Fréttablaðið - 17.12.2016, Side 76

Fréttablaðið - 17.12.2016, Side 76
Geisladiskur in Paradisum ★★★★ Verk eftir Úlfar inga Haraldsson, Önnu Þorvaldsdóttur, kolbein Bjarnason, svein lúðvík Björnsson Flytjandi: Guðrún Óskarsdóttur semballeikari smekkleysa Fyrir þá sem ekki vita er semball hljómborðshljóðfæri og er forfaðir píanósins. Ekki er barið á strengina með hömrum líkt og í því síðarnefnda, heldur er mekanismi sem plokkar þá. Semballinn var mjög vinsæll á endurreisnar- og barokktímanum. Með tilkomu píanósins hvarf hann smám saman af sjónarsviðinu. Hann hefur þó orðið sífellt meira áberandi á undanförnum árum, bæði í flutningi á barokktónlist, og einnig nýrri músík. Á nýútkomnum geisladiski með Guð- rúnu Óskarsdóttur semballeikara er eingöngu að finna ný verk eftir nokkur íslensk tónskáld. Helsti gallinn við sembalinn er hversu veikróma hann er. Það skiptir hins vegar ekki máli þegar geisladiskur er annars vegar. Maður hækkar bara í græjunum! Semballinn sem hér er leikið á er sérlega hljómfagur, og upp- takan er svo gott sem fullkomin. Hún er notalega djúp og breið, en samt skýr. Hvert einasta smáatriði heyrist greinilega. Nokkrir þættir sem saman bera heitið In Paradisum II eftir Úlfar Inga Haraldsson koma afar vel út. Þetta eru stemningsverk, það er yfir þeim helgi og friður. Rafhljóð auka mjög á andrúmsloftið. Langir, þokukenndir rafhljómarnir og hvassir tónar semb- alsins skapa heillandi andstæður. Fingerprints eftir Önnu Þorvalds- dóttur er allt öðru vísi, en ekkert síður ánægjulegt áheyrnar. Tónlistin er ofsa- fengin, tilfinningarnar ólgandi. Byggt er á tiltölulega einföldu tónefni sem unnið er úr á þráhyggjukenndan hátt. Áferðin er myrk, en ávallt spennandi. Eins og nafnið ber með sér er Tif... og klukkan tifar til móts við tímann eftir Svein Lúðvík Björnsson mun vél- rænni. Sveinn er hér hófsamur eins og venjulega. Grunnhugmyndin er fábrotin og einföld, úrvinnslan mark- viss og án útúrdúra. Verkið er dálítið fráhrindandi, þetta er jú hugleiðing um tímann sem engu eirir; hverjum finnst það skemmtilegt? Andrúmsloftið í Danses achron- iques (Tímalausum dönsum) eftir Kol- bein Bjarnason er sömuleiðis nokkuð hryssingslegt. Þetta eru hefðbundnir dansar frá barokktímanum; sarabanda, allemande, courante, o.s.frv. Í gamla daga voru slíkir dansar ávísun á nota- lega skemmtitónlist, en hér er því ekki að heilsa. Sömu formúlur eru þó fyrir hendi, en stefin eru afstrakt, hljóm- arnir ómstríðir, rytminn óreglulegur. Kolbeinn vinnur úr þessum grunni af mikilli ákefð og niðurstaðan er dökkur tónavefur, napur og kaldur. Þar með er ekki sagt að verkið sé slæmt – síður en svo. Tónlist þarf ekki alltaf að vera hugguleg. Aðalatriðið er að tónskáld- inu takist að koma meiningu sinni til skila. Músíkin verður að vera sönn, ef svo má segja. Atburðarásin í henni hér er ávallt athyglisverð. Hún er rökrétt en kemur þó stöðugt á óvart. Fyrir bragðið virkar hún og hittir í mark. Guðrún leikur allt af einstakri fag- mennsku. Hraðar nótnarunur eru jafnar og skýrar. Hljómarnir eru nákvæmir, hrynjandin hnitmiðuð. Á geisladiskinum er að finna spuna eftir hana sjálfa en þar býr hún til hljóð með banki á sembalinn, strokum, o.s.frv. Þar birtist manni önnur mynd af hljóðfærinu en þessi venjulega. Hún er dáleiðandi og unaðsleg. Útkoman er óneitanlega mögnuð. Jónas Sen niðurstaða: Ákaflega vandaður geisladiskur, ólíkar en eftirtektar- verðar tónsmíðar, frábær spila- mennska. Spennandi andstæður sembalsins Bækur sonnettan ★★★★★ sigurjón magnússon Útgefandi: Ugla 2016 Fjöldi síðna: 141 Er íslenskukennari sem heldur því til streitu að hafa ljóð Snorra Hjartarson- ar, Land, þjóð og tunga, á námsskránni þar með orðinn þjóðernissinni og ras- isti? Sú spurning