Fréttablaðið - 18.03.2011, Side 19

Fréttablaðið - 18.03.2011, Side 19
FÖSTUDAGUR 18. mars 2011 19 Þær hugmyndir að breytingum í sjávarútvegskerfinu sem greint var frá á forsíðu Frétta- blaðsins í gær gefa fullt tilefni til að álykta að réttast væri að slá af hvers kyns áform um endurbæt- ur á greininni þangað til mark- aðsvænni straumar fara að blása í ráðuneyti sjávarútvegsmála. Það er í öllu falli miður ráðlegt að smíða löggjöf og setja af stað atburðarás til margra ára, ef byggja á á framtíðarsýn ráðherra sem gjarnan vildi að klukkan væri útbúin handbremsu og helst bakkgír líka. Kubbakvótar Í fljótu bragði virðist sem umræddar tillögur gangi út á að skipta kvótakerfinu upp í tvo misstóra hluta. Fyrri hlutinn, hinn smærri, er dótakassi fullur af kvóta sem íslenskir pólitíkus- ar geta kubbað með. Úr dótakass- anum verður hægt að dreifa í þágu „atvinnuuppbyggingar“ og „byggðamála“, sem eru feluorð stjórnmálanna yfir óhagkvæmni. Ef ríkið þarf að verja fé til ein- hverra atvinnumála þá þýðir það að enginn annar er til í að gera það, og fé sem enginn vill verja er oftar en ekki illa varið. Seinni hluti, sá stærri, á síðan að vera verri útgáfa af gildandi kvótakerfi þar sem núverandi kvótastaða er fryst og reynt að hindra að kvóti geti mögulega skipt um hendur. Þannig er það nefnilega að þegar einn selur og annar kaupir þá græðir oft annar þeirra og enn oftar báðir. Það finnst mönnum slæmt. Vont að menn græði. Slíkt verður reynt að stöðva. Sé eitthvað til dæmis að marka nokkurra mánaða gömul skrif Lilju Rafneyjar, alþingiskonu VG, um framtíð kvótakerfisins verða það skilyrði fyrir kvóta- sölu að enginn hagnist (þýðist: báðir tapi), ríkið veiti samþykkti og kvótinn færist ekki á milli bæjarfélaga. Hljómar eins og sjoppurekstur í helvíti. Og ein- hvern veginn tekst mönnum síðan að finna það út að sú leið að gefa núverandi kvótaeigend- um hluta hans til langframa og leyfa Jón Bjarnasyni að ráðstafa hinum hlutanum sé leið til að auka nýliðun. Einmitt. Velferðaratvinnulíf Öflugt atvinnulíf er nauðsyn- legt til að reka gott velferðar- kerfi. Gæfa norrænna ríkja hefur að mörgu leyti falist í því að þótt atvinnulífið sé skattlagt drjúgt fær það samt að mestu að gera það sem gerir vel, án þess að þurfa að gera fullt af öðru. Atvinnulífið borgar fyrir vel- ferðarkerfið, en atvinnulífið er ekki krafið um að vera velferðar- kerfi í sjálfu sér. Því meira sem við gerum af því að blanda þessu tvennu saman, því verra verður hvort um sig. En athafnir stjórn- valda stefna allar í hina sömu vondu átt. Nú á ekki að landa fiski þar sem það borgar sig helst, heldur þar sem fiskurinn gleður flesta. Sá ráðherra sem mest gerir til að leggja stein í götu aðildar Íslands að Evrópusambandinu er með öllum aðgerðum sínum að færast nær stærstu mistök- um sem Evrópusambandið hefur gert og, í tilfelli landbúnaðarins, að reyna að gera enn verr. Ef sjávarútvegur á að fara að gegna félagslegu hlutverki er kannski ekki langt í það að hann sjálfur falli undir þann flokk þjóðlífsins sem virðist þurfa á félagslegum stuðningi að halda til að halda sér gangandi. Það er uggvænleg framtíðarsýn. Það fyrirkomulag að þeir sem eigi kvóta greiði árlegan skatt af sönnu markaðsvirði hans væri gott. Það fyrirkomulag þar sem hluti kvótans yrði boðinn upp á hverju ári til langs tíma væri, út frá markaðslegum sjónarmiðum, enn betra. Yrði síðarnefnda kerf- ið fyrir valinu ættu þessi réttindi án nokkurs vafa að vera varin eignarréttarákvæðum, en sama hvaða leið yrði farin ætti að leyfa mönnum hverju sinni að selja og leigja þau til þeirra sem telja sig geta nýtt þau betur. Vond niðurstaða Sú leið sem nú virðist eiga að fara er málamiðlun þeirra stjórn- málamanna sem eru tortryggnir á frjálsan markað og vilja helst handstýra honum „í þágu góðs“ og kvótaeigenda sem kannski deila ekki þeim skoðunum að fullu en geta án frjálsa markað- arins verið, svo lengi sem þeir fá að halda í það sem þeir hafa þegar keypt. Sú málamiðlun gefur stjórnarflokkunum