Fréttablaðið - 17.03.2016, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 17.03.2016, Blaðsíða 72
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is facebook.com/noisirius Nú mega páskarnir koma því að Nóa páskaeggin eru tilbúin. Og vitið þið bara hvað? Við vönduðum okkur alveg sérstaklega í ár, því við vitum að þið viljið hafa þau fullkomin. Bæði gómsæta súkkulaðiskelina sem bráðnar í munni og allt góðgætið sem leynist þar fyrir innan. Ekki ryðjast — það er nóg til fyrir alla. Þau eru tilbúin N Ó I SÍ R Í U S Sjálfbærni og samfélagsábyrgð Sukkulaðið okkar inniheldur kakó sem framleitt er á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Það stuðlar að betri lífsskilyrðum og aðbúnaði starfsfólks. 1 7 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r72 L í F I ð ∙ F r É T T a B L a ð I ð Ég hef aldrei verið í sjónvarpi svo það má segja að hafi sannarlega hoppað út í djúpu laugina þarna,“ segir Valgerður Árnadóttir, sem birtist nú á skjáum fiskveiðiáhugamanna um heim allan. Hún tók sér stöðu dómara í þáttum BBC-sjónvarpsstöðvarinnar, Earth’s Wildest Waters: The Big Fish. „Þetta er átta þátta sería þar sem átta veiðimenn taka þátt og í hverjum þætti dettur einn út. Fyrsti þátturinn í þess- ari seríu var tekinn upp hér á Íslandi, á Þingvöllum og á Ísafirði,“ útskýrir Val- gerður. Voru það sjónvarpsmennirnir Ben Fogle og Matt Hayes sem ásamt fylgdarliði heimsóttu landið í fyrra, í þeim tilgangi að leggja þrautir fyrir keppendur, og dómari hvers lands, sem heimsótt var, sá um að vega og meta færni viðkomandi. Valgerður segir föður sinn, Árna Baldursson, eiganda Stangveiðfélags- ins Lax-Á, upphaflega hafa verið hugs- aðan í verkið en það hafi hins vegar ekki gengið upp og hún því skellt sér á Skype þar sem viðtalið við framleið- anda fór fram. Þar hreppti hún í stuttu máli hnossið. „Það var mjög gaman að fá að taka þátt í þessu, sér í lagi í ljósi þess að ég var eina konan sem sinnti hlutverki dómara í þessari seríu. Mér finnst gott að vera fyrirmynd bæði kvenna og ungu kynslóðarinnar.“ Besti sjónvarpstíminn Þættirnir hafa þegar verið sýndir í Bret- landi, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi, en verða sýndir víða um Evrópu á næst- unni, segir Valgerður. „Þetta er hálf fyndið, ég hafði ekki gert neitt svona áður. Svo eftir viku af upptökum segir framleiðandinn við mig: Vá, þú ert greinilega reynslubolti í þessu, ertu bara ekkert stressuð? og ég gat ekki annað en hlegið og spurt til baka; Nei í rauninni ekki. Hvað gæti klikkað? Tökum við ekki bara aftur ef með þarf? Hún játti því en gat ekki annað en spurt mig hvað ég héldi að margir myndu horfa á þetta. Ég sagðist halda kannski svona hundrað þúsund manns í besta falli. Hún hló, enda kom það á daginn að um tvær milljónir horfðu á þáttinn, enda á „primetime“ í sjón- varpinu úti í Bretlandi.“ Valgerður segist sjálf hafa mikinn áhuga á að vinna meira með vitneskju sína um fiskveiðar í sjónvarpi enda liðið vel fyrir framan vélarnar. Hún viðurkennir jafnframt að sannarlega sé ákveðið forskot fyrir hana að vera kona í þessum karllæga bransa, hún fái fyrr athygli í sportinu. „En það er líka dálítð erfitt. Að vera kona í þessum bransa gerir það að verkum að manni finnst maður oft þurfa að sanna sig meira. Vera eitthvað meira en „pretty face“ og allt þetta.“ Þá segist hún alloft lenda í að veiðimenn sem komi í kof- ana hér heima, biðji hana um að hella upp á kaffi eða annað slíkt, sem hún og gerir. „Svo verða þeir eins og beygluð vaskaföt þegar ég klæði mig í gallann og fer að veiða rétt eins og þeir,“ segir hún og hlær. Samfélagsmiðlamiðuð Valgerður hefur í nægu að snúast, en hún er nýflutt aftur til landsins frá Kaupmannahöfn, þar sem hún var í mastersnámi í lögfræði, samhliða því að sinna gríðarlega umfangsmikilli samfélagsmiðlavinnu, sem einmitt er tengd fiskveiðunum, og ferðast vítt og breitt um heiminn með stöngina í far- teskinu. „Ég hef mjög gaman af að spá í samfélagsmiðlana og er með tólf þús- und fylgjendur á Instagram þar sem ég pósta myndum úr veiðinni. Þá blogga ég líka, sem átti bara að vera hobbí en fær gríðarlega góðar viðtökur, sér í lagi í Kanada og Bandaríkjunum,“ segir hún að lokum, spennt fyrir komandi ævintýrum. gudrun@frettabladid.is Pollslök fyrir framan tvær milljónir Valgerður Árnadóttir þekkir laxveiði eins og lófann á sér. Hún gegn- ir stöðu dómara í þáttunum Earth’s Wildest Waters: The Big fish sem breska sjónvarpsstöðin BBC framleiðir. Hún er eini kvendómarinn. Valgerður hefur farið út um allan heim til að renna fyrir fisk, svo sem Skotlands, Mexíkó, Grænlands og Belíss. Hún horfir löngunaraugum til Rússlands núna. Ben Fogle, Valgerður og Matt Hayes meðan á tökum stóð hér á landi. Earth’s WildEst WatErs Nýir raunveruleikaþættir þar sem átta þátttakendur hefja leikinn. Í hverjum þætti er farið í heimsókn til nýs lands þar sem aðstæður til veiði eru ólíkar og dettur einn keppandi út í hverjum þætti uns eftir stendur einn – sigurvegarinn. Þátturinn frá Íslandi var fyrstur í loftið og um tvær milljónir manna fylgdust með. En það Er líka dálítð Erfitt. að vEra kona í þEssum bransa gErir það að vErkum að manni finnst maður oft þurfa að sanna sig mEira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.