Fréttablaðið - 17.03.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.03.2016, Blaðsíða 4
Velferðarmál Aðeins tvö prósent tilkynninga til barnaverndarnefnda koma frá leikskólum landsins en um fjórðungur tilkynninga varðar börn á leikskólaaldri. Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjaf- ar- og fræðslusviðs Barnaverndar- stofu, segir mikilvægt að leikskólar tilkynni til barnaverndarnefnda. „Tilkynningum vegna yngri barna fjölgar og því ætti tilkynningum frá leikskólum einnig að fjölga. Það getur skipt sköpum fyrir börn að aðstoð berist sem fyrst. Það að búa lengi við álag vegna ofbeldis eða ástands á heimilinu getur skaðað barn jafn mikið eins og það sé statt á stríðssvæðum.“ Linda Hrönn Þórisdóttir leik- skólastjóri rannsakaði ástæður þess hve fáar tilkynningar berist frá leikskólum í MA-verkefni við menntavísindasvið HÍ. Hún tók við- töl við leikskólastjóra og leikskóla- kennara. Skortur á þekkingu er ein meginástæðan sem nefnd er fyrir fáum tilkynningum og var kallað eftir frekari fræðslu. Linda segir fræðslu um barna- verndarmál til starfsmanna leik- skóla hafa verið af skornum skammti í gegnum tíðina. Lítillega sé fjallað um barnaverndarnefndir í námi leikskólakennara en hún bendir á að fjölmargir starfsmenn leikskóla séu ekki með þá menntun. „Til samanburðar setur skáta- hreyfingin það sem skilyrði að allir foringjar sem starfa í skátafélögum landsins sæki fræðslu um barna- verndarmál. Börn verja örfáum tímum í skátunum í viku hverri en eru allan daginn, alla virka daga í leikskólanum. En þar eru starfs- menn ekki fræddir,“ segir Linda og bendir á að samt sem áður sé til- kynningaskylda í verklagsreglum leikskólastarfsmanna. Linda segir skort á fræðslu valda því að leikskólastarfsmenn óttist að tilkynna til barnaverndar þótt þeir hafi grun um vanrækslu eða ofbeldi. Þeir séu hræddir um að hafa ekki rétt fyrir sér en hún áréttar að til- kynna megi grun þótt hann sé ekki staðfestur enda eigi barnið að njóta vafans. „Þeir óttast einnig um afdrif barnanna og halda að barnavernd sé grýla sem eyðileggi fjölskylduna. Þetta er þekkingarskortur því yfir- leitt er það svo að foreldra vantar hreinlega stuðning í daglegu lífi.“ erlabjorg@frettabladid.is Lítil sem engin fræðsla um barnavernd Mjög fáar tilkynningar berast barnaverndarnefndum frá leikskólum. Meðvirkni með foreldrum er talin ástæða. Leikskólastarfsmenn eru ekki fræddir um barnaverndarmál á meðan skátaforingjar fara á námskeið um hvernig og hvað eigi að tilkynna til nefndanna. Margir starfsmenn í leikskólum þekkja ekki hvernig barnaverndarnefndir starfa og líta á þær sem „grýlur“. Fréttablaðið/VilhelM Þeir óttast einnig um afdrif barnanna og halda að barnavernd sé grýla sem eyðileggi fjölskyld- una. Þetta er þekkingar- skortur því yfirleitt er það svo að foreldra vantar hrein- lega stuðning í daglegu lífi. Linda Hrönn Þóris- dóttir leikskólastjóri 2% tilkynninga til barnavernd- arnefnda landsins koma frá leikskólum. Þó varðar fjórðungur tilkynninga börn á leikskólaaldri. Aukin andleg vanræksla Í rannsókn Lindu nefndu leikskóla- kennarar áhyggjur af börnum sem eru félagslega eða sálrænt van- rækt. Sögðust kennararnir upplifa í auknum mæli að börn væru vansæl og hafa vitneskju um að börn og foreldrar eigi of takmarkaðan tíma saman. „Þess háttar vanrækslu er erfitt að tilkynna. En þetta er talið vera í takt við sífellt lengri leikskóladag barna og þétta dagskrá utan leikskóla. Samfélagið þarf að koma til móts við börnin varðandi aukna samveru for- eldra og barna,“ segir Linda en tekur fram að það sé ekki við nokkurn að sakast. Mikil streita fylgi daglegu lífi foreldra og sú streita smitist áfram til barnanna. „Ég veit um leikskóla sem hafa gert sitt til að vekja foreldra til umhugsunar. Til dæmis hafa margir sett upp skilti í fatahengið, þar sem foreldrar kveðja börn sín á morgn- ana. Á skiltinu stendur: Nú ertu að fara að eiga mikilvægustu stund dagsins – leggðu símann frá þér.