Fréttablaðið - 17.03.2016, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 17.03.2016, Blaðsíða 56
Frumsýningar Kung Fu Panda 3 Teiknimynd Aðalhlutverk: Hjálmar Hjálmarsson, Jóhann Sigurðsson, Arnar Jónsson, Edda B. Eyjólfsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Valdimar Örn Flygenring, Björn Thorarensen og Esther Thalía Casey IMDb 7,5/10 – Rotten Tomatoes 84% Frumsýnd: 18. mars FiFty ShadeS oF BlacK Grínmynd Aðalhlutverk: Marlon Wayans, Kali Hawk og Fred Willard. IMDb 3,4 – Rotten Tomatoes 7% Frumsýnd: 18. mars Where to invade next Heimildarmynd Aðalhlutverk: Michael Moore, Krista Kiuru og Tim Walker IMDb 7,1/10 – Rotten Tomatoes 76% Frumsýnd: 18. mars KviKmyndir Phoenix HHHHH Byggð á skáldsögu eftir Hubert monteilhet Leikstjóri: Christian Petzold Handrit: Christian Petzold og Haron Farucki Aðalhlutverk: Nina Hoss, Ronald Zehrfeld og Nina Kunzendorf. Phoenix, sem sýnd er á Þýskum dögum í Bíó Paradís, er nýjasta mynd þýska leikstjórans Christians Petzold sem hefur getið sér gott orð undanfarin ár og er í dag talinn einn helsti leikstjóri Þýskalands. Hann er líklega þekktastur fyrir mynd sína Barbara frá 2012. Phoenix segir frá gyðingnum Nelly (Nina Hoss) sem lifði af útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni en varð afskræmd í framan. Stuttu eftir lok stríðsins fer Nelly í lýtaaðgerð en læknunum tekst ekki að láta hana líta eins út og hún gerði fyrir afskræminguna. Nelly kemst svo að því að maðurinn hennar, Johnny (Ronald Zehrfeld), sveik hana til nasistanna en hún ákveður samt að leita hann uppi og ná saman við hann aftur. En loks þegar hún hittir manninn sinn aftur þekkir hann hana ekki í sjón. Upphefst þá mikil svikamylla. Hér er tekist á við mörg málefni, bæði endurbyggingu Þýskalands eftir stríðið og hvernig eftirlifandi gyðingar byrjuðu nýtt líf (t.d. er mjög áhugavert þegar gyðingarnir tala um að flytja til Palestínu, enda nokkur ár þarna í að Ísraelsríki verði stofnað). En einnig er hér á ferðinni eins konar „film noir“ mynd um ástir og svik. Titill myndarinnar segir líka ansi mikið, hann er bæði vísun í skemmtistað sem atburða­ rásin hverfist um að einhverju leyti og sömuleiðis er þetta vísun í fuglinn Fönix sem reis úr öskunni. Fönix er í þessu tilliti bæði þýska ríkið, gyðingarnir og Nelly sjálf. Petzold sýnir hér mikið öryggi bak við myndavélina enda er Phoenix afskaplega vel leikstýrt og tæknilega er hún mjög vönduð. Pet­ zold veit nákvæmlega hvert hann á að beina myndavélinni og nær réttum takti í myndinni. Stígandin er tiltölulega hæg og það virðist sem lítið sé að gerast, en í raun er fullt að gerast, bæði á yfirborðinu og undir því. Það sem er að gerast undir yfirborðinu er í raun það sem allt snýst um þar sem þetta er að einhverju leyti mynd um bælingu, bælingu á sjálfinu og bælingu á for­ tíðinni. Þetta er mynd sem læðist að áhorfandanum, heldur honum allan tímann og byggir upp að hreint mögnuðum endi þar sem þræðir sögunnar eru listavel hnýttir saman. Handritið er þó ekki gallalaust. Sagan er áhugaverð og spennandi en engu að síður ekki fullkomlega trú­ verðug. Til dæmis er hegðun eigin­ manns Nelly ekki alltaf nógu sann­ færandi, bæði hvernig hann grunar ekkert að þarna sé konan hans á ferðinni og sömuleiðis áætlanir hans með hana. Eins er ein lykil­ persóna í myndinni látin fara um miðbik sögunnar á mjög skringi­ legan hátt sem kemur eiginlega upp úr þurru, eins og þessi persóna hafi ekki verið nauðsynleg lengur fyrir söguna en handritshöfundarnir ekki alveg vitað hvað ætti að gera með hana. En þessir gallar koma samt ekki verulega niður á sögunni og hún heldur svip sínum að mestu þrátt fyrir þá. Atli Sigurjónsson niðurstaða: Einkar vel samansett og snjöll mynd sem heldur áhorfandanum allan tímann fram að mögnuðum enda- lokum. Risið upp úr öskunni og nýtt líf hafið Þýskir dagar standa nú sem hæst í Bíói Paradís þar sem kennir ýmissa grasa. Í Pheonix eftir Christian Petzold er tekist á við áleitin málefni og þykir hún einkar vel gerð. Phoenix segir frá gyðingnum Nelly sem lifði af útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni en varð afskræmd í framan. Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is FERMINGAR VEISLA STÚTFULLAR VERSLANIR AF ÖLLUM HEITUSTU GRÆJUNUM! PARTÝHLJÓÐKERFI 49.900 XL2411Z 144Hz 3D LEIKJASKJÁR 144Hz 24” 144Hz 3D SKJÁR ALGJÖRLE GA NÝ UPPLIFUN! NÝ LÚXUS KYNSLÓÐ! 19.900 FIËSTA BT MEÐ Í FERÐALAGIÐSPILAÐU TÓNLIST EÐA SYNGDU MEÐ Í ALLTAÐ 50 TÍMA MEÐINNBYGGÐRIRAFHLÖÐU VINNUR ÞÚ FIËSTA GO HLJÓÐK ERFI HEPPIN N FACEB OOK VIN UR VINNUR FIËSTA GO FRÁ TRU ST 149.900 V3-575G BAKLÝSTLYKLABORÐ Í FULLRI STÆRÐ MEÐ INTEL SKYLAKE, NANO SKORNU ÁLBAKI, BAKLÝSTU LYKLABORÐI OG ÖFLUGRA ÞRÁÐLAUSU NETI:) V3-575G ACER 1 7 . m a r s 2 0 1 6 F i m m t u d a G u r56 m e n n i n G ∙ F r É t t a B L a ð i ð bíó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.