Fréttablaðið - 17.03.2016, Blaðsíða 28
Fyrir Alþingi liggur lagafrumvarp sem lýtur að löggildingu leiðsagnar ferðamanna. Kveðið er á
um að löggilding og starfsleyfi skuli
veitt „hæfum leiðsögumönnum“ og
hæfnin metin út frá „viðurkenndri
námskrá“.
Í frumvarpinu er „leiðsögn ferða
manna“ ekki skilgreind né gerð að
vernduðu starfi. Það skiptir þó máli
að greint sé á milli leiðsagnar, farar
stjórnar og hópstjórnar, enda um
mjög mismunandi þætti ferðaþjón
ustu að ræða. Það er þörf á því að
skilgreina þessi hugtök til að koma
megi böndum á starfsemi erlendra
leiðsögumanna sem gera út frá
öðrum löndum til ferða hér á landi.
Það er óviðunandi að menntun og
kunnátta innlendra leiðsögumanna
sé sniðgengin með því að erlendum
leiðsögumönnum sé ekki gert skylt
að hafa innlendan leiðsögumann sér
við hlið.
Samkvæmt frumvarpinu er leyfis
veiting háð því að þeir sem leyfið fá
hafi lokið „leiðsögunámi hérlendis
sem uppfyllir kröfur námskrár“ eða
hafi haft „leiðsögu ferðamanna hér
lendis að aðalstarfi í samanlagt þrjú
ár, enda sýni þeir með hæfnisprófi að
þeir búi yfir þeirri þekkingu og færni
sem þarf til að ljúka leiðsögunámi“.
Þá er leyfi háð því sem stendur
í 2. gr. laga nr. 26/2010, sem varða
starfsemi erlendra þegna hér á landi.
Frumvarpið er því um leið að löggilda
leiðsögn erlendra leiðsögumanna,
hafi þeir á annað borð tilskilin leyfi
frá sínu heimalandi.
Fimm skólar bjóða upp á leið
sögunám hér á landi: Leiðsögu
skóli Íslands, sem heyrir undir MK,
Símenntun á Akureyri, sem kennir
samkvæmt samkomulagi við Leið
söguskólann/MK, Endurmenntun
Háskóla Íslands, Ferðamálaskóli
Íslands og loks Keilir.
Engin námskrá í gildi
Staðan á leiðsögunámi á Íslandi er
sú, samkvæmt upplýsingum frá ráðu
neyti menntamála, að engin námskrá
er í gildi sem stendur; árið 2011 var
námskrá um framhaldsskóla numin
úr gildi og hverri námsbraut gert að
senda nýja námskrá til staðfestingar
ráðuneytis. Leiðsöguskóli Íslands
hefur enn ekki sent tillögu að nám
skrá til ráðuneytis og er hún því
hvorki til né í ferli.
EHÍ kennir samkvæmt náms
lýsingu sem fagráð leiðsögunáms
hefur umsjá yfir; fagráðið hefur enga
stjórnsýslustöðu og ákvarðanir þess
gilda ekki sem námskrá í lagalegum
skilningi. Ferðamálaskóli Íslands og
Keilir kenna samkvæmt eigin nám
skrám en ekki samkvæmt því sem
nefnt hefur verið „viðurkennd nám
skrá“ – sem er varla nema von fyrst
engin viðurkennd námskrá um leið
sögunám er yfirhöfuð til.
Til er Evrópustaðall um leiðsögu
nám (ÍST EN 15565:2008), samþykkt
ur af Íslands hálfu, en ekki komið til
framkvæmdar. Ástæða er til að þeir
skólar, sem hér eru nefndir, könnuðu
hvort þeirra námsframboð standist
ekki kröfur Evrópustaðalsins, bættu
úr þar sem þarf, og skilgreiningar
vandi á því hvað er gild leiðsögu
menntun væri þar með úr sögunni.
