Fréttablaðið - 17.03.2016, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.03.2016, Blaðsíða 32
Ef marka má ummæli heil­brigðisráðherra á haustfundi sálfræðinga á síðasta ári eru ég og mínir nótar haldin greiningar­ áráttu á háu stigi. Þessi árátta mín og fjölmargra annarra sérfræðinga á sviði geðheilbrigðis barna lýsir sér í því að við drögum að okkur fjölda barna og unglinga, framkvæmum á þeim ónauðsynlegar greiningar og hengjum svo á þau merkimiða um hinar ýmsu raskanir. Er það raunin að svona megi skýra sívaxandi biðlista í geðheilbrigðis­ þjónustu barna? Það kemur væntan­ lega ekki á óvart að ég kannist ekki við þessa áráttu hjá sjálfri mér en kannski er innsýn mín í eigin vanda bara ekki nægileg. Orð ráðherra beindust þó ekki bara að mér per­ sónulega, heldur vísuðu þau til þess fjölmenna hóps fagfólks sem starfar við að greina og veita meðferð við þroska­, geð­ og lyndisröskunum barna á stofnunum eða í einkarekstri. Það er staðreynd, sem flestir þekkja núorðið af endurtekinni umfjöllun, að biðlistar geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn eru alltof langir og að æ fleiri börn bíða lengur og lengur eftir greiningu og viðeigandi meðferð. Á tilgáta ráðherra við rök að styðj­ ast, eða eru skýringarnar aðrar? Nú blasir við að biðlistar myndast þegar einstaklingar sem leita eftir þjónustu eru fleiri en mannaflinn ræður við að sinna. Minn vinnustaður, Þroska­ og hegðunarstöð, er ein þessara þjón­ ustustofnana sem eru að sligast af biðlistum. Börnum er vísað til okkar í sk. nánari greiningu þegar vandi þeirra í námi, skólasókn, hegðun, félagasamskiptum eða líðan er það alvarlegur að þau geta ekki notið sín í leik og starfi. Þau glíma við náms­ erfiðleika, einbeitingarvanda, hvat­ vísi, erfiða hegðun, skerta félags­ færni, kvíða eða depurð sem ekki hefur tekist að ná tökum á þrátt fyrir að þegar hafi verið gripið til ýmissa úrræða. Áður hafa áhyggjur foreldra og kennara af erfiðleikum barns leitt til tilvísunar til sérfræðiþjónustu sveitarfélags ef ekki hafði tekist að ráða bót á vandanum með almenn­ um úrræðum fyrsta þjónustustigsins. Í frumgreiningu skólasálfræðings er námsstaða barnsins, félagsað­ stæður, hegðun, félagsfærni og vits­ munastaða skoðuð með prófunum, áhorfi, matslistum og viðtölum. Þannig getur fengist skýring á vanda barnsins og niðurstöðurnar nýtast til að skipuleggja íhlutun. En þetta dugir ekki alltaf til. Í tilfellum þar sem frumgreiningin bendir sterklega til alvarlegs vanda þarf auk íhlutunar að vísa barninu í nánari greiningu. Sama á við þegar vandi barnsins viðhelst eða ágerist þrátt fyrir hjálparúrræði. Tilgangur nánari greiningar er að svara því hvort barnið glími við til­ tekna röskun eða ekki, þ.e. hver er líklegasta skýringin á viðvarandi vanda barnsins og hvaða orsakir má útiloka. Þetta þýðir jafnframt að hægt er að mæla með meðferð í takt við vanda barnsins og auka líkur á árangri. Ekki má heldur vanmeta gildi þess fyrir barnið sjálft og for­ eldrana að fá svör og skýringar á eðli vandans, að vita að þau eru ekki ein í þessu, þetta sé ekki þeim að kenna og að ýmislegt megi gera til hjálpar. Stóri vandinn er hins vegar sá að börn sem þurfa greiningu bíða alltof lengi og langur biðtími veldur van­ líðan og vanmáttartilfinningu allra hlutaðeigandi. Á meðan magnast vandinn og fleiri börn þurfa meiri og sérhæfðari þjónustu en ella. Börn eiga ekki heima á biðlistum! Þetta voru skilaboð ungmennaráðs UNICEF til heilbrigðisyfirvalda þegar þau mótmæltu með táknrænum gjörningi á biðstofu stöðvarinnar nú á dögunum. Skilaboðin í skýrslu ríkis­ endurskoðunar um geðheilbrigðis­ þjónustu barna eru líka skýr. Skyldur stjórnvalda eru ótvíræðar á þessu sviði, skýrar leiðbeiningar, áætlun og stefnu skortir og sá langi biðtími sem einkennir þjónustuna er óviðunandi og líklegur til að hafa þungbærar og langvarandi afleiðingar. Ég skora á ráðherra að taka þessi skilaboð alvar­ lega og bregðast snöfurmannlega við. Er ég með greiningaráráttu? Undanfarið hefur forgangs­röðun meirihlutans í borginni þegar kemur að fjármálum mikið verið í umræðunni. Þó hefur eitt gæluverkefni Hjálmars Sveins­ sonar borgarfulltrúa verið ofar öllu og kallast það Þrenging Grensás­ vegar. Ég ætla í þessari grein minni að nefna nokkur góð rök fyrir því að hætt verði við þessa vitleysu sem allra fyrst. 