Fréttablaðið - 17.03.2016, Blaðsíða 20
Algengt er að fasteignasalar fái
eign til sölumeðferðar og fái greidd
sölulaun fyrir vinnu sína en krefji
svo kaupanda um þjónustu- og
umsýslugjald. Dæmi eru um að
gjaldsins sé hvergi getið nema í
smáu letri í kauptilboði. Því getur
það komið kaupanda á óvart að
þurfa að reiða fram háa upphæð
án þess að hafa vitað af gjaldinu.
Gjaldið getur numið allt frá fjörutíu
til níutíu þúsunda króna.
Það kemur skýrt fram í fasteigna-
kaupalögum að seljandi á að greiða
kostnaðinn af vinnu fasteignasalans
við sölu fasteignar.
Fasteignasölur telja sig eiga rétt á
þóknun frá kaupanda vegna skyldu
þeirra til að gæta hagsmuna bæði
seljanda og kaupanda. „Þetta snýr
að margháttaðri þjónustu sem
fasteignasali þarf að inna af hendi
fyrir kaupandann og þá er líka
Meniga er app sem heldur sjálfkrafa
yfirlit yfir fjárútlát og neyslu. Hægt
er að tengja alla reikninga og kort
við Meniga. Sambúðarfólk getur
sett sér sameiginleg markmið og
fengið yfirsýn yfir fjármál heim-
ilisins með því að tengja saman
aðgang sinn. Þá er hægt að bera
saman eigin neyslu við samfé-
lagið, það er aðra sem nota appið.
Hver færsla er flokkuð sjálfkrafa
og birtist á tímalínu. Hægt er að fá
Kjördæmi Meniga, sem eru endur-
greiðslutilboð, sérsniðin að neyslu-
hegðun notandans.
Fáar umsagnir eru við appið og
engin eftir síðustu uppfærslu.
Engar persónuupplýsingar eru
geymdar og Meniga ábyrgist með-
ferð allra upplýsinga.
sjálfkrafa yfirlit yfir
heimilisbókhaldið
Gott ráð til að þrífa matarslettur
sem fest hafa í örbylgjuofninum
er að setja skál með blöndu af
sítrónusafa og vatni inn í ofninn.
Láttu ofninn vera í gangi í nokkrar
mínútur. Óhreinindin leysast upp á
meðan og auðvelt verður að þurrka
þau af á eftir með tusku sem auð-
vitað á að vera hrein.
Ef ekki tekst að fjarlægja öll
óhreinindin strax þarf að láta skál-
ina vera lengur í örbylgjuofninum.
Til þess að koma í veg fyrir matar-
slettur er skynsamlegt að hafa lok á
ílátunum sem sett eru í ofninn.
Hreinsaðu
örbylgjuofninn
með sítrónuvatni
Fjöllistakonan Sunna Ben sá fram
á að með því að styrkja landnáms-
hænu, sem henni finnst gott málefni,
myndi hún spara í leiðinni.
„Ég greiði 20 þúsund krónur fyrir
fóður landnámshænu í tvö ár og fæ í
staðinn 20 egg á mánuði. Það finnst
mér góð kjör,“ segir hún spurð um
hagkvæm matarinnkaup.
Hún kveðst jafnframt vera dugleg
við það að kaupa í frystinn. Það geti
oft borgað sig. „Ég kaupi gjarnan fryst
grænmeti og á alltaf nóg af því. Ég bý
ein og ef ég kaupi ferskt grænmeti vill
það oft fara til spillis. En að öðru leyti
finnst mér ég ekki vera nógu hagsýn.“
Sunna er hins vegar hagsýn þegar
hún kaupir húsgögn. „Helmingur-
inn er frá IKEA og helmingurinn
er notuð húsgögn. Ég fíla skrýtna
hluti og með því að kaupa húsgögn
á nytjamörkuðum og á netinu get ég
haldið uppi sérviskunni.“
Það er helst þegar kemur að fata-
innkaupum sem Sunnu langar í dýra
merkjavöru. „Ég reyni þá að halda í
mér þangað til það koma útsölur. Ég
vil heldur kaupa fínni föt ef ég get,
heldur en að kaupa ódýrar flíkur sem
hrynja í sundur.“ – ibs
Það borgar sig að kaupa fóður
fyrir landnámshænu.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Neytandinn Sunna Ben fjöllistakona
Styrkir landnámshænu og fær egg í staðinn
App
meniga
Fasteignasölum óheimilt að
rukka umsýslugjald án samnings
Fasteignasölur krefja kaupendur um umsýslugjöld í auknum mæli. Semja þarf sérstaklega um slík gjöld.
Dæmi eru um að umsýslugjalds sé hvergi getið nema í smáu letri í kauptilboði og kemur því kaupanda á óvart að þurfa að reiða fram háa upphæð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILhELm
40-90
þúsund krónur er algengt
þjónustu- og umsýslugjald
fasteignasala.
Stóra málið er að
það þarf að gera
samning, það er mjög brýnt
þannig að öllum sé ljóst hvað
verið er að gera
og um hvað er
samið.
Grétar Jónasson,
framkvæmdastjóri
Félags fasteignasala
Ráð
Heimilið
ákaflega mikilvægt að hver og einn
geri samning um það,“ segir Grétar
Jónasson, framkvæmdastjóri Félags
fasteignasala.
Þegar fasteignasali tekur að sér
að selja fasteign þá semur hann við
seljandann. Ef hann hins vegar tekur
að sér sérstök verkefni fyrir kaup-
anda, svo sem þinglýsingu skjala og
fleira, verður hann að semja um það
sérstaklega. Þetta kemur fram í 9. gr.
laga um sölu fasteigna og skipa sem
tóku gildi í júlí 2015. Þetta felur í sér
að fasteignasali getur ekki innheimt
gjald frá kaupanda sem ekki hefur
verið samið um.
Hildur Ýr Viðarsdóttir, héraðs-
dómslögmaður á Landslögum, segir
að ákvæðið hafi verið í eldri lögum,
en með lagabreytingu árið 2015
var skerpt á þessari reglu. „Þetta
var þannig að það var of algengt
að fasteignasalar rukkuðu þetta
umsýslugjald án þess að hafa heim-
ild fyrir því. Einhverjir höfðu þetta í
smáa letrinu í kauptilboði, sem er í
raun ósanngjarnt því kaupandi vill
kaupa eign og hún er bara til sölu á
tiltekinni fasteignasölu eða -sölum
og hann getur ekki snúið sér annað,“
segir Hildur og bætir við að aldrei
hafi verið vafi á því hvort heimild
væri fyrir gjaldinu áður, heldur
þurfa kaupendur að vera meðvit-
aðir um gjaldið og að heimilt sé að
innheimta það ef kaupandinn sam-
þykkir.
„Stóra málið er að það þarf að gera
samning, það er mjög brýnt þann-
ig að öllum sé ljóst hvað verið er að
gera og um hvað er samið,“ segir
Grétar en að sögn hans hefur Félag
fasteignasala sent öllum félags-
mönnum sínum bréf og áréttað þá
skyldu að semja þurfi um gjöldin.
thordis@frettabladid.is
Ég greiði 20 þúsund
krónur fyrir fóður
landnámshænu í tvö ár og fæ
í staðinn 20 egg á mánuði.
Það finnst mér góð kjör.
Sunna Ben fjöllistakona
neytenduR
1 7 . m a r s 2 0 1 6 F i m m T u D a g u r20 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð