Fréttablaðið - 18.03.2011, Síða 54

Fréttablaðið - 18.03.2011, Síða 54
18. mars 2011 FÖSTUDAGUR38 „Þetta er hlutur sem ég þurfti að gera áður en ég varð þrítugur,“ segir Oddur Snær Magnússon, sonur tónlistarmannsins Magnús- ar Kjartanssonar. Oddur Snær heldur útgáfuhóf í kvöld, daginn fyrir þrítugsaf- mælið sitt, í tilefni af sinni fyrstu sólóplötu, Tækifæri. Hún hefur að geyma tökulög sem hafa lengi verið í uppáhaldi hjá honum og verða þau afhjúpuð í útgáfuhófinu í kvöld. „Þetta var seinasti séns til að gera eitthvað svona og þá var náttúrulega slegið til. Ég byrjaði að vinna í þessu í janúar,“ segir Oddur Snær, sem er ekki þekkt- ur fyrir sönghæfileika sína. Hann ákvað að ganga alla leið með „grín- ið“ því hann pantaði hljóðverstíma hjá föður sínum, lét útbúa plötu- umslag með mynd af sér og sendi út fréttatilkynningu til vina og vandamanna, sem komu algjörlega af fjöllum. Aðspurður segir hann að kostu- legt hafi verið að vinna með föður sínum í fyrsta sinn. „Þarna var ég með einn reyndasta upptökustjóra Íslands sem hefur unnið með Geir- mundi Valtýssyni, Megasi og Hall- birni Hjartarsyni. Ég var þarna í góðra manna hópi undir hans leið- sögn,“ segir hann léttur og telur sig hafa hitt í mark hjá föður sínum. „Ég held ég hafi komið honum einstaklega á óvart með leyndum sönghæfileikum sem ég er búinn að liggja á eins og ormur á gulli í þrjátíu ár.“ Oddur Snær hefur lengi staðið í skugganum af systur sinni Mar- gréti Gauju hvað sönghæfileika varðar því hann var fjögurra ára þegar hún söng Sólarsömbu með föður þeirra í Eurovision-keppn- inni. „Það mætti segja að ég sé að hefna mín núna. Hún er augljóslega að farast úr öfundsýki út af þess- ari plötu.“ Oddur á reyndar stuttan feril að baki sem tónlistarmaður því hann vann Músíktilraunir með hljóm- sveitinni Stæner árið 1998 þar sem hann spilaði á hljómborð. Einnig syngur hann með karlakór Kaffi- barsins. „Þetta blundar þarna undir niðri. Það er bara spurning um að virkja það.“ Maggi Kjartans hafði gaman af því að vinna með syni sínum og er sérlega ánægður með bassarödd hans. „Þegar hann tilkynnti mér að hann væri kominn í kór hélt ég að ég væri að heyra vitlaust því ég hafði aldrei heyrt hann syngja,“ segir hann. „Ég ætla ekki að fella neinn dóm um sönghæfileika hans nema bara að hann heldur lagi og er með þessa bassarödd. En diskurinn og öll þessi uppákoma er ein stór kómedía sem hann er að búa til.“ freyr@frettabladid.is FÖSTUDAGSLAGIÐ Einleikurinn Afinn er á leiðinni á fjalirnar á Norð- urlöndunum og í Þýskalandi. Skrifað verður undir samninga um réttinn á einleiknum á næstunni. Fyrsta sýningin verður í Svíþjóð á næsta ári. „Það eru afar í öllum löndum og þeir eru margir hverjir að glíma við sama hlutinn,“ segir leikstjór- inn og höfundurinn Bjarni Haukur Þórsson, ánægð- ur með framvindu mála. Tæplega tíu þúsund manns hafa séð Afann síðan hann var frumsýndur í Borgarleikhúsinu 14. janúar með Sigurjón Sigurðsson í aðahlutverki. Ákveðið hefur verið að færa einleikinn af litla sviðinu yfir á það stóra í mars og apríl vegna mikillar aðsókn- ar. „Þetta hefur gengið svo vel að við þurftum að flytja í stærri sal,“ segir Bjarni Haukur. Rúmlega þrjátíu þúsund manns sáu ein- leikinn Pabbann, þar sem Sigurjón leik- stýrði Bjarna Hauki. Hann gekk fyrir fullu húsi í tæp tvö ár. Spurður hvort Afinn eigi eftir að ná Pabbanum í vinsældum segir Bjarni: „Hann fer hægar yfir en með þessu áframhaldi gæti hann gert það.“ - fb Einleikurinn Afinn til útlanda SÁTTUR Leikstjórinn Bjarni Haukur er ánægður með framvindu mála. Tíu hvítar rósir eru á meðal þess sem meðlimir hljómsveitarinnar Hurts fara fram á að bíði þeirra í búningsherberginu á tónleikum þeirra á Íslandi. Hurts kemur fram í Vodafone- höllinni á sunnudaginn. Dikta og Retro Stefson hita upp fyrir bresku drengina, en í gær var til- kynnt að um 400 miðar væru eftir. