Fréttablaðið - 17.03.2016, Blaðsíða 23
W.A.
MOZART
Óperan sem þú mátt ekki missa af!
Síðasta sýning
Laugardaginn
19. mars
„Afrek“
„Sterk heildræn uppfærsla“
„Frábærlega valið í hlutverk“
HJ · Kastljósi
#islenskaoperan
H
Ö
N
N
U
N
: H
G
M
·
LJ
Ó
SM
Y
N
D
IR
: J
Ó
Miðasala í síma 528 5050 og á harpa.is
✿ Starfsmannafjöldi
viðskiptabanka
og sparisjóða á Íslandi*
2007
2008
2009
2010
2011
2012
2013
2014
3.175
3.383
3.559
3.462
3.541
3.653
4.328
4.835
„Ég er ofboðslega undrandi,“ segir
Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar,
um ákvörðun Landsbankans um að
hefja undirbúning að málaferlum
vegna sölu bankans á 31,2 prósenta
hlut í Borgun í nóvember 2014. Í til-
kynningu í gær kom fram að Lands-
bankinn hefði falið lögmönnum að
undirbúa málsókn til þess að endur-
heimta þá fjármuni sem bankinn fór
á mis við í viðskiptunum. Bankinn
seldi hlutinn í Borgun hópi fjárfesta
og stjórnenda Borgunar á mun lægra
verði en fyrirtækið er í dag metið á.
„Ég sé engan grundvöll fyrir mál-
sókn,“ segir Haukur. Steinþór Páls-
son sagði við RÚV í byrjun febrúar að
bankinn myndi leita réttar síns kæmi í
ljós að upplýsingum hefði verið hald-
ið frá Landsbankanum í söluferlinu.
Þá hefur Landsbankinn einnig gefið út
að bankinn hafi ekki verið upplýstur
um að Borgun ætti rétt á greiðslum ef
Visa Inc. nýtti sér valrétt til að kaupa
Visa Europe. Visa Inc. nýtti valréttinn í
nóvember og fær Borgun 6,5 milljarða
greidda vegna þeirra viðskipta.
Haukur hafnar því að stjórnendur
Borgunar hafi leynt upplýsingum fyrir
Landsbankanum í viðræðunum.
Boðun málarekstursins kemur í
kjölfar þess að Bankasýsla ríkisins
hafnaði öllum skýringum Lands-
bankans á því hvers vegna bankinn
hefði ekki selt hlut sinn í Borgun í
opnu útboði. Bankaráðinu var gefinn
frestur til mánaðamóta til að grípa til
aðgerða.
Í gærkvöldi kom yfirlýsing frá
fimm bankaráðsmönnum Lands-
bankans um að þeir gefi ekki kost á
sér til endurkjörs. Steinþór Pálsson
gaf einnig út að stjórn bankans verði
með óbreyttum hætti. – ih
Forstjóri Borgunar undrast málsókn Landsbankans
Haukur Oddsson,
forstjóri Borgunar
„ Á Íslandi hefur einnig orðið jöfn
og þétt fækkun eftir hrun sem hefur
ekki síður lotið að útibúakerfinu, en
útibúum hefur fækkað um helming
á síðustu tíu árum. Þó það hafi verið
hagræðing í fjármálakerfinu, þá
mun hún halda áfram. Fólk er alltaf
að leita nýrra leiða til hagræðingar í
rekstri. En við tókum stærri skerf af
skellinum en aðrir á þessum tíma,“
segir hann.
Guðjón bendir einnig á að lang-
stærstur hluti þeirra starfsmanna
sem misstu störf sín árið 2008 var
sá sem tengdist fjárfestingarbanka-
starfsemi. „Margir af þessum erlendu
bönkum sem eru að tilkynna um
uppsagnir núna eru stórir bankar
með mikinn fókus á fjárfestingar-
starfsemi. Hér á landi minnkaði sú
starfsemi verulega í kjölfar efna-
hagshrunsins. Nú þegar hert hefur
að fjármálamörkuðum heimsins þá
hafa þessir stóru bankar sem hafa
verið með uppsafnaða þörf í smá
tíma gripið til aðgerða sem voru
tímabærar,“ segir Guðjón Rúnars-
son.
Barclays
132,3 þúsund
1,2 þúsund +
Lloyds bank
45,9 þúsund
10,6 þúsund
JP Morgan
235,7 þúsund
5 þúsund +
Citigroup
239 þúsund
2 þúsund
Bank of America
223 þúsund
10 þúsund +
BNP Paribas
185 þúsund
1 þúsund
Goldman Sachs
36,9 þúsund
0,25 þúsund
ING
84,7 þúsund
2,7 þúsund
*Heimild: FME
Bankar á Íslandi
tóku þetta mjög
kröftuglega út í kjölfar
hrunsins, enda voru þeir
neyddir til að gera það. Á
meðan bankar víða annars
staðar héldu út lengur.
Guðjón Rúnarsson,
framkvæmdastjóri
Samtaka fjármála-
fyrirtækja
f r é t t i r ∙ f r é t t A B L A ð i ð 23f i M M t U D A G U r 1 7 . M A r S 2 0 1 6