Fréttablaðið - 17.12.2016, Qupperneq 20
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Gunnar
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
Kæri fáviti. Til hamingju. Þú ert kominn í tísku. Árið 2016 var árið þitt. Árið 2016 var ár flónskunnar, árið sem vanþekkingin varð kúl, árið sem and-vits-
munahyggjan hafði sérfræðingana undir, árið sem skoð-
anir urðu jafnréttháar staðreyndum, árið sem tilfinningin
trompaði allt. Árið 2016 var árið þegar appelsínugulur
furðufugl, með rasíska munnræpu, króníska klípiþörf,
stutta fingur, langa veggi á heilanum og aflitaðan þvotta-
björn á höfðinu var kosinn forseti Bandaríkjanna. Árið
2016 var góðærisár þeirra sem vilja trúa því að jörðin sé
flöt, konur séu heimskar, fóstureyðingar morð, sam-
kynhneigð röng, útlendingar ófreskjur, einangrun góð,
samvinna slæm, loftslagsbreytingar bull, fordómar fínir og
fortíðin best.
Þetta opna bréf er hins vegar ekki til allra fávita, heldur
aðeins tiltekins fávita.
Frelsi sem á nafnið skilið
Einstaklingsfrelsið liggur til grundvallar flestum vest-
rænum samfélögum – eða eins og heimspekingurinn og
stjórnmálamaðurinn John Stuart Mill orðaði það í bók
sinni Frelsið árið 1859: „Hið eina frelsi sem á nafnið skilið
er frelsi til að freista gæfunnar að eigin vild.“
Flest erum við hlynnt frelsi einstaklingsins. Í því felst að
við erum hlynnt frelsi fávitans til að vera fáviti.
Mill hélt því þó einnig fram að frelsið hefði takmörk.
Einstaklingurinn mætti gera það sem honum sýndist
svo framarlega sem hann reyndi ekki að „svipta aðra
gæfunni“. Með öðrum orðum, frelsi einstaklingsins tak-
markaðist af því að gjörðir hans sköðuðu ekki aðra.
Uppgangur flónskunnar
„Heilbrigt barn fer til læknis,“ ritaði annar hugsuður og
stjórnmálamaður. „Það er sprautað með risastórri sprautu
með alls konar bóluefnum, því líður illa og það breytist –
EINHVERFA. Dæmin eru fjölmörg!“ Svo mælti verðandi
forseti Bandaríkjanna, Donald Duck … nei ég meina
Trump, á Twitter árið 2014.
Fréttir bárust af því nýverið að nýfædd dóttir þingkon-
unnar Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur lægi veik
á spítala með kíghósta, lífshættulega öndunarfærasýkingu.
Stúlkan smitaðist aðeins sex vikna gömul. Þar sem börn
eru ekki bólusett fyrir kíghósta fyrr en við þriggja mánaða
aldur hafði barnið enga vörn gegn sjúkdómnum.
Dóttir Þórdísar hefði þó ekki átt að þurfa að smitast af
þessum hræðilega sjúkdómi.
Bólusetningum er ekki aðeins ætlað að vernda þann
sem bólusetninguna fær. Mikilvægt er að sem flestir séu
bólusettir svo að til verði „hjarðónæmi“. Í því felst að ef
bólusetning í þjóðfélaginu er almenn næst að hefta nánast
alveg útbreiðslu bakteríunnar eða veirunnar sem veldur
sjúkdómi. Þannig verndum við þá sem ekki er hægt að
bólusetja – eins og nýfædd börn.
„Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín; skamm-
ist ykkar og lesið ykkur til,“ skrifaði Þórdís Kolbrún á
Facebook-síðu sína.
Á uppgangsárum flónskunnar virðist suma lengja eftir
angurværum einfaldleika hinna myrku miðalda. Fjöldi
fólks er hættur að láta bólusetja börnin sín. Kæri fáviti,
þetta bréf er til þín.
Að freista ógæfunnar
Kæri fáviti. Árið 2016 var ár þeirra sem trúa á frelsi
heimsk unnar og stunda upphafningu fáviskunnar. Árið
2016 var árið sem Bandaríkjamenn kusu sér forseta sem
fer með staðlausa stafi um skaðsemi bólusetninga. Árið
2016 var árið þitt.
Samkvæmt hugmyndum okkar um frelsi er fávitanum
frjálst að vera fáviti; honum er frjálst að freista gæfunnar
– eða ógæfunnar – eins og honum sjálfum sýnist, jafnvel
þótt ákvarðanir hans kunni að stuðla að darwinískri
tortímingu gena-garma hans sjálfs. Honum er hins vegar
ekki frjálst að skaða aðra með ákvörðunum sínum.
