Fréttablaðið - 18.03.2011, Síða 22

Fréttablaðið - 18.03.2011, Síða 22
2 Efnt er til árlegs mottudags í dag og karlmenn því hvattir til að leyfa karlmennskunni að njóta sín. Mottudagur er settur fram í gríni og glensi en er þó hugsaður til að auka árvekni karla og fræðslu á krabbameini. Krabbameinsfélagið hvetur landsmenn til að skarta öllum mögulegum karlmennsku- táknum í dag og á vefsíðunni mottumars.is er hægt að heita á flottustu skeggmotturnar sem karlmenn hafa safnað sér í í tilefni mottumars. Þá fer sala á mottu- nælum víða fram um helgina. „Þrátt fyrir að við bregðum á leik í átakinu vitum við öll að um alvarlegan sjúkdóm getur verið að ræða. Við vitum mun meira um brjóstakrabbamein en til dæmis blöðruhálskirtilskrabbamein, sem er algengasta tegund krabba- meins hjá körlum og þegar frek- ari upplýsingar liggja fyrir verð- ur vonandi hægt að skipuleggja varnir gegn fleiri tegundum krabbameins,“ segir Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri Krabba- meinsfélags Íslands. „Nú hafa safnast um 12 milljónir króna í áheitum en ef við eigum að ná jafn góðum árangri og í fyrra þurfum við enn frekari aðstoð.“ - jma Kjör á mottum Mottudagur setur lit sinn á mannlífið í dag. Nú er víða skíðafæri en á slóðinni www. skidasvaedi.is er að finna yfirlit yfir öll helstu skíðasvæði landsins. Þá er að finna þar upplýsingar um hver þeirra eru opin. Heimild: www. skidasvaedi.is Varanlegt augnablik og Birgir Andrésson og vinir heita tvær sýningar sem opna í Hafnarborg á morgun. Á fyrrnefndu sýningunni gefur að líta málverk eftir Sigtrygg Bjarna Baldvinsson en á þeirri seinni eru verk sem Birgir vann með öðrum listamönnum. „Það eru 12-13 söngleikir sem koma við sögu og ég hef bæði valið uppáhaldslögin mín og önnur sem mig langar að spreyta mig á. Úr nógu er að moða,“ segir Margrét Eir þegar hún er spurð út í tónleikana og veisluna í Tjarnarbíói í kvöld. „Þetta getur varla orðið annað en skemmtilegt þar sem gestir njóta bæði frumlegra veitinga og góðrar tónlistar,“ bætir hún við. Margrét Eir hefur verið höll undir söngleikjatónlist allt frá því hún birtist í Hárinu í Íslensku óperunni 1994. Um tíma dvaldi hún við nám í Bandaríkjunum þar sem hún lagði meðal annars áherslu á slíka tónlist. Sérstakur gestur í kvöld verður söngvarinn og leik- arinn Þór Breiðfjörð, sem er nýfluttur heim eftir far- sælan söngleikjaferil á West End og í Evrópu. „Við Þór sungum einmitt saman í Hárinu forðum en það er mikið vatn til sjávar runnið síðan – þið ættuð að heyra í honum núna,“ segir Margrét Eir glaðlega og bætir við að alveg megi búast við fleiri gestum á svið í kvöld. Fyrir sýninguna ætla þær Áslaug Snorradóttir og Anna Bogga matargúru að galdra fram suðrænt og flúrað hlaðborð. Gestir sitja við borð og andrúmsloft- ið ætti að verða notalegt. Húsið verður opnað klukk- an 18.30. Miðaverð fyrir mat og tónleika er 3.900 en gestir geta líka keypt miða eingöngu á tónleikana á 2.900, þeir hefjast klukkan 20. Gunnar Gunnsteinsson, framkvæmdastjóri Tjarn- arbíós, segir miðað við eina til tvær Stundir í mán- uði. „Við erum að skipuleggja dagskrána fram undan,“ segir hann og upplýsir að kántrístund og Janis Joplin- dagskrá séu í sigti. gun@frettabladid.is Valin lög úr söngleikjum Tjarnarbíó og Majones – leikhúsbar munu bjóða upp á tónlistarskemmtanir og suðrænt hlaðborð í Tjarnarbíói á næstunni undir nafninu Stundin. Í kvöld er þar söngleikjastund með Margréti Eir. „Þetta getur varla orðið annað en skemmtilegt,“ segir Margrét Eir sem syngur í Tjarnarbíói í kvöld við undirleik Vignis Stefáns- sonar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Full búð af nýjum vörum Opið mánudag- föstudag frá 11-18, laugardaga frá 11-16. Suðulandsbraut 50 Bláu húsin við Faxafen 108 Reykjavík Tel: 5884499 mostc@mostc.is Við erum á FULLKOMIN TÆKNI Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga, Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓT BITAFISKUR -næring fyrir líkama og sál

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.