Fréttablaðið - 17.12.2016, Side 46

Fréttablaðið - 17.12.2016, Side 46
Sálin sett í pottinn Sigmar B. Hauksson þekktu lands- menn sem matgæðing og ástríðu- kokk. Hann lést á aðfangadag í des- ember árið 2012 eftir skammvinn veikindi. Fjölskylda hans ákvað að heiðra hann með matreiðslubók með uppskriftum hans, bókin Úr búri náttúrunnar inniheldur sögur af Sigmari og uppskriftir eftir hann. Bróðir hans,    Jón Víðir Hauksson kvikmynda- g e r ð a r m a ð u r , t ó k saman uppskriftirnar ásamt nokkrum félög- um hans. „Sigmar hélt alltaf jólaboð í fjölskyldunni sem ég og konan mín, Brynhildur, höfum haldið áfram að gera eftir að hann féll frá. Þá gerum við það í hans anda, hann not- aði mikið afurðir úr veiðinni og úr náttúrunni. Nýtti allt úr bráðinni og það sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða, ber, sveppi og jurtir. Hann var einstakur að þessu leyti, frum- kvöðull í því að nýta það sem nátt- úran gaf og var mikill talsmaður þess að nýta alla bráðina og allt sem til féll. Uppskriftin sem ég gef sem forrétt á jólahátíðarborðið er réttur sem enginn verður svikinn af. Risotto með reyktum laxi. Sigmar sagði að þegar risotto er gert þurfi fyrst að setja sálina í pottinn, síðan hræra varlega með trésleif af stakri alúð,“ segir Jón Víðir. Risotto með reyktum laxi 2 msk. skalottlaukur 2 hvítlauksrif 2 msk. fennel, saxað 150 g arborio-hrísgrjón 1 l grænmetissoð ½ l rjómi Hvítvín eða vermouth 2 msk. mascarpone-ostur Parmesanostur eftir smekk, rifinn 100 g reyktur lax eða heitreykt bleikja, grófsaxað Safi úr einni sítrónu Rifinn börkur af sítrónu Dill, saxað Skalottulaukur og fennel steikt í smjöri og olíu. Hrísgrjónum bætt við og steikt stutta stund. Skvettu af vermouth eða hvítvíni Snyrtistofan Ha lik Okkar sérsvið er Háræðaslitsmeðferðir andlit - háls - bringa - hendur Fyrir Eftir Hraunbæ 102 • Reykjavík • S. 893 0098 • snyrtistofanhafblik@gmail.com og demantshúðslípun. Húðin verður þéttari, mýkri, hreinni og unglegri. Fyrir Eftir Berta Björk Heiðars-dóttir, blómaskreytir hjá Blómagalleríinu við Hagamel, segir að á jólum sé tilvalið að minna á ljósið, vorið og að brátt fari sól að hækka á lofti. „Jólaskreytingar minna á ljós og birtu, náttúruna. Að það kemur aftur vor og að sólin hækkar á lofti,“ segir hún. Hún hefur útbúið þrjár skreytingar á hátíðarborðið. Eina borðskreytingu í aflöngum potti sem hentar vel á borð sem er hlaðið veitingum. „Þetta er nett og falleg skreyting sem er auðvelt að koma fyrir. Í henni hef ég amaryllis, furu, mosa og svolítið glimmer. Mjó kert- in gefa fallegt yfirbragð.“ Hún mælir einnig með  því að skreyta með hýasintum sem eru í blóma í desember og janúar. „Ég nota sérstök glös fyrir hýasintur og skreyti á einfaldan hátt því blómin eru svo falleg,“segir Berta. Þriðja skreytingin er viðameiri og hentar á stórt borð. „Ég nota gylltan poka úr endurunnu efni, skreyti með furu, könglum, kristþyrnisblómum og greinum. Þetta er umhverfisvænt og náttúrulegt. Mér finnst það eiga við í desember; náttúran og ljósið.“ Ítölsk jólakaka í eftirétt Anna Soffía Ásgeirsdóttir matreiðir ofan í leikara og starfsfólk Borgar- leikhússins. Hún var kokkur í mörg ár á La Primavera og í leikhúsinu prísar fólk sig sælt með hana. Anna Soffía leggur til eftirrétt sem var á matseðli La Primavera í desember, ítalska jólaköku. „Þetta er réttur sem við vorum með á La Primavera í desember. Þetta er ítölsk jólakaka. Rétturinn er gerður úr panettone- kökum sem eru bakaðar með rjóma, mjólk, eggjum og sykri. Kakan er svo borin fram með ferskum berjum og vanillusósu,“ segir Anna Soffía. Panettone – ítölsk jólakaka 500 ml rjómi 170 g sykur 500 ml mjólk 4 stk. egg Kakan er skorin í sneiðar og hver sneið er smurð með ágætis lagi af smjöri. Allt hráefnið sett saman í pott og hitað þangað til allt er orðið vel blandað saman og aðeins byrjað að þykkna. Kökusneiðunum er raðað í form og þykku lag af blöndunni hellt yfir þær. Bakað með ál- pappír, í 35 mín. á 150°C hita. Vanillusósa 500 ml mjólk 30 g sykur 2 stk. vanillu- stangir 5 stk. eggjarauður 30 g sykur Mjólk, sykur og vanilla hitað saman í potti. Eggjarauður og sykur þeytt vel saman. Öllu blandað saman, sett í skál og látið þykkna yfir vatnsbaði. Blómstrandi hýasintur á hátíðarborðið. FRéttaBlaðið/GVa Fura, mosi, kristsþyrnir og könglar í fal- legum gullpoka. FRéttaBlaðið/GVa Berta með netta og aflanga skreytingu sem hentar vel á hátíðarborð sem er hlaðið veitingum. FRéttaBlaðið/GVaanna Soffía Ásgeirsdóttir er eftirlæti starfsfólks í Borgarleikhúsinu. Hún matreiddi á la Primavera áður og reiðir fram ítalska jólaköku. FRéttaBlaðið/SteFÁn Ítölsk jólakaka með ferskum berjum og vanillusósu. FRéttaBlaðið/SteFÁn yfir i-ið Fjölskylda Sigmars heldur matarboð í hans anda á jólum og gaf út bók með upp- skriftum hans. bætt í og heitum grænmetiskrafti, ausu í senn og hrært varlega en stöðugt þar til hrísgrjónin eru al dente, soðin – ekki mauksoðin. Rjóma, mascarpone og parmesan hrært saman við. Safi og börkur af sítrónu sett út í. Lax/bleikja og dill sett út í, hrært var- lega saman og skammtað á diska. kristjanabjörg@frettablaðið.is Það þarf ekki að vera dýrt eða flókið en á jólum er gaman að leggja sérstaka alúð við borðhaldið. Þrír fagurkerar gefa góð ráð við nostrið, forrétt, eftirrétt og skreyt- inguna á hátíðarborðið. 1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r46 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.