Fréttablaðið - 17.03.2016, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.03.2016, Blaðsíða 18
Vilja ekki að breytingar um umbætur bíði til 2017 náttúra „Í Hengladölum eru linda- lækir hlið við hlið á tveggja kílómetra kafla sem eru frá sex til 100 gráðu heit- ir, og eru upptakakvíslar Hengilsdalsár. Þessa læki höfum við nýtt sem náttúru- lega tilraunastofu allt frá árinu 2004,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, sem, ásamt innlendu og erlendu samstarfs- fólki, hefur leitað svara við því hvaða áhrif hlýnun loftslags og áburðarefna- mengun hefur á lífríki straumvatna. Ein af fjölmörgum niðurstöðum þessara umfangsmiklu rannsókna eru vísbendingar um að hækkandi hiti, upp að vissu marki, hafi ekki alvar- leg áhrif á afkomu urriða heldur geti honum þvert á móti fjölgað og hann vaxið hraðar með breyttu fæðuvali. Vísindamennirnir telja niðurstöðurn- ar benda til þess að urriðinn geti lagað sig að aðstæðum samfara hlýnandi loftslagi. Fyrirfram bjuggust þeir við að með hækkandi hita myndi urriðanum fækka og hann myndi stækka hægar, en niðurstöður rannsóknarinnar leiddu hið gagnstæða í ljós. Gísli og aðrir samstarfsmenn birtu nýlega grein um þessar niðurstöður í vísindaritinu Global Change Biology. Í rannsókninni merktu vísinda- mennirnir urriða í mismunandi heitum lækjum og fylgdust með vexti stofnsins yfir fimm mánaða tímabil. „Við kom- umst að því að urriðinn þolir meiri hita en hefur verið talinn hans kjör- hiti, því þar hefur hann meira að bíta og brenna þar sem er meiri framleiðni lífrænna efna í vatninu. Hann leitar inn Vinna í náttúrulegri tilraunastofu Hópur innlendra og erlendra vísindamanna hefur síðan 2004 nýtt lindalæki í Hengladölum til að svara spurningum um áhrif hlýnunar jarðar á lífríki straumvatna. Komið hefur í ljós að aðlögunarhæfni urriða er meiri en vísindamenn hafa talið fram til þessa. Vinna í náttúrulegri tilraunastofu l Í grunninn hefur rannsóknin beinst að því að nýta mis- munandi hita straumvatnanna á Hengilssvæðinu til að stýra rannsóknaraðstæðum, og þann- ig hafa vísindamennirnir getað kannað hvað gerist í lífríkinu þegar lækir og ár hitna og þann- ig líkt eftir hnattrænni hlýnun. l Rannsóknarspurningarnar eru margar sem leitast hefur verið við að svara: 1. Áhrif hækkandi hita á lífveru- samfélög vatna. 2. Áhrif hækkandi hita á meng- aðar ár. 3. Greinin í Global Change Biology fjallar síðan um áhrifin upp fæðukeðjuna allt til rándýra – sem í vistkerfinu í Hengla- dölum er smávaxinn urriði. 6-100�C heitir eru lindalækir í Hengladölum – sem renna þó hlið við hlið. Hverfissjóður Reykjavíkur auglýsir eftir styrkumsóknum til verkefna sem stuðla að einhverjum eftirtalinna þátta í hverfum borgarinnar: • Bættu mannlífi og eflingu félagsauðs • Fegurri ásýnd borgarhverfa • Auknu öryggi í hverfum borgarinnar • Samstarfi íbúa, félagasamtaka eða fyrirtækja við borgarstofnanir. Hægt er að sækja um styrki til verkefna í einu eða fleiri hverfum eða almennt í borginni. Einstaklingar, hópar, félagasamtök og stofnanir geta sótt um. Hámarksupphæð styrkja er 700.000 krónur. Nánari upplýsingar eru á vef Reykjavíkurborgar ­ www.reykjavik.is/hverfissjodur Öflugri og fegurri hverfi Umsóknarfrestur er til miðnættis föstudaginn 