Fréttablaðið - 23.02.2016, Page 26

Fréttablaðið - 23.02.2016, Page 26
 Ég er ekki skírð og hefði því þurft að fara í gegnum það líka. Svo kynnti ég mér hvað er kennt í ferm- ingarfræðslu Siðmennt- ar og fannst það áhuga- vert. Við höfum lært heilmikið um siðfræði og fleiri áhugaverða hluti sem geta örugglega hjálpað manni mikið í lífinu. Saga Sigurþórsdóttir Nú styttist óðum í ferming­ ar og bíða mörg ungmenni eftir ferm ingar degi sínum með mik­ illi spennu og eftirvæntingu. Til­ hlökkunin er þó ekki einvörðungu meðal fermingarbarnanna sjálfra, heldur foreldra og fjölskyldu líka enda mikil gleði sem fylgir þessum skemmtilega degi þar sem hópur fólks kemur saman til að gleðjast með fermingarbarninu. Ferm ingar veislur nú til dags e r u a f ýmsum stærðum og gerð­ um og þær eru eins ólíkar og þær eru marg­ ar – rétt eins og ferming­ arbörnin sjálf. „Áður en farið er af stað í undirbúning veislunn­ ar er því mikilvægt að hafa í huga að það er ekki til nein ein rétt upp­ skrift að fermingarveislu held­ ur skiptir mestu máli að ferming­ arbarnið og foreldrar þess setji niður á blað hvað þau vilja og vinni saman út frá því,“ segir Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS. Í stíl við fermingarbarnið Uppskriftasíðan gottimatinn.is getur aðstoðað við fermingarund­ irbúninginn bæði hvað varðar mat og skreytingar. Á síðunni er heill flokkur uppskrifta tileinkað­ ur veislum og fermingum þar sem finna má margs konar uppskriftir sem henta fullkomlega fyrir þetta stóra tilefni. Það getur verið snið­ ugt að reyna að útfæra veitingarn­ ar út frá uppáhaldsmat fermingar­ barnsins en þá er strax komin persónuleg tenging við fermingar­ barnið sem stund­ um vill glatast í öllum hama­ gang­ inum sem fylgir. Ef ferm­ ingarbarnið veit ekkert betra en lasanja, pitsu eða ís, hví ekki að ganga út frá því og hafa ítalskt þema með lasanja, smápits­ um, snittum og ístertu? „Hvort sem ykkur langar að bjóða upp á smá­ rétti og ljúffenga osta, brauðsnitt­ ur og konfekt, heitt matarhlaðborð eða dýrindis kökuveislu er valið ykkar og heimasíða Gott í matinn getur án nokkurs efa aðstoðað við undirbúninginn,“ bætir Guðný við. Hafsjór hugmynda Í seinni tíð hefur það færst í vöxt að skreyta veislusali eða heima­ hús á þessum stóra degi til að gera veislurnar bæði litríkari og per­ sónulegri. Á Pinterest­síðu Gott í matinn má finna heilan hafsjó af hugmyndum sem fá ólíka per­ sónuleika til að skína í gegn í veislunni, t.d. með því að hafa uppáhaldslit fermingarbarnsins í forgrunni eða með því að gera aðaláhugamálinu hátt undir höfði hvort sem það er lestur góðra bóka, einhver íþrótt, hljóðfæri eða hvað annað. Eins vekur það lukku að hafa gamlar myndir af ferm­ ingarbarninu í bland við nýjar á veisluborðinu, uppi á veggjum eða hangandi niður úr blöðrum. „Hugmyndirnar eru óþrjótandi og Gott í matinn hjálpar ykkur við undirbúninginn, sem er ekki síður skemmtilegur en sjálfur fermingardagurinn,“ segir Guðný að lokum og óskar fermingar­ börnum ársins og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn. Fermingarundirbúningur með