Fréttablaðið - 23.02.2016, Page 27
Fermingarveisla í kjölfar skilnað
ar getur verið vandasamt verkefni og
mikilvægt að huga vel að þörfum og
líðan fermingarbarnsins á þessum
stóra degi og leggja um leið allar deil
ur til hliðar.
Æskilegt er að fermingarbarnið
upplifi að báðir foreldrar komi að
undirbúningnum. Ef það á eldri systk
ini sem hafa fermst, og ákveðnar
hefðir eru við lýði í fjölskyldunni varð
andi fermingar, er mikilvægt að halda
í þær ef þess er óskað.
Eins og með jólin og aðrar stór
hátíðir í kjölfar skilnaðar er mikilvægt
fyrir foreldra að færast ekki of mikið
í fang þótt þeir séu jafnvel að sligast
undan samviskubiti. Ef foreldrar gefa
ekki fermingargjöfina saman þarf
að gæta þess að gjafir beggja séu í
sama verð eða gæðaflokki. Einnig
þurfa foreldrar að undirbúa ættingja
fermingarbarnsins svo engir óþarfa
árekstrar eigi sér stað.
Fermingardagurinn er stór dagur í
lífi flestra unglinga sem líður fæstum
úr minni og því mikilvægt að foreldrar
slíðri sverðin og geri sitt besta til að
skapa eftirminnilegan dag og góðar
minningar fyrir fermingarbarnið.
Dýrmætar minningar
Fyllt horn (croissant) eru alltaf vin
sæl hjá krökkum og þess vegna
upplögð á veisluborðið. Hér eru
horn sem eru fyllt með osti og
beikoni.
Uppskriftin miðast við 16 horn
3,5 dl mjólk
50 g pressuger
1 tsk. salt
100 g smjör
1 l hveiti
150 g beikon í bitum
150 g rifinn ostur
1 egg til að pensla
Setjið hveiti og salt í hrærivélar
skál og notið hnoðara. Hrærið smá.
Setjið gerið í smábitum saman við.
Bræðið smjörið á lágum hita og
setjið mjólkina saman við. Blandið
saman við hveitið og hnoðið í fimm
mínútur á litlum hraða. Bætið í
hraðann og haldið áfram að hnoða
í tvær mínútur.
Setjið plastfilmu yfir skálina og
látið deigið hefast í 40 mínútur.
Skiptið deiginu í tvennt og útbúið
tvo stóra hringi eins og stóra pitsu.
Skerið átta þríhyrninga úr hvorum
hring með pitsaskerara.
Setjið steikt beikon og ost á
hvern þríhyrning og rúllið síðan
upp svo úr verði horn. Leggið horn
in á bökunarpappír á plötu. Leggið
viskastykki yfir og látið hefast í 35
mínútur. Penslið með hrærðu eggi
og bakið í miðjum ofni við 225°C í
1013 mínútur.
Hægt er að nota skinku í staðinn
fyrir beikon. Einnig er hægt að gera
hornin án fyllingar.
Horn með osti
og beikoni
Í flestum fermingarveislum er
smáfólk sem getur orðið óþreyju
fullt í langri veislu. Þá er ráð að
útbúa barnahorn með borði og
stólum fyrir krakka. Þar er hægt
að hafa liti, litabækur, bækur,
legó og playmó svo dæmi séu
nefnd. Eins er hægt að bjóða upp
á teiknimynd ef aðstæður leyfa.
Það er svo upplagt að biðja ein
hvern ættingja að líta til með
barnahópnum og ef einhver hefur
gaman af því að stjórna leikjum
er það auðvitað enn betra. Þann
ig má komast hjá því að börnin
taki upp á því að fara í eltingaleik
um veislusalinn eða feluleik undir
borðum og tryggja að aðrir veislu
gestir og fermingarbarnið njóti sín
til fulls.
Barnahorn
fyrir smáfólkið
Kynningarblað ferming
23. febrúar 2016 11