Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.03.2011, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 18.03.2011, Qupperneq 2
18. mars 2011 FÖSTUDAGUR2 UMHVERFISMÁL Akraneskaupstað- ur hyggst taka tilboði hjónanna Haralds Sturlaugssonar útgerðar- manns og Ingibjargar Pálmadóttur, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og kaupa 1.200 fermetra lóðarhluta þeirra á útvistarsvæðinu á Breið. Hjónin ætla að nota andvirðið til þess að reisa sólpall fyrir almenn- ing. Ingibjörg segir að pallurinn verði byggður í minningu Agn- ars Sigurðssonar, góðs vinar sem hefði orðið 100 ára 10. mars síðast- liðinn. Agnar vann hjá fjölskyldu- fyrirtækinu Haraldi Böðvarssyni undir stjórn fjögurra ættliða. Sól- pallurinn mun heita Aggapallur eftir Agnari. Á eitt hundrað ára afmæli Agn- ars kölluðu þau Haraldur og Ingi- björg til vini Agnars að bakhlið stúkunnar við íþróttavöllinn á Jað- arsbökkum. „Þegar Agnar varð sjötugur fékk hann mikinn viskí- kút frá starfsfélögum sínum. Þótt honum þætti sopinn ekki vondur þá vildi hann geyma þennan kút þar til hundrað ára fæðingardagurinn rynni upp,“ segir Ingibjörg. „Við ákváðum að gera eitthvað táknrænt og því var hellt viskíi á Langasand þar sem sólpallurinn á að rísa.“ Að sögn Ingibjargar stendur einnig til að koma fyrir setlaug neðan við sólpallinn ef leyfi bæj- arins fæst. Heita pottinn eigi að kosta úr styrktarsjóði sem Ólafur Guðmundsson úr Sandgerði hafi, ásamt systkinum sínum, stofnað um foreldra þeirra. „Laugin á að heita Guðlaug eftir formóðurinni sem sjóðurinn er kenndur við,“ segir Ingibjörg sem á von á því að framkvæmdir hefjist um leið og veður leyfir. Pallurinn og laugin verða tengd íþróttamannvirkjunum sem fyrir eru og útvistarsvæðinu Langasandi sem Ingibjörg segir vera mikla paradís. „Við höldum að með þessu eigi fólk eftir að njóta lífsins enn þá betur á Langasandi. Á sumrin leika börnin sér oft í sjónum og þá er gott að ylja sér í pottinum. Foreldrarnir geta svo legið á pallinum og fylgst með,“ segir hún. Bæjarráð Akranes segir til- boð Ingibjargar og Haraldar vera rausnarlegt og sýna velvilja í garð bæjarfélagsins. Búist er við að endanlega verði gengið frá mál- inu á bæjarstjórnarfundi á þriðju- dag. Ingibjörg segir pallinn og set- laugina munu kosta í kringum tíu milljónir króna. „Síðan erum við að láta okkur dreyma um að bæta við þetta seinna en ætlum ekki að fara lengra í bili,“ segir ráðherrann fyrrverandi. gar@frettabladid.is Fá sólpall og heitan pott í lóðarkaupum Akraneskaupstaður eignast sólpall á Langasandi fyrir að kaupa lóðarskika af Ingibjörgu Pálmadóttur og Haraldi Sturlaugssyni. Minningarsjóður vill gefa heitan pott við pallinn. Fólk á eftir að njóta lífsins hér enn betur segir Ingibjörg. SÓLPALLI MARKAÐUR STAÐUR Vinir Agnars Sigurðssonar minntust þess í síðustu viku að hundrað ár eru frá fæðingu hans og mörkuðu væntanlegum sólpalli stað með vískidreitli. Sólpallurinn ber nafn Agnars og heitir Aggapallur. Neðan við hann verður heiti potturinn Guðlaug. MYND/ÚR EINKASAFNI Við höldum að með þessu eigi fólk eftir að