Fréttablaðið - 17.12.2016, Síða 2

Fréttablaðið - 17.12.2016, Síða 2
Veður Rólegt og þurrt veður framan af degi. Gengur í suðaustan 10-18 síðdegis með rigningu, en mun hægari norðaustan til og úrkomulítið fram eftir degi. Hiti 0 til 7 stig. sjá síðu 72  Jólalegt í miðborginni Það er orðið jólalegt um að litast í miðborg Reykjavíkur núna þegar einungis vika er í aðfangadag. Það upplifa ökumenn sem aka Lækjargötuna glögglega. Líklega mun umferðin um götuna aukast jafnt og þétt næstu vikuna enda margir sem eiga enn margt ógert fyrir jólin. Fréttablaðið/GVa Jólagjöf VITA SUMAR 2017 Veglegur bókunarafsláttur af völdum dagsetningum. Gildir til 30. desember. Vinsælustu gististaðirnir bókast fyrst. VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS Kjaramál „Við erum að klára fiskinn á mánudaginn. Við reynum að fá einhvern afla frá smábátum en það verður óverulegt magn, sérstaklega núna yfir háveturinn. Á meðan verk­ fallið varir sjáum við fram á að það verði lítil sem engin vinna í boði,“ segir Sigurður Viggósson, fram­ kvæmdastjóri fiskvinnslunnar Odda. Verkfall sjómanna hófst á mið­ vikudagskvöld þegar helstu stéttar­ félög sjómanna höfnuðu kjara­ samningum í kosningu. Niðurstaðan var mjög afgerandi en rúmlega 86 prósent meðlima Sjómannafélags Íslands höfnuðu samningnum. Verkfallið hefur mikil áhrif á fisk­ vinnslu í landinu og áætlar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmda­ stjóri Samtaka fyrirtækja í sjávar­ útvegi, að það verði til þess að sjö þúsund manns leggi niður störf. Sigurður hefur áhyggjur af því að erlendir markaðir tapist á meðan verkfallið varir. „Norðmenn munu geta útvegað fiskinn sem við getum ekki á meðan verkfallið varir. Þeir eru harðir sölumenn og munu ekki sleppa tökunum af mörkuðunum svo létt nái þeir að taka þá yfir,“ segir Sigurður. Hann segist sjá fram á mikið tap í rekstri og verið sé að leita leiða til að lágmarka skaðann. „Það er djöfullegt að þetta skuli gerast,“ bætir hann við. Sigurður vonast til þess að deilan verði leyst fljótlega því annars sé mikið atvinnuleysi fram undan hjá fiskvinnslustarfsfólki. Gunnþór Ingvarsson, fram­ kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir að engin vinnsla sé í gangi hjá Síldarvinnslunni. „Það er augljóst að á meðan flotinn er í landi, þá erum við ekki að vinna,“ segir Gunnþór. „Fiskvinnslan í Hnífsdal kláraði að vinna þann fisk sem var til í gær,“ segir Sveinn Guðjónsson, verk­ smiðjustjóri vinnslunnar. Fram­ kvæmdastjóri Ísfélags Vestmanna­ eyja, Stefán Friðriksson, reiknar með að vinnslan geti starfað fram á þriðjudag, en þá muni um hundrað manns þurfa að hætta störfum. Verkfall sjómanna kom engum í opna skjöldu og hefur verð fisk­ afurða hækkað mikið síðustu vikuna. „Ég er nokkuð viss um að á meðan verkfallið varir muni verð á fiski hækka áfram. Það hækkaði strax í þessari viku og það hækkaði tölu­ vert í nóvember þegar sjómenn fóru í verkfall þá,“ segir Eyjólfur Þór Guð­ laugsson, framkvæmdastjóri Reikni­ stofnunar fiskmarkaða. Í tilkynningu frá Reiknistofnun fiskmarkaða segir að ekkert uppboð verði á fiskafurðum í dag af augljós­ um ástæðum.  „Það er auðvitað út af verkfallinu, það er svo lítið magn til sölu og okkur fannst ekki forsvaran­ legt að kalla út alla tugi eða hundruð manna fyrir nokkra tugi tonna af fiski,“ segir Eyjólfur en í gær seldust um tuttugu tonn af fiski á uppboði fiskmarkaða en að meðaltali eru seld um 350 tonn á dag. thorgeirh@frettabladid.is Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Áætlað er að um sjö þúsund manns leggi niður störf vegna verkfalls sjómanna. Óttast er að Norðmenn taki yfir erlenda markaði á meðan verkfallið varir. Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar. Vélstjórar í verkfall Félag vélstjóra og málmtækni- manna hafnaði í gær í atkvæða- greiðslu kjarasamningi við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Rúm 66 prósent félagsmanna höfnuðu samningnum og þátttakan var um 70 prósent. Verkfall vélstjóra og málmtæknimanna er því yfir- vofandi. Kjaramál „Krafa tónlistarskóla­ kennara er hógvær, að njóta sömu launakjara og kennarar við aðrar skólagerðir,“ segir í ályktun kennara við Tónlistarskóla Árnes­ inga.  Þeir  „harmi það frost“ sem einkennt hafi viðræður við samn­ inganefndir sveitarfélaga.  „Ef fer sem horfir, að tónlistar­ skólakennarar haldi áfram að drag­ ast aftur úr í launakjörum miðað við önnur aðildarfélög KÍ, er hætt við að þeir hverfi til annarra starfa og að það hafi áhrif og bitni á tón­ listarfræðslu komandi ára. Það sem tekið hefur áratugi að byggja upp, má eyðileggja á örskotsstundu,“ segja kennararnir. Bæjarráð Hveragerðis segist hvetja „deiluaðila að leita allra leiða til að ná samkomulagi hið allra fyrsta“. – gar Leysi deiluna við tónlistarkennara löggæsla Bæjarstjórn Ölfuss gagn­ rýnir að í fjárlagafrumvarpi næsta árs sé ekki gert ráð fyrir framhaldi á sérstöku 76 milljóna króna framlagi sem Lögreglustjórinn á Suðurlandi fékk í gegn um Stjórnstöð ferðamanna. Framlagið var til að efla eftirlit yfir sumarið og síðari hluta árs í upp­ sveitum Árnessýslu, hálendiseftirlit og eftirlit í Öræfum. „Ef litið er til Árnessýslu sérstaklega má benda á að það er á engan hátt forsvaranlegt að þar séu einungis tveir útkallsbílar eða fjórir lögreglumenn á hverri vakt sem sinna almennu eftirliti en þar búa um fimmtán þúsund manns. Langflest sumarhús landsins eru á því svæði og auk þess eru þar langmest sóttu ferða­ mannastaðir landsins,“ segir bæjar­ stjórn Ölfuss. – gar Óforsvaranlegt lögregluástand Í nógu að snúast. Mynd/löGreGlan HVolsVelli ✿ Verðþróun á kílói af óslægðum þorski 9. des 216 kr. 10. des 232 kr. 12.des 253 kr. 13. des 276 kr. 14. des* 298 kr. 15. des 333 kr. 16. des 299 kr. *Verkfall sjómanna hefst lögreglumál Íslandsbanki hefur lokið rannsókn á því hvort gögn um verðbréfaviðskipti hæsta- réttardómara sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum hafi komið frá bankanum. Í tilkynningu frá bankanum segir að ekkert bendi til að svo sé og að gögnin hafi verið gömul og frá starfsemi Glitnis banka fyrir hrun. Íslandsbanki ætlar að óska eftir lögreglurann- sókn vegna málsins. Í tilkynningu frá bankanum segir að rannsóknin hafi verið gerð af innri endurskoðun bank- ans, en gögnin sem um ræðir eru háð þagnarskylduákvæði laga um fjármálafyrirtæki. Íslandsbanki lítur málið alvarlegum augum. – jhh Bankinn lætur rannsaka leka Íslandsbanki telur ekkert benda til þess að upplýsing- arnar um viðskipti dómara komi frá bankanum. 1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 6 l a u g a r d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.