“ SEGLAGERÐIN ÆGIR Þar sem ferðalagið byrjar Korputorg 112 Reykjavík Sími 551 5600 utilegumadurinn.is FERÐAVAGNAR KAUPLEIGA GRÆNIR BÍLAR Opið mán-fös kl. 10-18 - lau-sun kl. 12-16 Frábært verð! Verð frá 2.990.000 kr. Þessi miði hangir til að mynda uppi við fatahengi leikskóla í Kópavogi. mansal Systrum frá Srí Lanka sem eru þolendur mansals í Vík í Mýrdal var boðið sjálfboðastarf við fataflokkun af ríkinu. „Þær höfðu bara engan áhuga á slíku. Þær vildu bara vinna og fá greitt fyrir sína vinnu og fá sómasamlega framfærslu á meðan ég var að berjast fyrir atvinnuleyfi handa þeim,“ segir Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður hjá Landi lögmönnum og réttargæslu- maður systranna. Viðbragðsteymi vegna mansals hélt utan um meðferð systranna og ráðgjafi á vegum þess bauð þeim iðjuna til þess að þær hefðu eitthvað að fást við á meðan þær dvöldu í athvarfinu. Systurnar fóru úr landi aðfaranótt fimmtudags vegna þess að þær fengu ekki að vinna eftir að þær voru komnar í skjól ríkisins. Þá dvöldu þær aðeins í fáeina daga í Kvennaathvarfinu vegna úrræðaleysis. Fjárhagsaðstoð ríkisins dugði þeim ekki. Þær fengu 761 krónu á dag í aðstoð. „Eins og ég hef áður sagt þá líta þolendur mansals oft ekki á sig sem þolendur og telja sig ekki þurfa neina aðstoð. Það á að sjálfsögðu að fá sálfræðing til þess að ræða við þær strax og meta þeirra ástand og þörf á viðeigandi heilbrigðis- og sálfræðiað- stoð. Ekki bara segja við þær að hitt og þetta sé í boði,“ segir Kristrún og segir þörf á því að endurskoða úrræðin. „Það þarf að vera einhver einn sem sér alger- lega um að halda utan um þær og þarfir þeirra og þjónustu á þessum mikilvæga tíma þegar verið er að reyna að ná þeim út úr þeim aðstæðum sem þær voru í. Það á bara að vera eitthvert fastmótað ferli, úrræði sem fara af stað og athvarf sem tekur við þar sem sérfræðingur í velferð mansalsfórnarlamba stendur vaktina og er þeim innan handar allan sólarhringinn,“ segir hún. – kbg Boðin sjálfboðavinna við fataflokkun dómsmál „Mál umbjóðanda míns er að mínu mati birtingarmynd af vaxt- arverkjum íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir Eva B. Helgadóttir, lögmaður kín- versks manns sem dæmdur var í gær fyrir manndráp af gáleysi eftir árekstur á einbreiðri brú. Áreksturinn varð í Öræfasveit á annan dag jóla í fyrra. Japanskur öku- maður lést í slysinu. Kínverjinn, sem er 28 ára gamall, var fljótlega settur í farbann að kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi sem taldi hann hafa ekið of hratt. Tveimur dögum eftir að Hæstiréttur staðfesti farbannið játaði maðurinn. „Það má segja að hann hafi verið í þvingaðri stöðu til þess að játa til þess að geta komist heim til sín,“ segir Eva um þróun málsins. Maðurinn hafi átt töluverða hagsmuni undir því að geta farið heim til sín til London, eins og lögmaðurinn hefur áður rakið í Frétta- blaðinu. „Búsetu- og dvalarleyfi hans er háð lágmarksviðveru hans þar. Ef hann hefði ekki komist heim fyrir mán- aðamót þá hefði hann verið að setja aflahæfi sitt, það er fyrirtæki sitt, og heimili í uppnám.“ Samkvæmt ákærunni sem maður- inn játaði ók hann of hratt í snjó og krapi og án nægjanlegrar aðgæslu þannig að hann hafði ekki fulla stjórn á bílnum er honum var ekið framan á bíl sem var nær kominn yfir einbreiða brú úr gagnstæðri átt. Var maðurinn dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og sviptur ökuréttindum í tíu mánuði. Þá var hann dæmdur til að borga lögregl- unni á Suðurlandi tæpar 3,6 milljónir króna í kostnað við rannsóknina og lögmanni sínum 1,2 milljónir í máls- varnarlaun. Ökumaðurinn fór úr landi á laugar- daginn. Eins og segir í upphafi telur Eva að draga eigi lærdóm af máli hans varðandi ferðaþjónustuna í landinu. Innviðir á borð við vegakerfið og merk- ingar á þjóðvegi 1 sem og regluverk hafi ekki verið aðlagað þeirri fjölgun ferðamanna sem hingað streyma. „Réttarstaða þessara ferðamanna sem lenda í svona slysum er ekki endi- lega sæmandi.“ – gar Kínverjinn játaði og er gert að borga rannsókn lögreglunnar Systurnar dvöldu í þessu húsi í Vík í Mýrdal. Fréttablaðið/Þórhildur Réttarstaða þessara ferðamanna sem lenda í svona slysum er ekki endilega sæmandi. Eva B. Helgadóttir, hæstaréttarlög- maður 1 7 . m a r s 2 0 1 6 f I m m T U d a G U r4 f r é T T I r ∙ f r é T T a B l a ð I ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.