njóta lífsins enn þá betur á Langasandi. INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR FYRRVERANDI HEILBRIGÐISRÁÐHERRA ALÞINGI Það tók Alþingi aðeins fjórar mínútur að fjalla um og samþykkja þingsályktunartillögu þingflokksformanna allra flokka um að innanríkisráðherra fæli Lagastofnun Háskóla Íslands að útbúa kynningarefni vegna Ice- save-atkvæðagreiðslunnar hinn 9. apríl. Skiptar skoðanir voru meðal fólks í ráðuneytum og á þingi hvort og þá hvernig kynna bæri Icesave. Varð að niðurstöðu að innanríkisráðuneytið stæði að slíkri kynningu og fengi Laga- stofnun til verksins. Var talið nauðsynlegt að þingið ályktaði sérstaklega um málið svo því mætti ýta úr vör. - bþs Kynningarefni á Icesave: Afgreiðslan tók fjórar mínútur KÖNNUN Um 52,2 prósent lands- manna myndu samþykkja lög um Icesave yrði gengið til þjóðarat- kvæðagreiðslu nú en 47,8 prósent myndu hafna lögunum. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem MMR gerði fyrir Viðskiptablaðið. Þeir sem vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið eru sam- kvæmt könnuninni mun líklegri til að vilja samþykkja Icesave en þeir sem andvígir eru aðild. Um 55,7 prósent eru frekar eða mjög andvíg inngöngu í ESB, 14,2 prósent eru hlutlaus og 30,0 pró- sent eru frekar eða mjög hlynnt. - bj Skoðanakönnun um Icesave: Um 52 prósent vilja samþykkja BAREIN, AP Hermenn og lögreglu- þjónar konungsstjórnarinnar í Barein hafa með aðstoð hermanna frá Sádi-Arabíu reynt að berja niður mótmæli sjía-múslima, sem eru í minnihluta í landinu en segja sér mismunað. Að minnsta kosti sjö leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru hand- teknir í gær. Á miðvikudag var bæði táragasi og vopnum beitt til að ryðja Perlutorgið í höfuðborg- inni Manama þar sem mótmælend- ur hafa hafst við. Að minnsta kosti fimm manns létu lífið í átökum víða í borginni og nágrenni hennar. - gb Hörku beitt í Barein: Reynt að berja niður mótmæli TORGIÐ RÝMT Her og lögregla beittu mótmælendur hörku. NORDICPHOTOS/AFP SVEITARSTJÓRNIR Meirihluti bæjar- ráðs Hafnarfjarðar hefur ákveðið að senda þrjá fulltrúa á vinabæj- armót í Tartu í Finnlandi. Fulltrúar minnihluta Sjálf- stæðisflokks segja að í núverandi árferði séu ýmis önnur verk- efni í sveitarfélaginu brýnni en ferð bæjarfulltrúa eða embættis- manna á vinabæjarmót með til- heyrandi kostnaði. Meirihlutinn segir hins vegar rétt að „halda þessu áratuga vina- bæjarsamstarfi áfram með lág- markstilkostnaði“. - gar Deilt um för á vinabæjarmót: Þrír frá bænum til Finnlands Þórir, var þetta dómara- skandall? „Þetta er að minnsta kosti ekki að finna í knattspyrnulögunum.