Fréttablaðið - 17.03.2016, Blaðsíða 24
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Umræðan undanfarna daga um hvar eigi að byggja þjóðarsjúkrahús er stórundarleg og úr takti við raunveruleikann. Framkvæmdir
eru þegar hafnar á Landspítalalóðinni, þar megum
við engan tíma missa; gefa heldur hressilega í ef
eitthvað er.
Mál númer eitt, tvö og þrjú er að koma allri
þjónustu við bráðveika og bráðarannsóknar-
þjónustu undir eitt þak, og bæta bráðavanda
LSH við Hringbraut á sem fæstum árum. Ég hef
sjálf þurft að leita á LSH nýlega vegna veikinda í
fjölskyldunni og get vottað að þar er aðstaðan út
í hött, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Húsa-
kynni spítala á Indlandi sem ég heimsótti í vetur
eru betur úr garði gerð en margt sem boðið er upp
á á LSH. Þetta ástand er ekki samboðið okkur sem
þjóð.
Byggja fullkomið hátæknisjúkrahús
En ábyrgð okkar stjórnmálamanna er meiri og nær
lengra. Miðað við efnahagslega stöðu okkar þjóð-
félags sem hefur líklega aldrei verið betri, áherslur
almennings (sbr. undirskriftalista Kára um endur-
reisn heilbrigðiskerfisins) og hækkandi aldurssam-
setningu þá er mjög nauðsynleg að við Íslendingar
förum að huga að því að byggja annað fullkomið
hátæknisjúkrahús. Eins og dæmin sanna mun
undirbúningur þess máls taka ár ef ekki áratug.
Auðvitað byggjum við og endurreisum eins og
hægt er á Landspítalalóðinni og reynum að gera
það á sem allra skemmstum tíma, þar erum við
að kljást við bráðavanda, en leggjum á sama tíma
grunninn að framtíðinni í heilbrigðismálum á
Íslandi.
Þetta er algerlega tímabært og ekkert nema
skynsemi fólgin í því að byggja duglega undir
helstu velferðarstoð þessa þjóðfélags. Snúa af
brautinni þar sem við erum annars flokks og koma
okkur aftur í fremstu röð.
Ekki samboðið okkur
sem þjóð
Elín Hirst
alþingismaður
Auðvitað
byggjum við
og endur-
reisum eins
og hægt er á
Landspítala-
lóðinni og
reynum að
gera það á
sem allra
skemmstum
tíma.
Hrægammakonan
Fáir stjórnmálamenn vildu taka
jafn harða afstöðu gegn kröfu-
höfum föllnu bankanna og Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra. Sögusagnir
bárust af því að Sigmundur vildi
knýja gömlu bankana í þrot,
þótt á endanum hafi nauða-
samningar orðið niðurstaðan.
Og stundum, á meðan málin
voru enn óleyst, kallaði ráð-
herrann kröfuhafana ónefnum
eins og hrægamma. Hörð afstaða
Sigmundar kemur dálítið á óvart
núna í baksýnisspeglinum,
þegar í ljós kemur að eiginkona
hans var á meðal kröfuhafa. Það
er spurning hvort Sigmundur
hafi nýtt sér koddahjalið á
kvöldin til að útskýra afstöðu
sína fyrir frúnni.
Karmað bítur fast
Lög um kynjakvóta í stjórnum
skráðra fyrirtækja hafa verið
umdeild og jafnvel talin stangast
á við stjórnarskrána. Samkvæmt
lögunum er hluthöfum ekki
frjálst að velja þá stjórn sem
þeir helst kjósa heldur verður
kynjaskipting að vera 60/40. Til-
gangur lagasetningarinnar var
að auka hlut kvenna í stjórnum
félaga. En það má segja að
karmað hafa bitið fast þegar
fresta þurfti aðalfundi VÍS í gær
vegna þess að einungis konur
voru í framboði til stjórnar. Og
tvær hæfar konur þurfa að víkja
til að hleypa einhverjum körlum
að. jonhakon@frettabladid.is
Félag í eigu eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunn-laugssonar forsætisráðherra á fleiri hundruð milljónir og er skráð til heimilis á Bresku Jómfrúareyjunum. Um er að ræða 1,2 milljarða króna samkvæmt skattframtölum. Félagið lýsti
alls kröfum upp á um hálfan milljarð króna í þrotabú
íslensku bankanna og er því það sem kallast erlendur
kröfuhafi. Eiginkona Sigmundar, Anna S. Pálsdóttir,
greindi sjálf frá þessu á Facebook-síðu sinni á þriðjudag.
