Fréttablaðið - 17.03.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.03.2016, Blaðsíða 2
Veður Hæg suðlæg átt og bjart veður, en skýjað með köflum V-lands. Hiti 3 til 9 stig yfir daginn. Sjá Síðu 46 Afrakstur vetrarins á fjalirnar DómSmál Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest að dómur- inn muni taka mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar gegn íslenska ríkinu til umfjöllunar sem og mál Styrmis Þórs Bragasonar gegn rík- inu. Í lok nóvember 2013 staðfesti dómurinn að mál Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, yrði tekið til meðferðar. Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson voru árið 2013 dæmdir til réttar- farssektar fyrir að segja sig frá verj- endastörfum í Al-Thani málinu. Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, var dæmdur í eins árs fangelsi sama ár í Exeter- málinu. Ragnar H. Hall segist hafa fengið bréf frá dómstólnum á mánudag. „Við erum afskaplega sáttir við að þetta mál fái efnislega meðferð, þá meðferð sem við teljum að sé eðlileg,“ segir hann. Aðspurður segir Ragnar að þeir Gestur hafi verið vongóðir um að dómstóllinn myndi fjalla um mál þeirra. „Við töldum að það hefði augljóslega verið brotinn réttur á okkur samkvæmt mannréttinda- sáttmálanum. Við hefðum ekki kært þetta nema af því að við töldum okkur hafa góðar vonir um að þetta fengi sína meðferð,“ segir Ragnar. Mannréttindadómstóll Evrópu tók á árunum 2000 til 2015 ein- ungis um þrjú prósent þeirra mála sem kærð voru til dómsins til efnis- legrar meðferðar. „Það fer gríðarlegur fjöldi af málum til dómstólsins og það eru mjög öflugar síur sem sigta út þau mál sem þeir telja að séu þess eðlis að fjalla eigi um,“ segir Ragnar og bætir við að þau mál gegn íslenska ríkinu sem dómstóllinn hefur ákveðið að taka til meðferðar hafi yfirleitt falið í sér áfelli á hendur ríkinu. Dómstóllinn hefur kveðið upp dóm í níu prósentum þeirra mála sem höfðuð voru gegn íslenska ríkinu á sama tímabili en í áttatíu prósentum þeirra var íslenska ríkið dæmt fyrir brot á Mannréttinda- sáttmála Evrópu. Í tuttugu prósentum tilfella hefur íslenska ríkið samið við viðkom- andi borgara um lyktir málsins. thordis@frettabladid.is Mál gegn ríkinu fyrir mannréttindadómstól Dómstóllinn mun taka mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar til meðferðar og einnig mál Styrmis Þórs Bragasonar. Kærendur í málunum fagna ákvörðun dómstólsins. Einungis um þrjú prósent kærðra mála eru tekin til meðferðar. Mannréttindadómstóllinn mun taka tvö mál gegn íslenska ríkinu til efnislegrar meðferðar, m.a. mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar. FRéttablaðið/PJetuR Við erum afskap- lega sáttir við að þetta mál fái efnislega meðferð, þá meðferð sem við teljum að sé eðlileg. Ragnar H. Hall, hæstaréttarlög- maður ForSetakoSningar Halla Tómas- dóttir, frumkvöðull og fjárfestir, ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. Samkvæmt heimildum blaðsins verður boðað til blaða- mannafundar um miðjan dag þar sem ákvörðunin verður kynnt. Í desemberbyrjun var stofnuð síða á Facebook þar sem skorað var á Höllu að bjóða sig fram. Hún sagðist þá djúpt snortin, en ætlaði að gefa sér tíma til að hugsa málið og ræða það við sína nánustu áður en hún segði af eða á með framboð. Halla er gift Birni Skúlasyni við- skiptafræðingi og saman eiga þau tvö börn. Fram kemur á stuðnings- síðu hennar að hún hafi komið að uppbyggingu Háskólans í Reykja- vík, leitt verkefnið Auður í krafti kvenna, en einnig gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands 2006 til 2007 áður en hún lét þar af störfum til að stofna fjár- festingarsjóðinn Auði Capital. Und- anfarin misseri hefur Halla mest starfað erlendis, meðal annars sem stofnandi Sisters Capital. Með framboði Höllu eru komnir fram átta sem segjast hafa hug á framboði, en það eru auk Höllu, Vigfús Bjarni Albertsson, Þorgrímur Þráinsson, Elísabet Jökulsdóttir, Ástþór Magnússon, Sturla Jónsson, Árni Björn Guðjónsson og Hildur Þórðardóttir. Önnur nöfn sem nefnd hafa verið í tengslum við hugsanlegt framboð eru Ólafur Jóhann Ólafsson, Andri snær Magnason, Össur Skarphéð- insson og Stefán Jón Hafstein. – óká Halla býður sig fram Halla tómasdóttir, frumkvöðull og fjár- festir. FRéttablaðið/SteFán Stífar æfingar Þessir nemendur í Dansstúdíói World Class æfa nú af kappi fyrir árlega nemendasýningu dansskólans. Sýningin er að þessu sinni byggð á sögunni af Aladdín og sett upp með ævintýralegu sniði. Nú með hækkandi sól munu börn og unglingar flykkjast á fjalirnar til að sýna afrakstur vetrarstarfsins í tómstundum – hvort sem það eru ungir tónlistarmenn, dansarar, leikarar eða aðrir sviðslistamenn. FRéttablaðið/anton bRink ViðSkipti Fimm af sjö einstaklingum úr bankaráði Landsbankans munu ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá banka- ráðsmönnunum. Meðal þeirra sem undirrita yfirlýsinguna eru formaður og varaformaður bankaráðsins. Bankaráðsmennirnir segja engar aðrar hvatir en hagsmuni bankans hafa legið að baki varðandi sölu Borg- unar. Einnig lýsa þeir yfir stuðningi við Steinþór Pálsson, bankastjóra, og segja hann vera stefnufastan og öfl- ugan stjórnanda. Steinþór Pálsson sendi einnig frá sér yfirlýsingu. Hann segir að stjórn bankans verði með óbreyttum hætti og að hann muni sem starfa áfram með hagsmuni bankans að leiðar- ljósi. Bankaráðsmennirnir reikna með því að skila af sér störfum á aðalfundi bankans 14. apríl. – þv / sjá síðu 23 Fimm af sjö segja af sér 1 7 . m a r S 2 0 1 6 F i m m t u D a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.