Gott í matinn Uppskriftasíðan gottimatinn.is aðstoðar við fermingarundirbúninginn. Á síðunni er heill flokkur uppskrifta tileinkaður veislum og fermingum þar sem finna má fjölbreyttar uppskriftir sem henta fullkomlega fyrir stóra daginn. Á Pinterest-síðu Gott í matinn eru ýmsar hugmyndir að litatengdu þema. Makkarónukökur, eða rice crispies-kökur, geta komið í stað hefðbundinnar kransa- köku. Þær geta verið skemmtileg tilbreyting og sett sérstakan svip á veisluborðið. Saga er fædd í Reykjavík en hefur búið í Kópavogi, Banda­ ríkjunum og nú í miðbænum. Hún stundar nám við Austur­ bæjarskóla og líkar það vel. Hvenær fermist þú og hvar verður athöfnin? Ég fermist borgaralega þann 24. apríl í Háskólabíói. Af hverju valdir þú að fermast hjá Siðmennt? Ég er ekki skírð og hefði því þurft að fara í gegnum það líka. Svo kynnti ég mér hvað er kennt í fermingar­ fræðslu Siðmenntar og fannst það áhugavert. Við höfum lært heilmikið um siðfræði og fleiri áhugaverða hluti sem geta örugglega hjálpað manni mikið í lífinu. Eru margir í þínum bekk sem fermast borgaralega? Ég held að helmingurinn af árgang­ inum mínum sé að fermast hjá Siðmennt. Kannski af því að þeir eru ekki trúaðir eða þá að þeir hafa frétt að fermingar­ fræðslan sé skemmtileg þar. Hugsar þú eitthvað út í trúna? Ég er ekki trúuð á eitthvað eitt heldur trúi ég eiginlega á allt. Hvar verður veislan haldin og hvernig veitingar verður boðið upp á? Veislan verður haldin á Bergsson RE sem er lítill og sætur veitingastaður niðri við höfn.  Þetta er mjög flottur staður. Svo langar mig að bjóða Fær að ráða, innan skynsemismarka Saga Sigurþórsdóttir fermist borgaralega þann 24. apríl næstkomandi, og hefur lært margt af fræðslunni sem Siðmennt býður upp á. Hún segist hafa nokkuð frjálsar hendur þegar kemur að skipulagningu fermingarinnar þó að pabbi og mamma fái vissulega að hjálpa til. Saga fermist 24. apríl í Háskólabíói. Mynd/Ernir upp á einhvers konar fingra­ mat. Tekur þú þátt í að skipuleggja veisluna og fermingardaginn sjálfan að einhverju leyti? Já, ég tek mikinn þátt. Ég hef sterkar skoðanir á hvað við gerum. Ég fæ eiginlega að ráða flestu innan skynsemismarka. Pabbi og mamma eru alveg sátt við það. Í hvernig fermingarfötum verður þú? Ég er ekki búin að finna fötin en búin að spá dálítið í því hvernig þau eigi að vera. Ég ætla allavega að vera í kjól. Ætli ég fari ekki að skoða kjóla með mömmu. Ég ætla allavega að kíkja í Kjóla og konfekt, Gallerí Sautján og fleiri staði. Hver eru helstu áhugamál þín? Ég hef áhuga á fimleikum. Var að æfa þá en hætti fyrir stuttu. Núna æfi ég klifur sem er mjög skemmtilegt. Hvað viltu helst fá í fermingar- gjöf? Ég veit það ekki alveg, mér er eiginlega alveg sama. Verð bara glöð með það sem ég fæ. Ertu búin að hugsa út í ferm- ingarmyndatökuna? Ég held að ég vilji bara svona sæta mynda­ töku með allri fjöldskyldunni og kannski nokkrum vinum í fermingarfötunum. Pabbi minn er Spessi ljósmyndari og tekur örugglega myndirnar sjálfur. FErMinG Kynningarblað 23. febrúar 201610

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.