Þeir sem bólusetja ekki börn sín skaða aðra.
Vegna almennrar þátttöku Íslendinga í bólusetningum
hefur ekki verið talin þörf á að gera bólusetningu að
skyldu. Eftir því sem fleiri ákveða að bólusetja ekki börn
sín gæti þó þurft að endurskoða þá stefnu. Því réttur
fávitans til að vera fáviti trompar ekki rétt sex vikna
gamals barns til lífs.
Opið bréf til fávita
Er ekki
kominn tími
til að gera þá
kröfu?
Fyrirmynd-
irnar eru allt í
kringum
okkur.
Áhugavert verður að sjá hvort þing-mönnum tekst að samþykkja fjárlaga-frumvarpið áður en hátíðirnar ganga í garð. Við þær aðstæður sem nú ríkja í pólitíkinni er vinnan við frumvarpið ágætur prófsteinn á samtakamátt þing-
manna og viljann til að gera málamiðlanir.
Starfsstjórn Sigurðar Inga forsætisráðherra situr enn
í stjórnarráðinu og fátt í spilunum sem bendir til þess
að breyting verði á í bráð. Sigurður Ingi sjálfur hefur
stigið fram og bent á hið augljósa, nú séu sjö vikur frá
kosningum og ekkert hefur gengið að mynda meiri-
hlutastjórn. Þá þurfi stjórnmálamennirnir að fara
að íhuga nýja leiki í stöðunni. Sigurður tiltók þann
kost að þingmenn sammæltust um minnihlutastjórn
sem hefði skýran verkefnalista fram að næsta vori. Þá
skyldi kosið á nýjan leik.
Útspil Sigurðar Inga er áhugavert af nokkrum
ástæðum.
Í fyrsta lagi nefnir hann þarna stjórnarform sem lítil
hefð er fyrir á Íslandi, þótt vissulega þekki frændfólk
okkar á Norðurlöndunum minnihlutastjórnir, oftast
að góðu. Slík stjórn þyrfti í auknum mæli að leita
málamiðlana, minni hvati yrði til stóryrða og meiri til
samstarfs við kollega sem alla jafna teldust pólitískir
andstæðingar. Þetta væri alveg örugglega gott fyrir
íslenska stjórnmálamenningu ef vel tækist til. Við
sjáum líka af síðustu sjö vikum að landið fer nú ekki
á hliðina þótt ríkisstjórn styðjist ekki við meirihluta
þingsins.
Í öðru lagi gætu orð Sigurðar Inga orðið foringjum
flokkanna, sem reynt hafa að mynda stjórn, hvatning
til að leggja enn harðar að sér í samningum. Einnig
skiptir máli að landslagið í pólitíkinni er gerbreytt.
Einn spánnýr flokkur sem vann mikinn kosningasigur,
og tveir til viðbótar, sem ekki eiga sér langa sögu, nutu
mikils fylgis. Óvíst er að nýju fólki í nýjum flokkum
hugnist að kjósa strax og eiga á hættu að missa þing-
sæti sín.
Ljóst er að kominn er tími til að fara ótroðnar
slóðir. Þrír raunhæfir kostir eru í stöðunni. Sá fyrsti
er meirihlutastjórn þriggja eða fleiri flokka, annar er
minnihlutastjórn sem þarf að semja um einstök mál
eða starfar í skjóli flokka, sem ekki sitja stjórninni.
Þriðji kosturinn er nýjar kosningar innan tíðar. Fyrstu
kostirnir tveir krefjast málamiðlana og þroska til að
vinna saman. Er ekki kominn tími til að gera þá kröfu?
Fyrirmyndirnar eru allt í kringum okkur.
Í þriðja kostinum felst uppgjöf. Þar fyrir utan gæti
staðan eftir nýjar kosningar verið álíka flókin því að
margt bendir til að pólitískt landslag sé breytt til fram-
búðar. Flokkarnir, hvorki gamlir né nýir, geta ekki
gengið að kjósendum vísum eins og áður var. Sú tíð
er sem betur fer liðin að stórir fjársterkir flokkar eigi
einir greiðan aðgang að kjósendum, sem taki þegjandi
við fagnaðarerindinu. Nú geta allir látið í sér heyra,
jafnvel án þess að hafa aðgang að digrum sjóðum.
Snúin staða
Við IKEA stöðin sjötta situr,
saman við Garðabæ pössum.
Þar hleður þú bíl og heim svo flytur
húsbúnað í flötum kössum.
Við IKEA er ein af 13
hraðhleðslu stöðvum ON.
1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r20 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
SKOÐUN