kannski afsökun til að tikka við eitt atriði í stefnuskrám sínum. En frá sjón- arhóli samkeppni, hagkvæmni og frjáls markaðar er hún vond. Athafnir stjórn- valda stefna allar í hina sömu vondu átt. Frystingarleið Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Nú er svo komið að stofnaður hefur verið hér á landi fjöldi fyrirtækja sem vinna vörur úr villtum blómplöntum landsins. Plöntunar eru tíndar á meðan þær eru ferskar og áður en þær ná að mynda fræ. Það er auðvitað jákvætt að nýsköpun sé í gangi og vilji til að framkvæma og setja á stofn ný fyrirtæki sem skapa bæði vinnu og tekjur, en kapp er best með forsjá og fyrst og fremst þarf að gæta þess að sú starfsemi sem t.d. byggir á gróðri landsins, eins og í þessu tilfelli blómplönt- unum, skaði ekki umhverfi okkar. Íslensk blómaflóra er fátæk af tegundum og viðkvæm miðuð við nágrannalöndin. Hér hefur búfé valsað óheft um landið í alda- raðir og valdið ómældum skaða á gróðurríkinu okkar svo varla þekkist annað eins. Hér áður fyrr tíndi fólk plöntur sér til heilsubótar og heimilisnota, en í dag er þetta orðinn iðnaður og útflutningsvara. Mörg fyrirtæki hafa verið stofnuð á síðustu árum sem vinna markaðsvöru úr villtu blómpöntunum okkar. Talsmað- ur eins af þessum fyrirtækjum sagði í blaðaviðtali fyrir nokkr- um árum að það flytti út snyrti- vörur til þriggja landa og þyrfti mikið af plöntum í vinnsluna, þau önnuðu ekki lengur tínslunni en réðu fólk til að tína fyrir sig og borguðu því vel fyrir kílóið! Hvar endar þetta? Ég sá í amerísku tímariti í grein um umhverfismál að þeir sem ynnu sína markaðsvöru úr jurtum yrðu að rækta þær sjálf- ir, óheimilt væri að fara út í villta náttúruna og tína þar plöntur óheft í sína framleiðslu. Fyrir nokkrum árum var ég stödd í Vín og fór þá í stutta ferð upp í Alp- ana. Þar var auglýst að bannað væri að tína plöntur og stíft eftir- lit haft með því, teknar stikkpruf- ur, og lágu sektir við ef upp kæm- ist. Hvernig er þetta hjá okkur? Engin leyfi þarf til að fá að tína eins mikið og hverjum þókn- ast af jurtum nema e.t.v. að ein- hver bóndinn sæi ofsjónum yfir því að verið væri að taka plönt- urnar frá sauðkindinni því henni þykja blómin best. Við viljum gjarnan eiga blómgróið vistland til að heimsækja í sumarfríunum okkar. Vistlandið okkar, fyrir utan nokkur afgirt svæði, eru nið- urnöguð beitilönd, og nú bætist við plöntutínsla þeirra sem vinna úr þeim markaðsvörur. Þarf ekki að hafa einhverja yfirsýn um það hve mikið er tínt af plöntum og hvar og hvaða áhrif það hefur á viðkvæmt gróðurríkið? Nýlega var haldið þing Nýsköpunar- miðstöðvar Íslands; tilgangur- inn var að leiða saman alla þá sem vinna að þróun og markaðs- setningu íslenskra snyrtivara og fæðubótarefna og þá aðila sem vinna að rannsóknum og mark- aðssetningu á þessu sviði. Allir voru á einu máli um að hér væru miklir möguleikar á framleiðslu ýmissa efna úr jurtum. Hvergi var minnst einu orði á landið sem ætti að skaffa öll þessi tonn af jurtum og fá ekkert í staðinn. Er það ekki búið að sýna sig hvern- ig gróður landsins hörfar stöðugt vegna óheftrar lausabeitar búfjár og rányrkju? Er á það bætandi? Ég skora á Þorstein Sigfússon, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar, að ræða þetta mál á næsta þingi í haust og einnig á umhverfisráðu- neytið að skoða þetta alvarlega mál. Eyðist sem af er tekið Náttúruvernd Herdís Þorvaldsdóttir leikkona og fv. formaður Lífs og lands Meira í leiðinniN1 korthafar fá 1.000 kr. afslátt af miðaverði.Sæktu um kort á n1.is LANDSMÓT HESTAMANNA FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN 26. JÚNÍ TIL 3. JÚLÍ 2011 Á VINDHEIMAMELUM Í SKAGAFIRÐI FORSALA MIÐA ER HAFIN Á LANDSMOT.IS Landsmót hestamanna er stærsti íþróttaviðburður sumarsins þar sem allir fremstu gæðingar landsins koma saman. Láttu sjá þig á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum í sumar og upplifðu stórkostlegt ævintýri með mönnum og hestum!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.