Fréttablaðið - 18.03.2011, Side 17
FÖSTUDAGUR 18. mars 2011 17
En það sem ég hef mestar áhyggjur af núna er að fjár-
festingarnar hafa látið á sér standa. Það er tómt mál að
tala um nýsköpun í umhverfi þar sem fjármagn og vilji til
fjárfestinga er ekki til staðar.
„Það fyrirtæki byrjaði með hug-
mynd ungs rafvirkja sem vildi að
öryggin heima myndu ekki aðeins
slá út, heldur líka segja sér hvað
væri að gerast. Þar er komið fyrir-
tæki sem ég sé fyrir mér að verði
stórveldi eins og Össur eða Marel
þegar fram líða stundir. Svona
sprettur af einni hugmynd eins
og saga margra nýsköpunarfyrir-
tækja er til vitnis um.“
Nýsköpun hinna öflugu
Þorsteinn er þeirrar skoðunar
að of sé horft til nýsköpunar sem
sprota að einhverju sem verður
öflugt í framtíðinni. Hann vill að
nýsköpunarhugtakið verði víkk-
að út, ef svo má segja. „Ég vil að
stóru og stöndugu fyrirtækin snúi
sér meira að nýsköpun. Tískuorðið
í dag er „klasar“ þar sem ná skal
framlegð og samlegð; að vinna
saman. Michael Porter, prófessor
í Harvard og mikill Íslandsvin-
ur, hefur skilgreint klasa þannig
að þeir séu landfræðileg þyrp-
ing tengdra fyrirtækja, birgja og
þjónustuaðila í tengdum atvinnu-
greinum – og stofnana, sem eigi í
samvinnu án þess að slá af heil-
brigðri samkeppni sinni. Íslensk-
ur sjávarútvegur hefur alla burði
klasa og er enda einn sá sam-
keppnishæfasti á jörðunni. Á
Íslandi er þetta einnig að verða
að veruleika á sviði jarðhita; jarð-
hitageirinn og orkufyrirtækin eru
núna að tala saman um samstarf
á þennan hátt. Þarna má skerpa á
nýsköpun, held ég.“
Áhyggjur
Þorsteinn segir að nýsköpunar-
krafturinn í íslensku þjóðinni sé
mikill og það eigi eftir að nýt-
ast í baráttunni við atvinnuleys-
ið sem aldrei hefur verið meira
hér á landi. „En það sem ég hef
mestar áhyggjur af núna er að
fjárfestingarnar hafa látið á sér
standa. Það er tómt mál að tala
um nýsköpun í umhverfi þar sem
fjármagn og vilji til fjárfestinga
er ekki til staðar. Ég er kvíðinn,
þegar ég horfi til næsta árs, ef
þarna verður ekki breyting á. Það
er því miður ekki sólskin í dag í
þessum efnum og það hefur ekki
verið sólríkt að undanförnu, en
fjárfestingar í íslensku atvinnu-
lífi verða að fara að taka við sér
núna svo ég geti farið að spá betra
veðri. Þetta verður ekki gert án
fjárfestingar og fyrirhafnar.“
Þorsteinn segir að sú fjárfest-
ing verði að vera á öllum sviðum;
á breiðum grunni. „Ég er alveg
sannfærður um að uppbygging og
fjárfestingarstefna til framtíðar
verður að taka mið af sjálfbærni
og ein af lyklum sjálfbærni felst
í fjölbreytni. Því má ekki aðeins
horfa til stórra framkvæmda
og einsleitinna fjárfestinga. Því
hefur það glatt mig mjög hversu
mikilli sókn skapandi greinar eru
í um þessar mundir.“
Ár efnafræðinnar
„Sameinuðu þjóðirnar hafa skil-
greint árið 2011 sem ár efnafræð-
innar. Það er mikið af efna- og
eðlisfræði hjá okkur og táknrænt
fyrir það var hápunktur ársfund-
arins okkar í gær þar sem Vera
Þórðardóttir, ungur og hugmynda-
ríkur hönnuður, sýndi hvern-
ig tækni og hönnun fer saman í
nýsköpun. Þetta eigum við að láta
blása okkur bjartsýni í brjóst,“
segir Þorsteinn og vitnar til þess
að Vera Þórðardóttir sýndi kjóla
úr silíkonefnum sem stórstirnið
Lady Gaga hefur klæðst við ýmis
tækifæri.
