Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.03.2011, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 18.03.2011, Qupperneq 46
18. mars 2011 FÖSTUDAGUR30 folk@frettabladid.is Fyrir nokkrum dögum vissu fáir hver Rebecca Black var, en í dag á hún eitt vinsælasta myndbandið á Youtube við lagið Friday. Lagið er hræðilega slæmt, hræðilega sungið og virð- ist ætla að þéna hræðilega mikið af peningum fyrir Black. Rebecca Black er 13 ára söng- kona frá Anaheim í Kaliforníu. Hún birti myndband sitt við lagið Friday á Youtube 10. febrúar síð- astliðinn. Lagið er hrikalega slæmt, sem virðist vera ástæð- an fyrir því að það fór að ganga á milli manna, meðal annars á Facebook. Síðasta föstudag var búið að horfa á það 40.000 sinnum, en fimm dögum síðar hafði verið horft á það um 10 milljónum sinn- um. Þegar þetta er skrifað nálgast myndbandið 13 milljónir áhorfa. Vinsældirnar eru með ólíkindum. Rebecca Black ætlar að hagnast á þessum nýtilkomnu vinsældum og á miðvikudag gaf hún lagið út á netinu. Fjölmargir eru tilbúnir að borga fyrir að hlusta á Black, en í gær sat lagið í 67. sæti á iTunes- vinsældalistanum, fyrir ofan listamenn á borð við Katy Perry, Rihönnu og Justin Bieber. Enn er óvíst hversu mörg ein- tök af laginu hafa selst. Til upp- lýsingar þá var lagið California Gurls með Katy Perry mest selda lagið á iTunes í fyrra og seldist í um 4,4 milljónum eintaka. Black rukkar 99 sent fyrir niðurhalið og ekki nema lítill hluti af þeim sem hafa horft á myndbandið við lagið á Youtube þurfa að borga fyrir lagið til að gera hana að milljóna- mæringi. atlifannar@frettabladid.is Lagið sat í 67. sæti á iTunes vinsældarlistan- um í gær. Fyrir ofan lista- menn á borð við Katy Perry, Rihönnu og Justin Bieber. 67 HJÓNABÖND á hjólabrettakappinn Tony Hawk nú að baki. Hann skildi nýverið við þriðju eiginkonu sína og tók saman við fyrrverandi eiginkonu æskuvinar síns í staðinn. 3 Þrettán ára stelpa slær í gegn með hræðilegu lagi HRÆÐILEGA VINSÆL Myndband Rebeccu Black, við lagið Friday, hefur farið eins og eldur í sinu um netheima undanfarna daga. Reese Witherspoon stígur var- lega til jarðar þegar kemur að ástarsamböndum. Leikkonan er trúlofuð umboðsmanninum Jim Toth og undirbúningur fyrir brúðkaupið er í fullum gangi. Hún lenti í mörgum misheppnuð- um ástarsamböndum áður en hún kynntist Toth og viðurkennir að það taki tíma fyrir sig að líða vel með karlmanni. Oftast leitar hún ráða hjá vinum sínum ef hún er óviss í ástarmálum. „Ég er mjög varkár og þess vegna hlusta ég á vini mína. Þeir vita betur en ég hvort ég er hamingjusöm. Þeir segja mér strax hvort karlmaður hentar mér vel og hvort ég sé að gera rétt,“ sagði hún. Alltaf varkár í ástarmálum VARKÁR Reese Witherspoon er varkár þegar kemur að ástarsamböndum. Tímaritið Star heldur því fram að leikarinn Bradley Cooper hafi haldið framhjá kærustu sinni, leikkonunni Renée Zellweger með engri annarri en Jessicu Biel, fyrrum kærustu Justins Timberlake. Tímaritið segir að Cooper og Biel hafi orðið nokkuð náin við tökur á kvikmyndinni New Years Eve og að oft hafi sést til þeirra í innilegum faðmlögum. „Hann hélt fast um mitti hennar og starði djúpt í augun á henni og brosti,“ var haft eftir heimildarmanni. Tímaritið vill einnig meina að Cooper hafi átt í stuttu ástar- sambandi með Söndru Bullock þrátt fyrir samband hans og Zellweger. Kvensamur Cooper KVEN- SAMUR Leikarinn Bradly Cooper hefur verið sakaður um að halda framhjá Renée Zellweger. NORDICPHOTOS/GETTY Taktu þátt í Heineken heppni á Facebook og þú getur unnið baksviðspassa á Meistaradeildina AÐEINS ÞEIR BESTU KOMAST BAKSVIÐS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.