“ Knattspyrnusamband Íslands hefur áminnt nokkra dómara fyrir að hafa farið yfir strikið við busavígslu á árshátíð félagsins. Þórir Hákonarson er fram- kvæmdastjóri KSÍ. Foreldrafundir á morgun Reykjavíkurborg stendur á morgun fyrir opnum fundum með foreldrum skóla og leikskólabarna vegna fyrir- hugaðra sameininga. Fyrir Laugardal, Háaleiti og Bústaðahverfi verður fundur klukkan 11 í Réttarholtsskóla og klukkan 14 verður fundað með foreldrum í Vesturbæ og Miðborg/ Hlíðum, í Hlíðaskóla. SKÓLAMÁL ÞJÓFNAÐUR Bífræfnir þjófar létu greipar sópa í nýju hesthúsi við Fluguskeið í Sörlahverfinu við Kaldárselsveg aðfaranótt miðviku- dags. Meðal þess sem þjófarnir höfðu á brott með sér eru glæný og ónotuð heimilistæki. Halldóra Einarsdóttir, eigandi hesthússins, segir í samtali við Fréttablaðið að tjónið sé talsvert. „Það voru menn að vinna í hús- inu fram til klukkan tíu á þriðju- dagskvöld, en þegar við komum aftur upp eftir á miðvikudags- morgun var búið að stela þaðan þvottavél, þurrkara, kæliskáp, helluborði, veggofni og örbylgju- ofni.“ Öll tækin eru af gerðinni AEG, nema örbylgjuofninn sem er af gerðinni Samsung. Halldóra segir að lögreglu hafi verið gert viðvart, en þau hafi heyrt af því að reynt hefði verið, án árangurs, að brjótast inn í nágrenninu. „Þetta er mikill skaði fyrir okkur og gífurlegt áfall. Við erum mjög leið yfir þessu en ef einhver hefur orðið var við dularfullar mannaferðir þessa nótt viljum við biðja viðkomandi um að hafa sam- band við lögregluna.“ - þj Þjófar brutust inn í nýbyggingu í hesthúsahverfi Sörla í Hafnarfirði: Stálu glænýjum heimilistækjum LÍBÍA, AP Uppreisnarmenn í Líbíu skutu niður að minnsta kosti tvær sprengjuflugvélar stjórnar Múammars Gaddafí í gær. Vélarn- ar gerðu árásir á borgina Tubruk, sem uppreisnarmenn hafa haft á valdi sínu. Hörð átök hafa haldið áfram í landinu. Stjórnarherinn stefnir í áttina að borginni Bengasí, sem hefur verið höfuðvígi uppreisnar- manna. Liðsmenn Gaddafís höfðu umkringt borgina Ajdabiya, sem er síðasta stóra borgin á veginum við strönd Miðjarðarhafs áður en komið er að Bengasí. Allt benti til þess að Ajdabiya myndi falla í hendur stjórnarliða, sem ættu þá greiða leið að Bengasi. Uppreisnarmenn hafa nú sett allt sitt traust á öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna. Ráðið sat á fundi þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Sérfræðingar töldu lík- legt að ráðið myndi samþykkja að setja á flugbann yfir Líbíu þó að einhverjar þjóðir kynnu að sitja hjá við afgreiðslu málsins. - gb Liðsmenn Gaddafís virðast vera að ná yfirhöndinni í Líbíu á ný: Herjað á höfuðvígi uppreisnar STÁLU TÆKJUM Halldóra Einarsdóttir utan við hesthúsið þaðan sem heimilis- tækjum var stolið í innbroti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SKÓLABÖRN MEÐ GADDAFÍMYNDIR Í höfuðborginni Trípólí voru skólabörn send út á götur til stuðnings Gaddafí. NORDICPHOTOS/AFP Minningarbók í sendiráði Minningarbók þar sem fólk getur ritað samúðarkveðju vegna þeirra sem eiga um sárt að binda vegna nátt- úruhamfaranna í Japan liggur frammi í sendiráði landsins í Reykjavík. Bókin mun liggja frammi til 23. mars. HAMFARIR Rúta fór út af veginum Engin slys urðu á fólki þegar rúta, full að ferðamönnum, fór út af þjóðvegi eitt við Vík í Mýrdal um fimm leytið í gær. Mildi þykir að rútan hafi ekki oltið því vegkanturinn sem hún fór út af er töluvert brattur. Björgunarsveitin Víkverji í Vík dró rútuna aftur upp á þjóðveg. LÖGREGLUMÁL SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.