„Ég benti á það í erindi mínu að
efnafræðiþekkingu okkar fylgir
líka mikil ábyrgð á umhverfinu.
Ég varaði við því að „land und-
anþáganna“ væri fullkomlega
óviðunandi – og ég benti á sorp-
brennsluna í Funa fyrir vestan,
þar sem öll þekking var til stað-
ar, en eftirgjöf með misheppnaðan
sparnað í huga leiddi til skammar-
legrar þróunar.“
Mennt er máttur
Þorsteinn segist hafa þungar
áhyggjur af því að á sama tíma og
stór hluti atvinnulausra sé aðeins
með grunnskólapróf sé mikil eftir-
spurn eftir tæknimenntuðu fólki.
Forsvarsmenn tölvu- og leikja-
iðnaðarfyrirtækja á Íslandi telja
sig geta ráðið þúsund manns á ári
næstu árin, en líklega þurfi að
sækja þann mannauð að utan.
„Ég hugsa mikið um það að lík-
lega höfum við Íslendingar haft,
og höfum kannski, ofurtrú á hinu
bóklega námi. Verknámið hefur
ekki notið þeirrar virðingar sem
því ber. Ég held að við ættum
að færa okkur nær verknáminu
og leggja meiri áherslu á iðn- og
tækninám. Sýnum þessum grein-
um þá virðingu sem þær eiga skil-
ið. Reynum í skólakerfinu okkar
að fækka þeim sem hætta eftir
grunnskólann, því þar er falinn
gífurlegur mannauður sem allt of
oft fer forgörðum.“
Þorsteinn segir það ágæta hug-
mynd að reyna að gera mennta-
kerfið sveigjanlegra á þann hátt
að það svari kalli atvinnulífsins
beint á hverjum tíma. „Kannski
er í lagi að stýra fjöldanum inn
í greinar þar sem svo aðkallandi
þörf er á starfskröftum. Ég spyr?“
Skuggi kreppunnar
Þorsteinn segir að vissulega
hvíli skuggi kreppunnar yfir og
ekki sjái til lands ennþá. „Við
erum ósátt þjóð og eigum eftir
að gera sáttmála við framtíðina.
Umræða síðustu daga um skila-
nefndir bankanna sýnir hugarfar
sem ég skil ekki. Þetta er mikil
villa sem menn hafa ratað þarna
í. Maður veltir því fyrir sér hvort
einhverjir hafi hag af því að hlut-
irnir ganga ekki hraðar fyrir sig
en raun ber vitni. En við sem þjóð
megum engan tíma missa og í
starfi eins og mínu er óþolandi að
horfa upp á hindranir settar upp
af þeim sem eiga að vera greiða
götuna.“
Þriðji hluti af níu
Á morgun: ungt fólk án atvinnu
Öll fargjöld miðast við fl ug báðar leiðir, skattar og gjöld innifalin. Verð miðast við 9. febrúar 2011 og framboð er takmarkað af lægstu fargjöldum. Ferðatímabil til Stokkhólms, Kaupmannahafnar, Stafangurs og Tromsø,
gegnum Ósló, er 26. apríl – 9. desember 2011. Ferðatímabil til Bangkok, gegnum Kaupmannahöfn, er 26. apríl – 16. júní eða 1. september – 9. desember 2011. Framboð getur verið takmarkað á almennum frídögum.
* Borgarkort fylgja ef keypt er fl ug í mars, báðar leiðir, til Kaupmannahafnar eða Stokkhólms, ferðatímabil 1. apríl til 31. maí, og eru háð takmörkunum.
fl ysas.is
Ávallt með SAS
Engin dulin gjöld
23 kg farangur án endurgjalds
Frí vefi nnritun
EuroBonus punktar
25% barnaafsláttur
Reykjavík Báðar leiðir frá
Kaupmannahöfn Kr. Stokkhólmur Kr. Ósló Kr. FJÖLDI LÁGRA FARGJALDA Á SVEIMI.
Bókið fyrir 21. mars 2011.
Reykjavík Báðar leiðir frá
Stafangur Kr. Tromsø Kr.
Bangkok Kr. FRÍTT 24
tíma
Kaupman
nahafnar-
eða
Stokkhólm
sborgarko
rt*
fl ysas.is/c
itycard