október mánuði mældist hún hins vegar -0,1 prósent. Greiningaraðilar áttu von á að hún yrði í kringum núll prósent. Samgöngukostnaður, áfengis- og tóbaksverð ýttu undir hærri verð- bólgu. 230 milljónir iPhone-síma selst Á viðskiptaárinu 2015 hafa 231,1 milljón iPhone-símar selst. iPhone- sala hefur farið ört vaxandi frá árinu 2007 þegar 1,4 milljónir eintaka seldust. Greiningaraðilar spá hins vegar að iPhone-sala muni dragast saman í fyrsta sinn árið 2016. Fyrirtækið IVF Iceland, sem rekur Art Medica, einu stöðina sem sinnir tæknifrjóvgunum hér á landi, hagn­ aðist um 56,3 milljónir á síðasta ári. Hagnaðurinn dróst saman milli ára, en hann nam 82,8 milljónum árið 2013. Greiddur var út arður upp á 265 milljónir króna árið 2014, saman borið við 44 milljónir árið 2013. Eignir námu 120 milljónum króna í árslok 2014, samanborið við 304,8 milljónir árið 2013. Rekstrartekjur á árinu 2014 námu 60,4 milljónum króna, og lækkuðu um 33 milljónir króna milli ára. Skuldir í árslok námu 57 milljónum króna, samanborið við 33 millj­ ónir króna árið 2013. Eigið fé nam tæpum 63 milljónum króna, saman­ borið við 271,7 milljónir króna í árslok 2013. Hlutafé félagsins í árslok nam 6,6 milljónum króna. Hluthafar voru tveir í árslok 2014, þeir Guðmundur Arason og Þórður Óskarsson. Gjaldskrárhækkanir urðu hjá fyrirtækinu í september síðast­ liðnum. Þá hækkaði glasameðferð um 37 þúsund krónur, úr 376 þús­ und krónum í 413 þúsund krónur. Greint var frá því að mikil óánægja væri með hækkanirnar. Valborg Rut Geirsdóttir ritaði pistil þar sem hún gagnrýndi hækkanirnar. Hún benti á að Art Medica væri eina fyrirtæki sinnar tegundar á landinu og gæti því fólk ekki leitað annað nema þá erlendis. Í pistlinum sagðist hún vita af mörgum sem ekki hefðu efni á því að eignast börn þar sem læknis­ aðstoðin kostaði allt of mikið. Valborg gagnrýndi að hækkan­ irnar væru að eiga sér stað í ljósi þess að samkvæmt ársreikningi frá árinu 2013 ætti fyrirtækið 271 millj­ ón króna í eigið fé og að eigendurnir tveir greiddu sér 44 milljóna króna í arð það ár. Greint var frá því í síðustu viku að sænska fyrirtækið IVF Sverige hafi keypt Art Medica og muni leggja niður starfsemina og opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík í febrúar á næsta ári. Ný deild sem mun heita IVF klíníkin Reykjavík verður rekin í samstarfi við fæð­ ingar­ og kvensjúkdómalæknana Snorra Einarsson og Ingunni Jóns­ dóttur, sem hafa bæði lært fagið og starfað við það í Svíþjóð, og Stein­ unni Þorsteinsdóttur lífeindafræð­ ing. saeunn@frettabladid.is Eigendur Art Medica tóku 265 milljónir í arð Hagnaður IVF Iceland sem rekur Art Medica, einu tæknifrjóvgunarstöðina hér á landi, dróst saman milli ára. Eigendurnir greiddu sér þó mun hærri arð. Art Medica er eina stöðin sem sinnir tæknifrjóvgunum hér á landi. FréttAblAðið/Getty 1 6 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m i ð v i k u d a g u r2 markaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.