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins láta meðlimir Hurts sér ekki nægja að biðja um rósabúntið. Þeir fara einnig fram á að þrjár myndir af fræg- um súpermódelum hangi á vegg í búningsherberginu. Þeir taka sér- staklega fram að myndirnar megi ekki vera klámfengnar. Hurts- drengirnir eru annáluð snyrti- menni og því ætti ekki að koma á óvart að þeir biðja um straujárn, straubretti og stóran spegil. Þá verður sérstakt rakatæki fyrir andlit að vera í búningsher- berginu ásamt fimm íslenskum póstkort- um með frímerkj- um, tilbúin til póst- lagningar. Áfengiskröfur hljómsveita kom- ast oft í fréttirn- ar. Hurts-dreng- ir eru tiltölulega hógværir, en biðja þó um lítilræði af gini, vodka og viskíi. Hurts nýtur vaxandi vinsælda í Evr- ópu, en hljómsveitin kom fyrst fram á Íslandi á Iceland Airwaves-hátíð- inni í fyrra. Hurts var nýlega valin nýliði ársins á tónlistarhá- tíð breska tímarits- ins NME og hefur átt góðu gengi að fagna á öldum ljósvakans með lögunum Sunday og Wonderful Life. Miðasala fer fram á Midi.is. - afb Hurts-drengir vilja tíu hvítar rósir SÉRSTAKAR KRÖFUR Tíu hvítar rósir, straujárn, póstkort og rakatæki fyrir andlit er á meðal þess sem strákarnir í Hurts fara fram á að bíði þeirra í bún- ingsherberginu. AFINN Sigurjón Sigurjónsson í hlutverki afans, sem tíu þúsund Íslendingar hafa séð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ODDUR SNÆR MAGNÚSSON: ÞURFTI AÐ GERA ÞETTA FYRIR ÞRÍTUGT Lét drauminn rætast og gerði plötu með pabba „Það er Mother North með Satyricon. Flottur texti, flottur gítar, melódía og þungi. Allt við þetta lag er geðveikt.“ Gyða Hrund Þorvaldsdóttir, gítarleikari Angistar. TÓK ÓVÆNT UPP SÓLÓPLÖTU Oddur Snær Magnússon lét drauminn rætast og tók upp sólóplötu fyrir þrítugsafmæli sitt. Plötuna tók hann upp með pabba sínum, goðsögn- inni Magnúsi Kjartanssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Mið 23.3. Kl. 19:00 Aukas. Lau 26.3. Kl. 19:00 Fim 31.3. Kl. 19:00 Síð.sýn Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Sun 20.3. Kl. 13:30 Sun 20.3. Kl. 15:00 Sun 27.3. Kl. 13:30 Sun 27.3. Kl. 15:00 Sun 3.4. Kl. 13:30 un 3.4. Kl. 15:00 Sun 10.4. Kl. 13:30 Sun 10.4. Kl. 15:00 Sun 17.4. Kl. 13:30 Sun 17.4. Kl. 15:00 Sindri silfurfiskur (Kúlan) Allir synir mínir (Stóra sviðið) Sun 20.3. Kl. 14:00 Sun 20.3. Kl. 17:00 Sun 27.3. Kl. 14:00 Sun 27.3. Kl. 17:00 Sun 3.4. Kl. 14:00 Sun 3.4. Kl. 17:00 Sun 10.4. Kl. 14:00 Sun 10.4. Kl. 17:00 Sun 17.4. Kl. 14:00 Sun 17.4. Kl. 17:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Fös 18.3. Kl. 20:00 4. sýn Lau 19.3. Kl. 20:00 5. sýn Fim 24.3. Kl. 20:00 6. sýn Fös 25.3. Kl. 20:00 7. sýn Fös 1.4. Kl. 20:00 8. sýn Lau 2.4. Kl. 20:00 Mið 13.4. Kl. 20:00 Fim 14.4. Kl. 20:00 Mið 27.4. Kl. 20:00 Lau 30.4. Kl. 20:00 Brák (Kúlan) Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Lau 19.3. Kl. 20:00 Sun 20.3. Kl. 20:00 Fim 24.3. Kl. 20:00 Aukas. Fös 25.3. Kl. 20:00 Sun 27.3. Kl. 20:00 Mið 30.3. Kl. 20:00 Lau 2.4. Kl. 20:00 Lau 9.4. Kl. 20:00 Sun 10.4. Kl. 20:00 Lau 16.4. Kl. 20:00 Sun 17.4. Kl. 20:00 Hedda Gabler (Kassinn) Ö Ö Ö U U Ö Ö Ö U U Ö Ö Ö U Ö U Ö U Fös 18.3. Kl. 20:00 Lau 26.3. Kl. 20:00 Aukas. Fös 8.4. Kl. 20:00 Fös 15.4. Kl. 20:00 Ö U Ö Ö Ö Sjáumst. Hljómsveitin Sixties Stórdansleikur á Kringlukránni föstudaginn 18. mars og laugardaginn 19. mars. Aðeins 1500 kr aðgangseyrir Pottar og pönnur í miklu úrvali Fjölbreytt úrval af pottum og pönnum fyrir allar gerðir eldavéla. Allt að 50 lítra pottar. Góð gæði og frábært verð. Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.