1. Eftir Grensásvegi, milli Miklu­ brautar og Bústaðavegar ganga þrjár strætóleiðir (fjórar, ef með er talin leið 17 neðstu 20 metrana). Þrenging vegarins úr tveimur akreinum í eina mun hafa í för með sér umtalsverðar tafir á þeim leiðum. 2. Hjálmar nefnir gjarnan eitt atvik sem átti sér stað um árið sem pott­ þétta ástæðu fyrir framkvæmdinni, þegar ofurölvi ökumaður missti stjórn á bílnum sínum með þeim afleiðingum að hann keyrði niður grindverk og endaði í húsgarði. Nú hef ég ekki neina reynslu af ölvunar­ akstri, en ég hugsa að mönnum í slíku ástandi standi á sama um fjölda akreina og hvort hámarkshraði sé 50 eða 30. 3. Það er nóg pláss þarna fyrir hjóla­ brautina hans Hjálmars. Það þarf ekki að fækka akreinum um helming til að malbika hjólreiðastíg! 4. Hjálmarsrökin varðandi að lækkun hámarkshraða og fækkun akreina auki loftgæðin í borginni halda engan veginn! Hvert manns­ barn sér að löng bílaröð í lausagangi sem kemst ekki leiðar sinnar sökum þrenginga gatna mengar margfalt meira en þegar flæðið á umferðinni er sæmilegt. 5. Göturnar í Reykjavík eru ónýtar sökum trassaskapar síðustu ára hjá borginni þegar kemur að viðhaldi gatna. Að mörgu leyti er Grensás­ vegur mjög merkileg gata. Þar má finna kafla sem felur í sér heila 10 metra af samfelldu, sléttu malbiki, sem er orðin mjög sjaldséð sjón á öllu höfuðborgarsvæðinu. 6. Áætlaður kostnaður við þessi ósköp er sagður vera 160 milljónir! Á sama tíma og borgin sker niður í grunnskólum, velferðarkerfinu, snjómokstri og gatnaviðhaldi, er mönnum virkilega alvara með að eyða fjármunum í svona rugl? Ég held ég sé ekki eini íbúi Reykjavíkur sem trúir því að 160 milljónum sé betur varið í annað. 7. Hjálmar hefur nefnt að þrenging Skeiðarvogs, Háaleitisbrautar og Snorrabrautar séu dæmi um vel heppnaðar framkvæmdir. Ég hef lent í því að strætóinn sem ég var að aka bilaði við endann á Skeiðarvogi, rétt við Langholtsveg og gatan stíflaðist í hálftíma sem hafði það í för með sér að íbúar hverfisins fengu að anda að sér fullt af tæru lofti sem kom úr púst­ kerfum bíla sem komust ekki leiðar sinnar það síðdegið. Ég þakka fyrir að enginn hafi hnigið niður á þessum tíma út af öllu góða loftinu og þurft á sjúkrabíl að halda. Sjúkrabíllinn hefði ekki komist! Öll vitum við hvað íbúar nálægt Snorrabraut hoppa hæð sína af kæti út af stórauknum loftgæðum í hverfinu eftir heimsku­ legustu framkvæmd síðustu áratuga, þ.e.a.s. þrengingu Snorrabrautar. 8. Það er mikið öryggisatriði að umferðin gangi þokkalega fyrir sig. Varla vill meirihlutinn þurfa að taka ábyrgð á því þegar hús brenna, fólk deyr eða verður fyrir tjóni af því að lögregla, slökkvilið og sjúkrabílar komast ekki leiðar sinnar sökum umferðarteppu sem má rekja til Bestaflokksgæluverkefna. Almennt er ég feginn því að núver­ andi meirihluti skuli vera við völd í Reykjavík. Ég vil ekki sjá Sjálfstæðis­ eða Framsóknarflokkinn stjórna borginni. Það er nógu slæmt að hafa þessa flokka við völd á Alþingi. Það eru samt ákveðnar áherslur og „forgangsmál“ hjá meirihlutanum í Reykjavík sem eru mér með öllu óskiljanleg. Ég ætla rétt að vona að menn hysji upp um sig brækurnar og forgangsraði rétt, í þágu íbú­ anna í borginni, en ekki í þágu eins blaðrandi „besserwissers“ sem situr í borgarstjórn. Fyrsti liðurinn í því væri að hætta strax við þessi ósköp. Dagur sagði í viðtali nýverið að hann langaði til að vera borgarstjóri annað kjörtímabil. Maðurinn þarf að standa sig betur en þetta, annars missir hann borgina í næstu kosningum. – Aftur. 8 góðar ástæður til að hætta við þrengingu Grensásvegar Gyða Haraldsdóttir forstöðumaður Þroska- og hegð- unarstöðvar Heilsugæslunnar Ég skora á ráðherra að taka þessi skilaboð alvarlega og bregðast snöfurmannlega við. Páll Helmut Guðjónsson strætóbílstjóri Það er nóg pláss þarna fyrir hjólabrautina hans Hjálm- ars. Það þarf ekki að fækka akreinum um helming til að malbika hjólreiðastíg! Bryan Ferry 16.05.16 Harpa, Eldborg H a r pa .i s Brya n F er ry.c om T i x .i s – s T ÓrT Ón L ei K a r – – L ei K u r öL L sí n Be s T u L ö g F r á eigi n F er L i o g rox y m u sic – 1 7 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r32 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.