Í pistlinum er það tekið fram að um sé að ræða fjár-
muni sem eru arfur og hennar séreign í hjónabandinu.
Hún spyr hvort ekki sé betra að beina orkunni í að tala
um eitthvað sem skipti raunverulega máli. Það er hins
vegar ýmislegt sem orkar tvímælis í þessu máli.
Í fyrsta lagi voru í gær samþykktar siðareglur þing-
manna. Þar segir í 8. grein: „Þingmenn skulu við störf sín
forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra
hagsmuna þeirra eða annarra hagsmuna sem eru faglegir,
persónulegir eða tengdir fjölskyldu þeirra, hvort sem þeir
eru raunverulegir eða hugsanlegir.“ Ljóst er að störf Sig-
mundar sem forsætisráðherra, þar sem hann hefur haft
töluvert með uppgjör slitabúa bankanna að gera sem og
reglusetningu gagnvart kröfuhöfum þeirra, myndi hafa
fallið beint undir þessa grein. Eiginkona hans hefur beina
fjárhagslega hagsmuni af því með hvaða hætti slitabúin
munu gera upp við kröfuhafa sína.
Í öðru lagi hefur Sigmundur í störfum sínum lagt ríka
áherslu á að íslenska krónan sé sterkur og brúkanlegur
gjaldmiðill. Hann sagði til að mynda að stuðningur
við innlenda matvælaframleiðslu snérist um að spara
gjaldeyri, þegar hann rökstuddi kosti nýja búvörusamn-
ingsins. Þannig að á sama tíma og hann hvetur Íslendinga
til að spara gjaldeyri og talar upp krónuna hefur nánasti
aðstandandi hans ákveðið að hér á landi séu fjárfestingar-
kostir innan hafta ekki boðlegir. Milljarða forði í gjaldeyri
liggur þannig í fjárfestingarsjóðum erlendis.
Það er ómögulegt að halda því fram að fjármál eigin-
konu Sigmundar komi honum bara alls ekki við. Um
er að ræða 1.200 milljónir. Í því samhengi má nefna að
Landspítalinn fékk við lok fjárlagagerðar á síðasta ári
nokkurn veginn nákvæmlega þá fjárhæð til að sinna
bráðaþjónustu og viðhaldi. Ekki er um að ræða neina
smáaura – þetta eru auðæfi. Þannig auðæfi að Sigmundur
Davíð getur verið viss um að börn hans munu í raun
aldrei þurfa að vinna handtak á ævi sinni nema þau vilji.
Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir á þessari
stundu virðist ljóst að forsætisráðherrahjónin hafa ekki
aðhafst neitt ólöglegt eða gegn settum reglum í fjármál-
um sínum. Þvert á móti kom fram í fréttum gærdagsins
að eignirnar hefðu verið gefnar upp í skattframtölum
Önnu frá því hún eignaðist umrætt félag á árinu 2008.
Það er hins vegar þannig með þetta mál eins og svo oft
er með önnur að þrátt fyrir að hlutirnir séu löglegir er það
hverjum og einum í sjálfsvald sett að ákveða hvort þeim
finnist þeir siðlegir. Og hvort þeir raunverulega skipti
máli.
Hvað skiptir
máli?
Það er
ómögulegt að
halda því
fram að
fjármál
eiginkonu
Sigmundar
komi honum
bara alls ekki
við. Um er að
ræða 1.200
milljónir.
1 7 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r24 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð
SKOÐUN