Fréttablaðið - 17.03.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.03.2016, Blaðsíða 16
Mannréttindi Sjö fylgdarlaus ung- menni komu til landsins á síðasta ári en eitt þeirra dró umsókn sína um hæli til baka. Tveimur fylgdarlausum ungmennum hefur verið veitt vernd hér á landi og hafa barnaverndaryfir- völd í Reykjavík mál þeirra á sínu for- ræði. Tveimur fylgdarlausum ung- mennum var synjað um hæli og voru þau flutt aftur til heimalands síns á árinu 2015. Þeim var fylgt þangað af alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra en flutningur fylgdarlauss ungmennis er ávallt framkvæmdur í samvinnu alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra og barnaverndaryfirvalda. Í öðru tilvik- inu á síðasta ári var fulltrúi íslenskra barnaverndaryfirvalda með í för og í báðum tilvikunum tóku fulltrúar barnaverndaryfirvalda í heimaland- inu á móti ungmennunum. Umsóknir hinna tveggja eru til meðferðar hjá Útlendingastofnun sem og mál þriggja fylgdarlausra ung- menna sem komu til landsins í janúar 2016. Tvö barnanna eru komin í vist hjá íslenskum fósturfjölskyldum. Veru- leiki þeirra barna sem koma fylgdar- laus til landsins er afar frábrugðinn veruleika íslenskra barna. Sum þeirra hafa verið á flótta í nokkur ár áður en þau koma hingað til lands. Saga Jakobs Eitt þessara barna sem er í umsjá barnaverndaryfirvalda er drengur frá Albaníu. Vegna aðstæðna hans og líðanar kemur hann ekki fram undir nafni en segir sögu sína í fylgd réttar- gæslumanns síns. Við skulum kalla hann Jakob. Jakob kom hingað til lands snemma í janúar. Hann hefur verið á flótta í tæp tvö ár. Hann er með lög- legt vegabréf og þarf því ekki að fara í aldursgreiningu, hann er sautján ára. Þegar Jakob hittir blaðamann er hann enn í vist í móttökustöð hælis- leitenda í Bæjarhrauni með fullorðnu fólki. Honum er sagt að hann geti ekki fengið að stunda skóla þar sem skrán- ingu í skóla þessa önnina sé lokið í framhaldsskóla. Barnaverndarstofa lýsti því yfir að hún vildi leysa málefni fylgdarlausra barna með þeim hætti að koma þeim í fóstur hjá íslenskum fjölskyldum. Jakob hefur ekki heyrt um þau úrræði. Hann er á leiðinni á unglingaheimili í Breiðholti, Hraun- berg. Það sem Jakob hræðist mest er að verða fluttur aftur til heimalands síns. Fjölskyldan þurfti að slíta tengsl við hann og senda í öruggt skjól. Hann er einn sex systkina. Sum þeirra eru í felum í heimalandinu. Aðeins yngsta systir hans býr enn hjá foreldrum þeirra. Hann hefur slitið öll tengsl við foreldra sína. Ástæðan er sú að honum stendur ógn af því að vera með fjöl- skyldu sinni. Fjölskyldulíf Jakobs er í lamasessi. Hann er eitt sex systkina og flest systkinanna fyrir utan þau yngstu eru flúin frá heimalandinu. Jakob segir frá því að faðir hans hafi lent í heiftúðlegum útistöðum við annan mann. Útistöðurnar hafi leitt til gegndarlauss ofbeldis og hefndar- verka. Svokallaðrar blóðhefndar. Ofbeldið beindist að karlmönnum í fjölskyldu Jakobs. Hann var stunginn í bakið aðeins þrettán ára gamall. Stungan fór djúpt í bakið, nærri því inn að mænu. Hann er með ljótt ör. Ofbeldið varð honum mikið áfall og læknir hans sagði honum að hann væri heppinn að hafa ekki lamast eða jafnvel látist. Eftir að sár hans greru fór hann í felur. Hann fékk skjól í kirkju fyrir milli- göngu fjölskyldunnar. Kaþólskur prestur skaut yfir hann skjólshúsi. Jakob fékk að dvelja í kirkjunni ásamt um það bil tuttugu öðrum börnum og unglingum. Hann endurgalt skjólið og fæðið með því að aðstoða í hjálpar- starfi kirkjunnar. Jakob fékk að vera í kirkjunni þar til í septembermánuði á síðasta ári. Þá var presturinn fluttur til Ítalíu. Þegar