Fréttablaðið - 17.12.2016, Side 64

Fréttablaðið - 17.12.2016, Side 64
Ástkæra hjartans eiginkona mín, móðir, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, Jónína Ísleifsdóttir (Nína) Bárðarási 11, Hellissandi, lést á heilbrigðisstofnun Suðurnesja, laugardaginn 10. desember sl. Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 19. desember nk. kl. 11.00. Jón Einar Rafnsson Magnús Þóroddsson Skúli Berg Auður Yngvadóttir María Petrína Berg S. Pétur Guðmundsson Þorlákur G. Halldórsson Magnea Guðlaugsdóttir Þóroddur Halldórsson Guðbjörg Sævarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og fóstri, afi og langafi, Jón Ólafsson húsgagna- og innanhússarkitekt og kennari, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 6. desember verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju kl. 13.00 mánudaginn 19. desember nk. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Gigtarfélag Íslands. Birna Sigurjónsdóttir Guðný Sif Jónsdóttir Halldór Eyþórsson Tómas Árni Jónsson María Jónsdóttir Helga Aðalheiður Jónsdóttir Guðmundur Vilhjálmsson Gunnar Björn Melsted Rannveig Gissurardóttir Björg Melsted Heimir Örn Herbertsson Páll Melsted Jóhanna Jakobsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Erlu Ásgeirsdóttur Borgarhrauni 10, Hveragerði. Ólafur Pétursson Magnús K. Bjarkason Guðlaug Pálmadóttir Hólmfríður Bjarkadóttir Páll Eggert Ólason Anna Elín Bjarkadóttir Pétur Már Ólafsson Aðalheiður Lára Guðmundsd. Eva María Ólafsdóttir Bragi Konráðsson ömmubörn og langömmubörn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför eiginkonu, móður og ömmu okkar, Jónínu Melsteð hjúkrunarfræðings, Brekkuseli 26. Guð gefi ykkur gleðileg jól. Gunnar Hjörtur Gunnarsson Gunnlaugur M. Gunnarsson Halla Gunnarsdóttir Ingibjörg Gunnarsdóttir Pétur Daníelsson Sveinborg H. Gunnarsdóttir Eiríkur G. Ragnars Gísli Héðinsson og barnabörn. „Fuglafár byrjaði sem skólaverk- efni,“ segir Heiðdís Lilja um nýtt spil um íslensku fuglana sem hún er höf- undur að ásamt vinkonu sinni, Birgittu Steingrímsdóttur. „Við vorum báðar í háskólum, ég í vöruhönnun og Birgitta í líffræði á þeim tíma. Okkur langaði að sameina krafta okkar, bjuggum til eigið verkefni og fengum styrk fyrir því hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Verk- efnið var að rannsaka fuglaþekkingu barna og í kjölfarið þróa og búa til spil til að hjálpa þeim að læra í gegnum leik.“ Af hverju völdu þær fugla? „Birgitta var að læra um fugla í Háskólanum og komst þá að því hvað hún þekkti í raun- inni fáa. Það sama var uppi á teningnum hjá mér og við fórum að hugsa hvort þetta væri kannski bara staðan í dag, þar sem flest ungt fólk býr í þéttbýli og er kannski ekki í svo miklum tengslum við náttúruna. Okkur fannst að minnsta kosti áhugavert að athuga það. Þannig að kveikjan var okkar eigin fáfræði um íslensku fuglana.“ Þær Heiðdís Lilja og Birgitta höfðu samband við níu grunnskóla á höfuð- borgarsvæðinu, fengu að fara inn í alla fjórðu bekki og lögðu könnun fyrir tæp- lega fjögur hundruð nemendur. „Við sýndum krökkunum myndir af þeim 30 tegundum sem eru mest einkennandi í íslenskri náttúru en þær eru samtals 75. Niðurstöður könnunarinnar voru áhugaverðar því að meðaltali þekktu börnin átta fugla hvert,“ lýsir Heiðdís Lilja og heldur áfram. „Við höfðum ekk- ert viðmið því svona könnun hefur aldr- ei verið gerð áður en við vorum sammála um að það væri að minnsta kosti gaman að stuðla að því að auka þekkinguna.“ Sá fugl sem flest börnin báru kennsl á var ugla, sem fæst höfðu þó séð í raun, að sögn Heiðdísar Lilju. „Aftur á móti var það þúfutittlingurinn sem fæst þeirra þekktu þrátt fyrir að hann sé algengasti spörfugl á Íslandi. Hann lætur nú líka svo lítið yfir sér.“ Með spilinu segir Heiðdís Lilja þær stöllur vilja sýna fram á að hver tegund sé einstök og að eitthvað merkilegt sé við alla fugla. En gátu þær gert spilið spennandi fyrir utan að gera það að fræðsluefni? „Já, þetta er eiginlega tvíþætt spil, það er sem sagt hægt að spila tvo leiki og þeir eru skemmtilegir og spennandi. Eftir að við gerðum fyrsta eintakið fórum við með það í skóla og prófuðum það á krökkum til að athuga hvort það félli í kramið hjá þeim og sáum strax áhugann vakna hjá þeim. Þá er líka markmiðinu náð. Svo er það þannig að um leið og maður kynnist fuglunum opnast fleiri gluggar að náttúrunni svo við teljum mikilvægt að þekkja þá.“ Heiðdís Lilja segir Fuglafár fyrir allan aldur, það eina sem fólk þurfi að geta sé að lesa. Hún telur upplagt fyrir fjölskyld- una að spila það saman bæði heima og að sjálfsögðu í sumarbústaðnum. Þær Heiðdís Lilja og Birgitta hlutu nýsköpunarverðlaun forseta Íslands í byrjun þessa árs fyrir rannsóknina í skólunum og þróun spilsins. Heið- dís Lilja segir það hafa verið óvænt og skemmtilegt. „Bæði verðlaunin og áhugi fólks urðu okkur hvatning til að halda áfram með verkefnið og koma spilinu í framleiðslu. Það ferli var ekkert grín og er búið að taka rúmt ár. En það var líka þvílíkur skóli.“ Dömurnar eru báðar í námi. Heiðdís Lilja enn í vöruhönnun við Listahá- skólann og Birgitta í umhverfis- og auð- lindafræði við Háskóla Íslands. Auk þess eru þær á fullu þessa dagana að dreifa spilinu í búðir. gun@frettabladid.is Kveikjan var okkar eigin fáfræði um íslensku fuglana Heiðdís Inga Hilmarsdóttir og Birgitta Steingrímsdóttir hafa gefið út spilið Fuglafár sem þær fengu nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir í byrjun þessa árs. Heiðdís Lilja og Birgitta með fuglaspilið góða. FréttaBLaðið/Eyþór Ugla var sá fugl sem flest börnin þekktu. FréttaBLaðið/arnþór Birgisson Bæði verðlaunin og áhugi fólks urðu okkur hvatning til að halda áfram með verkefnið og koma spilinu í framleiðslu. Það ferli var ekkert grín og er búið að taka rúmt ár. En það var líka þvílíkur skóli. 1875 Fyrsta heildarlöggjöfin um ljósmæður gengur í gildi. 1903 Orville Wright flýgur fyrsta raunverulega flugið með flugvél. 1961 Indverjar ráðast inn í Góa. 1970 Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson kemur til landsins. 1975 Heimsminjaskrá UNESCO tekur gildi. 1989 Fyrstu frjálsu kosningarnar eru haldnar í Brasilíu eftir 25 ára einræði. Merkisatburðir 1 7 . d e S e m B e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r64 t í m A m ó t ∙ F r É t t A B L A ð i ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.