15. apríl 2016 1 7 . m a r s 2 0 1 6 F I m m t U D a G U r18 F r é t t I r ∙ F r é t t a B L a ð I ð Gísli Már Gíslason við störf í Hengladölum sumarið 2015. Mynd/Kristinn inGvarsson í allt að tuttugu gráða heitt vatn, en þar hrygnir hann hins vegar ekki. Til þess leitar hann í kaldara vatn,“ segir Gísli og bætir við í stærra samhengi hlutanna að rannsóknirnar tengist því markmiði víða um heim að færa mengaðar ár og vötn í átt til upprunalegs ástands í hlýn- andi heimi sem krefst aukins skilnings hlýnunar á lífríkið. Spurður um þennan einstaka urriða- stofn á Hengilssvæðinu sem er til rann- sóknar segir Gísli að hann hafi lokast af fljótlega eftir ísöld, líkt og stórurriðinn í Þingvallavatni gerði. Erfðafræðileg rannsókn er hafin við Háskóla Íslands þar sem ekki er útilokað að þessir tveir stofnar séu að uppruna til sá sami, þó gjörólíkir séu í dag. Þar komi til nátt- úruval og þá hvaða gen hafi valist úr sem heppilegust voru á hvoru svæði. svavar@frettabladid.is JaFnréttIsmáL BSRB vill að umbæt- ur á lögum um fæðingarorlof taki gildi strax. Þörf sé á að stíga stærri og hraðari skref í átt til þess að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna, til þess að Ísland verði eftirsóknavert land fyrir ungt fólk. Lenging fæð- ingarorlofs, óskertar greiðslur upp að 300 þúsund krónum og hækkun hámarksgreiðslna eru mikilvæg skref að því markmiði, að mati BSRB. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lög- fræðingur BSRB, segir í tilkynningu Íslendinga standa langt að baki öðrum Norðurlandaþjóðum þegar kemur að stuðningi við barnafjöl- skyldur. Hún var fulltrúi bandalags- ins í starfshóp um framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum, sem skilaði tillögum sínum nýverið til ráðherra. Sonja segir það fagnaðarefni að Eygló Harðardóttir, félags- og hús- næðismálaráðherra, hyggist vinna frumvarp úr tillögum starfshópsins. Verði tillögur hópsins að veruleika bæti það íslenskt samfélag og auki þar með líkurnar á því að ungt fólk kjósi að búa hér. Það væri skref í rétta átt svo að Ísland verði samkeppnis- hæft um ungt fólk að mati Sonju. Í skýrslu starfshópsins er miðað við að breyting á greiðslum komi til framkvæmda vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur frá og með 1. janúar 2017. BSRB telur ekki þörf á að bíða svo lengi. – sg LöGreGLUmáL Lögreglan og leyni- þjónustan fær að brjótast inn í snjallsíma, spjaldtölvur og tölvur í gegnum búnað sem tækjafram- leiðendum verði gert að búa tækin með verði frumvarp að lögum í Bretlandi. Sunday Times greinir frá því að með nýrri tækni með öryggisgalla gæti lögreglan og leyniþjónustan fengið aðgang að gögnum almenn- ings eftir beiðni. Þetta myndi leyfa breskum yfirvöldum það sem FBI hefur ekki fengið leyfi til að gera í Bandaríkjunum. Eins og frægt er hefur Apple neitað að veita FBI aðgang að iPhone-síma hryðju- verkamannsins Syeds Farook sem myrti fjórtán manns í Kaliforníu- fylki í desember. – sg Lögreglan fái að brjótast inn í síma og spjaldtölvur BsrB fagnar lengingu fæðingarorlofs og hækkun hámarksgreiðslna. Mynd/Jupiter iMaGes Það væri skref í rétta átt svo að Ísland verði samkeppnishæft um ungt fólk. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.