presturinn flutti var úrræðinu fyrir börnin lokað. Jakob ákvað að elta prestinn til Ítalíu. Jakob fékk að dvelja hjá honum í þrjá mánuði. Aðstæður hans voru ekki jafn góðar og í kaþólsku kirkj- unni í Albaníu og presturinn leitaði að tryggum stað fyrir Jakob. Eftir að hafa rætt málin við aðra presta og leitað heimilda á netinu sagði presturinn við Jakob að á Íslandi væri hugsað vel um þarfir barna, menntunarstig þjóðarinnar væri hátt, hún væri friðsöm. Presturinn greiddi flugfarið. Jakob flaug frá Ítalíu til Noregs. Nú er hann kominn til landsins og bíður svara frá Útlendingastofnun. kristjanabjorg@frettabladid.is Fimm fylgdarlaus börn á landinu Nú eru fimm fylgdarlaus börn hér á landi og til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Börnin eru í umsjá barnaverndaryfirvalda. Staða þeirra er afar misjöfn, sum þeirra hafa verið á flótta í nokkur ár. Eitt þeirra fylgdarlausu barna sem eru stödd hér á landi segir sögu sína. Jakob kom til Íslands í byrjun janúar. Hann bíður eftir að fara á unglingaheimilið Hraunberg í Breiðholti og dreymir um að fara í nám tengt viðskiptafræði. Honum hefur verið greint frá því að það sé ekki hægt. FréttaBlaðið/VilHelm 40 35 30 25 20 15 10 5 0 % 1,80 12,80 27,60 8,20 8,40 38,10 4,20 12,80 23,40 7,80 7,80 37,00 ✿ Kannanir MMr og Fréttablaðsins Helsti munur snýr að fylgi Sjálfstæðisflokksins. n Könnun Fréttablaðsins n Könnun MMR Vinstriflokkarnir koma heldur illa út í báðum könnunum. FréttaBlaðið/anton Brink Tvö fylgdarlaus börn eru í dvöl hjá íslenskum fóstur- fjölskyldum. Lykill er hluti af Lýsingu hf. I Ármúla 1 I 108 Reykjavík I S. 540 1700 I lykill.is I lykill@lykill.is I Lykill býður þér að leigja bíl í stað þess að kaupa og lágmarka bæði kostnað og áhættu við rekstur bílsins. Innifalið í leigunni er þjónusta, viðhald, dekk, tryggingar og bifreiðagjöld, Þú velur bíl í samráði við okkur. Leigusamningur getur verið 12–36 mánaða langur. Leigugreiðslan er föst fjárhæð allan leigutímann og því engin áhætta af verðbólgu eða gengi krónunnar. Lykilleiga fyrir einstaklinga Lykill leigir bílaflota til fyrirtækja með tilheyrandi þjónustu og tekur svo við honum aftur að leigutíma loknum. Fyrirtækin njóta stærðarhagkvæmni Lykils. Þú finnur bíla sem henta þínum rekstri. Lykill sér um kaup og rekstur bílanna. Leigugreiðslan er föst fjárhæð allan leigutímann og því engin áhætta af verðbólgu eða gengi krónunnar. Flotaleiga fyrir fyrirtæki Leigulausnir Lykils Kynntu þér möguleikana á lykill.is/showroom/ StjórnMál Bæði Samfylkingin og Vinstri græn mælast með fylgi undir átta prósentum í skoðanakönnun MMR sem gerð var á tímabilinu 23. febrúar til 1. mars. Píratar mælast enn stærsti flokk- urinn með 37 prósenta fylgi og Sjálf- stæðisflokkurinn er með 23,4 pró- senta fylgi. Framsóknarflokkurinn er með 12,8 prósenta fylgi og Björt framtíð með 4,2 prósenta fylgi. Niðurstaða könnunar MMR er í samræmi við niðurstöðu könnunar sem birtist í Fréttablaðinu 10. mars síðastliðinn. Þar kemur fram að Pírat- ar eru stærstir með 38,1 prósents fylgi og Samfylkingin og VG með rétt rúm- lega 8 prósenta fylgi. Helsti munurinn á könnunum Fréttablaðsins og MMR er að í könnun Fréttablaðsins mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins heldur meira (27,6%), en fylgi Bjartrar fram- tíðar mælist heldur minna (1,8%). Svarendur í könnun MMR eru 926 en ekki er tekið fram hvert svarhlut- fallið er. Svarendur eru einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófs- kennt úr hópi álitsgjafa MMR. – jhh Vinstriflokkarnir eru undir átta prósentum 1 7 . M a r S 2 0 1 6 F i M M t U d a G U r16 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.