Félag leiðsögumanna hefur um
árabil ekki viðurkennt sem fagfélags
menn aðra en þá sem lokið hafa námi
frá Leiðsöguskóla Íslands/MK eða
EHÍ. Ekki er ljóst á hvaða forsendum
sú viðurkenning er veitt þar sem ekk
ert nám í leiðsögn telst viðurkennt
eða löggilt frá 2011. Í lögum félags
ins segir um inngöngu í fagfélagið:
„Umsókn skal fylgja staðfesting leið
söguprófs frá skóla, sem mennta og
menningarmálaráðuneytið viður
kennir og kennir samkvæmt gildandi
námskrá ráðuneytisins.“
Þetta þýðir að enginn sem útskrif
ast hefur úr leiðsögunámi frá EHÍ
er tækur í fagfélagið og ekki heldur
neinn þeirra sem hafa útskrifast frá
Leiðsöguskóla Íslands/MK eftir 2011
né öðrum skólum.
Hér er komið að grundvallar
spurningum fyrir starfandi leiðsögu
menn: Hver hefur stjórnsýsluvaldið
að ákveða hvað er gilt leiðsögunám
á Íslandi og út frá hvaða forsendum?
Til er Starfsgreinaráð ferðamála
greina sem hefur yfirsýn yfir mennt
unarþarfir og menntunarmál innan
ferðaþjónustunnar. Þar er sá far
vegur sem svona mál ættu að vinnast
gegnum.
Framundan er annasamt sumar.
Félag leiðsögumanna þarf að vera til
búið til að standa með sínu fólki og
þjónusta vel. Þá verða forsendur og
skilgreiningar á störfum félagsmanna
að vera óumdeildar og starfsrammi
félagsins skýr.
Námskráin (sem ekki er til)
og frumvarpið
Gott skref til að bæta vinnubrögð á Alþingi, auka sjálfstæði þess og eftirlitshlutverk,
er að þingmenn víki af þingi verði
þeir ráðherrar. Þannig yrði þrískipt
ing valds miklu skýrari, aðhald þings
með ríkisstjórn betra og dregið yrði
úr ráðherraræði. Alþingi yrði losað
undan ofurvaldi ríkisstjórnar.
Þjóðfundurinn 2010, stjórnlaga
nefnd og síðar stjórnlagaráð voru
þessarar skoðunar. Í 89. grein að
nýrri stjórnarskrá er kveðið á um að
verði alþingismaður ráðherra skal
viðkomandi víkja af þingi og vara
maður taka sæti hans. Verði Sam
fylkingin hluti af nýrri ríkisstjórn á
þetta að vera hluti af verkefnalista
hennar.
Þingmenn og ráðherrar
Magnús Orri
Schram
frambjóðandi til
formanns Sam-
fylkingarinnar
Á síðustu vikum hefur tillögu að sameiningu Þjóðminjasafns og Minjastofnunar Íslands
verið varpað inn í umræðuna, í
bókstaflegum skilningi. Málið ber
að með slíku offorsi að undarlegt
verður að teljast. Lítil sem engin
umræða hafði farið fram áður en
málið var afgreitt á einungis þremur
fundum stýrihóps ráðherra. Fyrir
utan almenna óánægju með tillög
urnar og lagafrumvarpið, gefur því
augaleið að eitthvað meira en lítið er
bogið við aðdraganda málsins, svo
ekki sé talað um hvernig standa á að
sameiningunni og skipan í embætti
forstöðumanns.
Uppgefnar ástæður sameiningar
eru hagræðing og nauðsyn þess að
koma skikki á minjamál og minja
vörslu í landinu. Hvort tveggja er mik
ilvægt þótt sundrung og samþjöppun
valds séu því miður líklegri afleiðingar
breytinganna. Auk þess er dapurlegt
að sjá umræðu um nauðsynlega festu
í málaflokknum snúast í gagnrýni á
þá sem innan hans starfa, en það er
greinilegt af umræðu síðustu daga að
fornleifafræðingum finnst að þeim
vegið. Verkferla og verklag má lengi
bæta en það er ekki þar sem skórinn
kreppir mest. Það sem raunveru
lega þarf að koma skikki á er hvernig
staðið er að fjárveitingu til fornleifa
rannsókna í landinu.
