Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.02.2016, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 23.02.2016, Qupperneq 24
Guðríður fékk þetta skemmtilega verkefni að sauma fermingarkjól en hún er á lokaári í kjólasaum í Tækniskólanum. Guðríður hefur saumað öll sín föt frá því hún var unglingur. Guðríður saumaði falleg- an sparikjól á vinkonu sína og fékk þá beiðni um að sauma ferm ingar kjól á systur henn- ar. „Ég bar það undir kennar- ann minn sem fannst það frá- bær hugmynd. Það er ákveðin kúnst að sauma á ungling, ólíkt því að sauma á fullvaxta konu. Það komu margar hugmynd- ir upp varðandi kjólinn. Ferm- ingarkjólar eru venjulega léttir, einfaldir og krúttlegir. Vinsælt er að hafa blúndu eða skraut. Fermingarstúlkan, sem heitir Katrín María, kom með ákveðn- ar hugmyndir og síðan kastaði ég fram mínum og úr því varð góð samvinna,“ útskýrir Guð- ríður. Kjóllinn er mintugrænn með smávegis sægrænu og skreyttur handgerðum blómum sem Guð- ríður útbjó. „Pastellitir eru mjög vinsælir núna og þess vegna kom þessi litur upp. Kjóllinn er hnésíður og fer henni einstak- lega vel. Við notuðum siff on-efni sem er létt og skemmtilegt. Katrín María er búin að máta kjólinn og er ótrúlega ánægð með hann. Fannst hann rosa- flottur.“ Guðríður er að læra kjólasaum og tekur sveinspróf í vor. „Ég hef mjög gaman af þessu námi og langar að fara síðan í klæðskera- nám en það er aukaár. Í þessu námi lærum við sníðagerð sem er mjög gott að kunna, sérstak- lega fyrir þær sem vilja halda áfram í fatahönnun,“ segir Guð- ríður sem segist hafa haft áhuga á saumum frá því hún var barn. „Mig langaði að læra hvernig maður býr til kjól frá grunni. Ég hef saumað flest mín föt sjálf. Mér finnst til dæmis gaman að búa til snið og vinna út frá þeim. Mér finnst bæði skemmtilegt að sauma árshátíðarkjóla og minna fína kjóla,“ segir Guðríður, sem má sannarlega vera ánægð með fyrsta fermingarkjólinn sinn. elin@365.is  Fermingarkjóllinn var skólaverkefni Guðríður Jóhannsdóttir, nemandi í kjólasaum í Tækniskólanum, fékk það skemmtilega verkefni að sauma fermingarkjól á systur vinkonu sinnar. Kjóllinn er tilbúinn og verður metinn til einkunna hjá Guðríði sem væntanlega fær gott fyrir. Guðríður Jóhannsdóttir, nemi í kjólasaum, með fallegan fermingarkjól sem hún saumaði. MYND/ERNIR 500 gr jarðarber Safi úr 1/2 sítrónu 1/2 bolli basilíkulauf 1 bolli sykur Kolsýrt vatn Maukið jarðarberin í bland- ara og hellið safanum í gegnum sigti eða notið safapressu. Hell- ið jarðarberjasafanum í mæli- könnu og bætið við vatni þar til blandan nær einum bolla. Hell- ið í lítinn pott og bætið sítrónu- safanum, basilíku og sykri út í. Hitið við meðalhita þar til suðan kemur upp. Látið malla í fimm mínútur og hrærið stöðugt í á meðan. Takið þá af hellunni og látið kólna. Hellið sírópinu í gegnum hreina grisju í hreint ílát og í ísskáp geymist það í allt að viku. Til að blanda drykkinn þarf tvær matskeiðar af sírópi í glas eða litlar glerflöskur. Fyllið svo með kolsýrðu vatni, stingið fallegu röri í og berið fram. thekitchn.com Bragðgóður og frískandi drykkur á veisluBorðið Fermingargjöf sem gefur Fermingarskeyti eða gjafabréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar er gjöf sem heldur áfram að gefa. Fermingarbarnið fær skeytið eða bréfið í hendurnar en andvirðið rennur til jafnaldra fermingar- barnsins sem býr við fátækt. Sendu skeyti, það kostar 1.990 kr. Eða gefðu fermingargjafabréf að upphæð 5.000 kr. Þú færð skeytin og gjafabréfin á www.gjofsemgefur.is eða pantar þau á skrifstofunni okkar, 528 4400. Þú prentar út, sækir til okkar – eða við sendum fyrir þig. Einfalt og gleðilegt. Óskalistinn minn: Rúm Myndavél Svefnpoki iPod Vefmyndavél Teppi Orðabók Hálsmen Svo væri gaman að fá pening og „Gjöf sem gefur“. Mig langar til að einhver sem er ekki eins heppinn og ég fái að njóta með mér. www.gjofsemgefur.is Við systkinin erum munaðarlaus. 1.990 kr. fermingarskeyti á Íslandi dugar fyrir 3 hænum. Þær gefa okkur fullt af eggjum. 5.000 kr. gjafabréf á Íslandi myndi gefa okkur geit. Eða kannski reiðhjól. Þá kæmist ég á markað með uppskeruna okkar og við fengjum pening. Óskalistinn minn: PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 30 69 1 FERMING Kynningarblað 23. febrúar 20168
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.