Fréttablaðið - 17.12.2016, Síða 30

Fréttablaðið - 17.12.2016, Síða 30
Þó Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi á Ljótar- stöðum sé orðin varamaður á þingi og aðalpersóna í metsölubók Stein- unnar Sigurðardóttur stígur frægðin henni ekki til höfuðs. Hún gefur á garðann og bakar til jólanna. Nýtt ævintýri er samt handan við hornið því hún er á leið til Nýja-Sjálands á heimsmeistara- mót í rún- ingi. Fjárleit er góð ástæða til að skottast á fjöll Þ að er einn af dumb-ungsdögum skamm-degisins. Við Stefán ljósmyndari og Sara ko n a h a n s e r u m komin austur í Skaftár- tungu í þeim erindum að heim- sækja Heiðu fjalldalabónda, eins og Steinunn Sigurðardóttir rit- höfundur kallar Heiðu á Ljótar- stöðum. Þó ratljóst sé dugar það ekki til að við rötum hrukkulaust á leiðarenda – því hún Heiða býr sko úti á enda – heldur þvælumst við inn á vitlausa afleggjara og hin ýmsu bæjarhlöð áður en hennar kóngabláu þök blasa við. Upp rifj- ast vísa sem Heiða fór með á hag- yrðingamóti og hafði ort eftir að ungur maður heyrðist kvarta yfir að heimreiðin til hennar væri löng. Yfir þessum ekki mun ég snökta. Eitthvað hljómar letilega gæinn. Þeir sem ekki nenna heimreiðina að hökta hafa lítið erindi í bæinn. Heiða og hundurinn Fífill fagna okkur á hlaðinu. Hún býður okkur inn en við veljum að kíkja fyrst í fjárhúsin meðan birtu nýtur. Þar hefur hún lokið við að gefa morgungjöfina og fylla fóður- ganginn af heyrúllum til næstu máltíða. Móðir hennar, Helga, er að vatna og hjá henni er Frakkur, fjárhundurinn á bænum – Fífill er bara stásshundur. Féð er satt og sælt og kippir sér ekkert upp við gestaganginn. Hlaðan er orðin að fjárhúsi líka því Heiða hefur stúkað hana niður og smíðað grindur og garða, veturgömlu ærnar eru í einni stíu og þær elstu í annarri. „Yngstu og elstu ærnar éta hægar en hinar og fóðrast betur ef þær eru út af fyrir sig,“ útskýrir bónd- inn. Tignarlegur geithafur gægist upp fyrir grindur. Að sögn Heiðu gengur hann með ánum á sumrin í haganum en hefur sérherbergi eftir að hjörðin kemur í hús. Tvær lögbundnar eftirleitir eru að baki, þó vantar alltaf einhverjar kindur sem enginn veit hvort hafa lifað sumarið af, að sögn Heiðu. „Það er jafnan farið inn á afrétt öðru hvoru fram eftir vetri, ef bjart veður er, fyrst á auðri jörð og svo á sleðum, og ef menn vita af fé sem orðið hefur eftir er ekkert hætt fyrr en búið er að finna það og sækja. Svo er fjárleit líka góð ástæða til að skottast eitthvað á fjöll. En ég hef ekkert farið síðan í þriðja safni enda hefur haustið ekki verið eðli- legt hjá mér, bæði framboð til Alþingis og bókastúss.“ Hrossin eru á beit skammt frá útihúsunum. Þau koma á móti Heiðu þegar hún talar til þeirra og umbera Fífil ótrúlega vel, þó hann sé aðsópsmikill. Missir sig í innkaupum Nú göngum við til bæjar. Sól- pallar úr timbri eru ekki algengir við sveitabýli þar sem ég þekki til. En Heiða hefur smíðað einn glæsi- legan með grindverki utan um. Athygli vekur stæði- legur bekkur upp við húsið og annar slíkur við eldhús- borðið. Þeir reynast báðir vera handarverk Heiðu og „rúma marga rassa“, eins og hún segir. Helga hefur stungið læri í ofn áður en hún fór í fjárhúsin. Nú reiðir hún það fram, gullið og ilmandi með ýmsu með- læti. Heiða stálar búrhnífinn áður en hún bregður honum í kjötið. „Þetta verður engin fagurfræði,“ t e ku r h ú n f ra m . Kjötið er af vetur- gömlu og smakkast guðdómlega en hvar kaupa þær mæðgur nýlenduvörur? „Ég er svo oft einhvers staðar á ferðinni og kippi þá með mér því sem þarf,“ segir Heiða. „En auð- vitað kemur fyrir að eitt- hvað vantar til heimilisins og ég er ekkert voða kát þegar mamma minnist á það og ég er í einhverjum önnum. Stundum gleymast líka grundvallaratriði eins og í haust þegar hingað voru komin níu börn og unglingar í smölun og sátu hér við eldhús- borðið með seríós á diskunum en engin mjólk var til. Þá var brunað yfir á næsta bæ, Snæbýli, Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is 1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r30 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.