Aðför að rannsóknum
Einna alvarlegast í þessum tillögum
er þó sú aðför að rannsóknum á sviði
menningararfs, í breiðum skilningi,
sem þær hafa í för með sér. Fyrir
stofnun Fornleifaverndar ríkisins
árið 2001 voru bæði stjórnsýsla og
rannsóknastarf á höndum Þjóð
minjasafns Íslands. Með tilkomu
Fornleifaverndar var greint á milli
þessara þátta. Með síðustu laga
breytingum árið 2013, þegar Forn
leifavernd varð að Minjastofnun
Íslands, varð Þjóðminjasafn Íslands
auk þess að háskólastofnun, en sam
starfssamningur safnsins og HÍ var
einmitt endurnýjaður á dögunum.
Þessi þróun hefur verið til góðs og
þótt mikilvægt sé að stuðla að sem
mestu og bestu samstarfi á milli þess
ara sviða (stjórnsýslu og rannsókna)
er ekki síður mikilvægt að halda
þeim aðgreindum.
Skýr stefnumótun í minjavernd og
rannsóknum eins og lögð er til í fyrir
liggjandi frumvarpi er mikilvæg. Í
greinargerð með frumvarpinu kemur
hins vegar fram að fyrirmynd þess sé
m.a. sótt til Noregs. Það verður að
teljast undarlegt í ljósi þess að norska
kerfið byggir einmitt á aðgreiningu
stjórnsýslu og rannsókna – en þeim
mun skýrari og öflugri samvinnu á
milli sviðanna.
Þjóðminjasafnið er mikilvæg rann
sóknastofnun á sviði fornleifarann
sókna. Verði samruni að veruleika
er hætt við að dagar Þjóðminjasafns
sem rannsóknastofnunar séu taldir
– allavega að trúverðugleiki þess sem
slíkrar bíði verulegan hnekki. Það
væri mikið ógæfuspor. Að öðrum
kosti verður ný Þjóðminjastofnun
handhafi óeðlilegs vísindalegs for
ræðis, sem á sér ekki fyrirmynd í
Noregi. Þau áform að færa m.a. mál
efni friðlýsingar beint til ráðuneytis,
eða forsætisráðherra, undirstrikar
þá óheppilegu forræðishyggju sem
í stefnir.
Forræðishyggja og samþjöppun
Það er erfitt að slíta tillögur um sam
einingu Þjóðminjasafns og Minja
stofnunar úr samhengi við það hringl
með málaflokkinn sem á undan
er gengið. Þar má nefna tilflutning
málaflokksins frá ráðuneyti mennta
og menningarmála til forsætisráðu
neytis (sem er fremur undantekning
á Vesturlöndum), duttlungakenndar
fjárveitingar forsætisráðherra til
verkefna án auglýsinga, og ráðherra
væðingu málefna um verndarsvæði
í byggð. Ekki er laust við að sæki að
manni uggur – hvað er eiginlega í
gangi? Þjóðarminjar og menningar
arfur eru hápólitísk og vandmeð
farin fyrirbæri – það hefur sagan sýnt
okkur. Þannig er það alltaf, en ekki síst
í fjölmenningarsamfélagi samtímans.
Menningararfur má ekki verða verk
færi stjórnmála. Það má ekki hagræða
honum þannig. Sú forræðishyggja og
samþjöppun valds sem virðist liggja
að baki sameiningartillögum er aðför
að sjálfstæði rannsókna og sífelldri
endurskoðun á því sem við hömpum
sem þjóðararfi okkar.
Samvinna er lausnin, ekki sam
eining.
Hagræðing menningararfs?
Í greinargerð með frumvarp-
inu kemur hins vegar fram
að fyrirmynd þess sé m.a.
sótt til Noregs. Það verður
að teljast undarlegt í ljósi
þess að norska kerfið byggir
einmitt á aðgreiningu stjórn-
sýslu og rannsókna – en
þeim mun skýrari og öflugri
samvinnu á milli sviðanna.