liggur til grundvallar í nýrri skáldsögu Sigurjóns Magnús- sonar, Sonnettunni. Svarið er svo sem ekki einhlítt, en meðal þess sem Sigurjón veltir upp í sögunni er hvernig umræðan stimplar fólk og dregur í dilka á þeim forsendum einum að því sé annt um þjóðmenninguna og menningararfinn. Tómas, söguhetjan, hefur sagt starfi sínu sem menntaskóla- kennari lausu eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir rétttrún- aði samstarfsmanna sinna og verið neitað um að láta nem- endur lesa umrædda sonnettu. Hann er úthrópaður rasisti fyrir vikið og meira að segja eiginkonan, Selma, stendur með andstæðingum hans í þessari baráttu. Reyndar eru þau hjónakorn ansi lítið sammála um nokkurn hlut og hjóna- bandið löngu orðið holt að innan. Til að reyna að bjarga því sem bjargað verður drífur Tómas þau í þriggja vikna frí á sólarströnd á Spáni, en fær fljótt ástæðu til að sjá eftir þeirri ákvörðun. Sól og strandlíf lækna ekki hjóna- bandsmeinin, brátt dregur til þeirra tíðinda sem hann óttast mest og leikar æsast allhressilega. Helsti styrkur Sigurjóns Magnússon- ar sem höfundar er virðing hans fyrir mætti orðanna og varleg meðferð hans á þeim. Hvert orð er vandlega valið og hann hefur einstakt lag á því að draga upp sterkar myndir og aðstæður án þess að missa sig í orðavaðal og ofskýr- ingar. Saga þeirra Tómasar og Selmu er gamalkunnug og hefur verið viðfangs- efni margra skáldsagna í gegnum tíð- ina; gjáin sem myndast milli elskenda þegar hversdagsleikinn og togstreitan um hvað skipti máli fara að yfirgnæfa ástarneistann, en Sigurjóni tekst að segja þessa sögu á einstæðan hátt og velta upp spurningum um það hvað skipti í raun máli í lífinu. Persónur eru vel dregnar, helst að eiginkonan Selma sverji sig í ætt stað- almynda um hina ófullnægðu konu, en frústrasjón hennar verður samt skiljanleg og ekki laust við að lesand- inn hafi með henni vissa samúð. Tómas sjálfur er einstaklega ósympatísk aðalper- sóna, en vissulega ansi kunnuglegur bæði úr skáldsögum og raunveruleika. F r æ ð i m a ð u r i n n sem lifir í bókum, hangir á prinsippum og gleymir því sem skiptir máli í hvers- dagsleikanum. Aðrar persónur eru meiri svipmyndir, fulltrúar ákveðinna þjóð- félagshópa, en allar vel gerðar og trú- verðugar sem slíkar. Helst að flagarinn Höskuldur Briem sé ótrúverðug steríó- týpa sem höfundur greinilega hefur enga samúð með. Sagan rennur vel og bregður upp myndum af aðstæðum sem allir sólar- landafarar þekkja, spaugilegum á köflum en alltaf með dimmum undir- tóni; maður er manni úlfur. Í heild er Sonnettan afskaplega vönduð og vel smíðuð saga sem allrar athygli er verð, en skilur svo sem ekki mikið eftir í huga lesandans. Friðrika Benónýsdóttir niðurstaða: Vel smíðuð og enn betur stíluð saga sem veltir upp spurningum sem brenna á samtím- anum. Var Snorri Hjartarson rasisti? Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Mozart við kertaljós Styrkt af Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins, Reykjvíkurborg, Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ og Garðabæ Miðasala við innganginn og á tix.is - Miðaverð kr. 2.800 / 2.000 Hafnarfjarðarkirkju mánudag 19. des. kl 21.00 Kópavogskirkju þriðjudag 20. des. kl 21.00 Garðakirkju miðvikudag 21. des. kl 21.00 Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudag 22. des. kl 21.00 Camerarctica Mozart by candlelight Kammertónlist á aðventu 2016 ÍS LE N SK A/ SI A. IS /N AT 8 23 51 1 1/ 16 Fullkomnaðu jólasósuna með Knorr-kraftinum sem þú þekkir og treystir! ...KEMUR MEÐ GÓÐA BRAGÐIÐ! Knorr gefur þér kraftinn fyrir jólin MSG 1 7 . d e s e m B e r 2 0 1 6 l a u G a r d a G u r76 m e n n i n G ∙ F r É t t a B l a ð i ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.