Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2016, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 17.12.2016, Qupperneq 62
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Vigfús Geirdal sagnfræðingur, lést á líknardeild LSH þann 14. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 30. desember kl. 13.00. Sigrún Ágústsdóttir Svanhildur Vigfúsdóttir Guðmundur Þórðarson Aðalheiður Vigfúsdóttir Helga Sigurðardóttir Bragi Þorgrímur Ólafsson Geirmundur Orri Sigurðss. Jan Suban og afabörn, Arngrímur Orri, Kristófer Orri, Benedikt Máni og Ólafur Bjarki Lokið hefur góðu lífi Einar Hafsteinn Árnason bóndi, Brekku á Álftanesi. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sesselja Mikkalína Kjærnested Sæbjörg Einarsdóttir Helga Kristjana Einarsdóttir Gunnar Sókrates Einarsson Guðný Katrín Einarsdóttir Rannveig Hildigunnur Einarsdóttir Þóra Elín Einarsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Björg Pálsdóttir lést á gjörgæslu Landspítalans laugardaginn 10. desember. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 21. desember kl. 13. Björk Ingadóttir Víðir Ingason Auðbjörg Gerður Pálsdóttir Tryggvi Ingason Sólveig Fríða Kjærnested barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Steindór Steindórsson Hlíðartúni, Fljótshlíð, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju þriðjudaginn 20. desember kl. 13.30. Ingibjörg Eggertsdóttir Jónheiður Steindórsdóttir Jóhannes Freyr Baldursson Þór Melsteð Steindórsson Tia Mell Alexander Jóhannesson Steingerður Hauksdóttir Dóróthea Jóhannesdóttir Ari Bragi Kárason Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, Hallvarður Einvarðsson fyrrverandi ríkissaksóknari, lést 8. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 20. desember kl. 13. Erla Magnúsdóttir Kjærnested Elín Vigdís Hallvarðsdóttir Gísli I. Þorsteinsson Einar Karl Hallvarðsson Þórhildur Björk Þórdísardóttir Sunna Ólafsdóttir Þröstur Jóhannsson Anna Sigurveig Ólafsdóttir Björn Magnússon Ragna Ólafsdóttir Emil Ólafsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Arnheiður Hjartardóttir lést 9. desember á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 20. desember kl. 13. Sigrún Hjördís Pétursdóttir Kristinn Kristjánsson Sigurður J. Pétursson Sverrir Pétur Pétursson Ólöf Birna Garðarsdóttir Kristín Pétursdóttir Brynjólfur Smárason barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Finnbogi F. Arndal Iést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi sunnudaginn 20. nóvember sl. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 20. desember kl. 11.00. Hjördís Stefánsdóttir Arndal Stefán F. Arndal Þórdís Eiríksdóttir Hreinn F. Arndal Ingibjörg Snorradóttir barnabörn og barnabarnabörn. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er Hann svarar í símann á lögmannsstofunni. Samt er klukkan orðin meira en fimm. „Það ræður engu,“ segir hann þegar haft er orð á því. Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur vinnur fulla vinnu þó kominn sé yfir áttrætt, kveðst þó aðeins hafa dregið úr henni frá því hann hafði sem mest umleikis. Ragnar hélt hádegissamkomu á skrif- stofu sinni nýlega til að fagna 50 ára lög- mannsréttindum í Hæstarétti. Héraðs- dómslögmaður varð hann í desember 1962. Hvaða mál finnst honum standa upp úr á ferlinum? „Ég hef fengist við flest svið lögfræðinnar en ekki öll í einu. Lengst við höfundarrétt. Í næstum 40 ár var ég lögfræðilegur ráðunautur rit- höfunda og fleiri. Svo hef ég fengist við sjórétt, vátryggingarétt, fjarskiptarétt, mannréttindi, eignaréttindi. Fékk mik- inn áhuga á eignarétti í sambandi við þjóðlendumálin. Vann fyrir bændur og þótti ríkið ganga æði langt í því að reyna að ná til sín jörðum sem þeir höfðu þing- lýstar eignarheimildir fyrir í hundrað og fimmtíu ár.“ Mestan áhuga kveðst Ragnar hafa haft á rétti bændanna yfir afréttum. „Ég las mikið af íslenskum og norrænum heimildum til að átta mig á fyrirbrigðinu og komst að því að það var séríslenskt. Íslendingar settu sér reglur í sambandi við ofnýtingu strax á Grágásartímabil- inu. Svo voru reglur um hvernig ætti að reka á fjall þegar menn þurftu að fara yfir jarðir annarra. Ég hef ekki getað fundið nein fordæmi í norskri löggjöf að slíkum reglum frá þessum tíma.“ Ragnar kveðst hafa verið leitandi ungur maður. „Ég byrjaði nú á að fara til Suður-Evrópu og Norður-Afríku því það var ekki ljóst hvað ég ætlaði að fást við. Fór fyrst í háskóla í Madrid en leiddist þar og fór á flakk. En ég hef alltaf haft áhuga á mannréttindum í samfélaginu og líka á valdinu og misnotkun á því. Það var ekki um margt að velja á þessum árum í Háskóla Íslands þannig að lög- fræðin varð fyrir valinu,“ segir hann og kveðst hafa lært mest af eigin lestri en tekur fram að í deildinni hafi samt verið góðir kennarar eins og Ármann Snævar og Theódór B. Líndal. Nú er Ragnar með eigin rekstur og hjá honum vinna 10 lögfræðingar. „Þegar ég byrjaði hér á Klapparstígn- um árið 2000 ætlaði ég vera aleinn part úr degi og bjó til spjald sem á stóð: Opið mánudaga til fimmtudaga frá 9 til 13 – en það tókst nú ekki betur en þetta,“ segir hann hlæjandi og viður- kennir að erfitt sé að takmarka sig í þessu starfi. „Annaðhvort er að sinna því eða ekki,“ segir hann. „Ég ætlaði að leggjast í eitthvert fræðagrúsk en það varð minna úr því.“ gun@frettabladid.is Hefur fengist við flest svið lögfræðinnar um ævina Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur fagnaði því nýlega að fimmtíu ár eru liðin frá því að hann hlaut lögmannsréttindi í Hæstarétti. Hann er enn í fullri vinnu, kominn yfir áttrætt. Ragnar kveðst hafa lært sína lögfræði mest af eigin lestri. FRéttablaðið/GVa Þegar ég byrjaði hér á Klapparstígnum árið 2000 ætlaði ég vera aleinn part úr degi og bjó til spjald sem á stóð: Opið mánudaga til fimmtudaga frá 9 til 13. 1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r62 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.