Þóra Pétursdóttir
doktor í
fornleifafræði
við UiT Norges
Arktiske
Universitet
Framundan er annasamt
sumar. Félag leiðsögumanna
þarf að vera tilbúið til að
standa með sínu fólki og
þjónusta vel.
Jakob S. Jónsson
leiðsögumaður
Koltvísýringur í andrúmsloftinu er að aukast, mikið til vegna útblásturs frá bruna
á jarðefnaeldsneyti. En hvað erum
við að gera í málunum? Nýtum
við alla okkar krafta til að draga úr
losun?
Í samgöngunum notumst við
nánast alfarið við jarðefnaelds
neyti. Fjölmargir möguleikar eru
í stöðunni til þess að draga úr
losun frá samgöngum, sérstaklega
vegna notkunar einkabíla innan
borgarinnar. Af hverju gerum við
einkabílnum svona hátt undir
höfði þegar við vitum að það er
ekki framtíðin? Það er hægt að gera
miklu betur til þess að það verði
jafn auðvelt að ganga og hjóla eins
og að keyra bíl í borginni.
Í dag er bíllinn í fyrirrúmi alls
staðar og tekur nánast allt pláss
sem ætlað er undir samgöngur.
Gangandi og hjólandi vegfarendur
þurfa oft bíða lengi eftir að kom
ast yfir á gatnamótum, fara langar
krókaleiðir og sums staðar er bara
alls engin almennileg aðstaða.
Þessi séraðstaða fyrir einkabílinn
endurspeglar ekki umhverfis
og heilsufars kostnaðinn sem á
honum hvílir. Í Noregi er oft vísað
til þess að tappinn í umferðinni í
dag sé tappinn í heilbrigðiskerfinu
á morgun. Það er nokkuð til í því.
Til þess að draga úr losun á
gróðurhúsaloftegundum þurfum
við framsæknar aðgerðir. Aðgerðir
sem geta haft fjölmargar jákvæðar
afleiðingar í för með sér. Það þarf
að hvetja fólk til að ganga og hjóla
frekar en að letja fólk til þess.
Gamal dags fyrirmyndir í bæjar
skipulagi þurfa að víkja fyrir fram
sæknu skipulagi sem gerir ráð fyrir
því að einkabíllinn verði ekki skil
greindur sem aðalfarkosturinn.
Í Evrópu er víða verið að gera
stórtækar breytingar á reglu
gerðum um skipulagsmál. Mikið
er byrjað að tala um svokallaðar
„snjallborgir“. Snjallborg má skil
greina sem borg þar sem öll orku
notkun er í lágmarki, framleiðsla á
endurnýtanlegri orku í hámarki og
almenningssamgöngur og aðstaða
fyrir hjólreiðamenn og gangandi
vegfarendur í fyrirrúmi. Mark
vissar aðgerðir hafa verið gerðar
bæði í stærri og minni bæjum, eins
og til dæmis Þrándheimi í Noregi.
Þar hefur tekist að draga úr losun
frá samgöngum um tæplega 10%
á örfáum árum. Þetta er gert með
því að byggja markvisst upp hjóla
stíga, göngustíga og almennings
samgöngur.
En einnig er þetta gert með „pisk
og gulrot“ eða refsingu og umbun.
Þeir fá umbun sem velja hreinni
valkosti í samgöngum og þeim
gert erfiðara um vik sem velja að
fara á einkabílnum í vinnuna. Með
þessum aðgerðum skapast raun
hæfur valgmöguleiki við einka
bílinn. Sjúkdómseinkenni jarðar
vegna loftslagsbreytinga eru orðin
það alvarleg að við verðum að
gera betur og vera snjöll á öllum
sviðum, bæði fyrir umhverfið og
heilsuna.
Snjallborg?
Gamaldags fyrirmyndir í
bæjarskipulagi þurfa að
víkja fyrir framsæknu skipu-
lagi sem gerir ráð fyrir því
að einkabíllinn verði ekki
skilgreindur sem aðalfar-
kosturinn.
Þórhildur Fjóla
Kristjánsdóttir
verkfræðingur
1 7 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r28 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð