Fréttablaðið - 23.02.2016, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 23.02.2016, Blaðsíða 28
ferming Kynningarblað 23. febrúar 201612 „Fallegt veisluborð og falleg kaka á borðinu setur algerlega punktinn yfir i-ið að mínu mati, sama hvort um er að ræða sykur- massa eða annað. Við borðum nefnilega flest fyrst með augun- um,“ segir Guðrún Bergsdóttir. Hún er heimilisfræðikennari að mennt og hefur frá barnsaldri verið mikil áhugamanneskja um bakstur og kökuskreytingar. Hún útbjó graskersköku með kanil- kremi fyrir lesendur og gefur uppskrift. „Þetta er ein af mínum uppáhalds,“ segir hún. Guðrún heldur úti kökublogginu Gúmmel- aði Guðrúnar á Facebook. „Ég gef alltaf litlu frændsystk- inum mínum afmæliskökurnar í afmælisgjöf. Það er hefð, eitt- hvað sem tengist þeim og þeirra áhugamáli eða lífi,“ segir Sólrún Edda Pétursdóttir en hún heldur út kökublogginu Kökur og fleira góðgæti á Facebook. „Falleg og skemmtilega útfærð terta getur gert mjög mikið fyrir veisluborð og gefið persónulegra yfir bragð,“ segir hún. „Það má vel nýta sér YouTube til þess að læra nán- ast allt, til dæmis fígúrugerð og skóna sem eru á kökunni.“ heida@365.is Graskerskaka með kanilkremi „Ég skreytti kökuna með sykur- massa fyrir tilefnið, hún er sett saman úr þrefaldri uppskrift og er um 20 cm á hæð. Baksturinn sjálfur er alls ekkert flókinn og ætti að vera á færi flestra. Út- litið er aftur á móti mun flókn- ara og krefst þess að viðkomandi kunni eitthvað fyrir sér í vinnu með sykurmassa.“ l Stillið ofninn á 150 gráður, undir/ yfir hita. l Smyrjið tvö 20 cm form. kaka 250 g hveiti 1 tsk. matarsódi ½ tsk. salt l Blandað saman í skál og sett til hliðar. 120 g smjör (við stofuhita) 270 g sykur 2 tsk. vanillusykur 2 stór egg l Smjör, sykur og vanillu- sykur þeytt létt og ljóst, eggjunum bætt út í einu í einu og þeytt vel á milli 280 g graskersmauk/ púrra (fæst í flestum matvöruverslunum) 40 g bragðlítil olía 160 g súrmjólk l Blandað saman í skál. l Hveitiblöndu og graskersblöndu er hellt saman við eggjablönd- una til skiptis þar til allt er bland- að saman (hræra, ekki þeyta). l Skiptið deiginu í formin og bakið í ca. 35 mínútur, eða þar til kök- urnar eru fallega ljósgylltar og tannstöngull kemur hreinn út. Kælið. krem l 200 g rjómaostur (við stofu- hita) Hrærið rjómaostinn mjúkan í sér skál. 200 g smjör (við stofuhita) 500 g flórsykur 2 tsk. vanillusykur 1-2 tsk. kanill l Þeytið smjörið létt og ljóst (nán- ast hvítt). l Bætið flórsykri smáM saman út í og svo vanillusykrinum. l Setjið nú hrærðan rjómaostinn út í og þeytið vel. l Að lokum er kremið smakkað til með 1-2 tsk. af kanil. l Setjið kremið á milli botnanna og yfir. Borðum oftast fyrst með augunum Vinkonurnar Guðrún Bergsdóttir og Sólrún Edda Pétursdóttir eru báðar eldheitar áhugamanneskjur um bakstur og kökuskreytingar. Þær segja fallega tertu gera mikið fyrir veisluborðið og gefa því persónulegt yfirbragð. Guðrún gefur hér uppskrift að fermingartertu. graskerskaka með kanilkremi. „Ég skreytti kökuna með sykurmassa fyrir tilefnið, hún er sett saman úr þrefaldri uppskrift og er um 20 cm á hæð.“ Sólrún edda Pétursdóttir og guðrún Bergsdóttir eru eldheitar áhugamanneskjur um bakstur og halda báðar úti kökubloggi á facebook. Þær segja fallega köku gera mikið fyrir veisluborðið. guðrún gefur lesendum uppskrift að graskersköku. mynd/anton BrinK Hér er rosaleg súkkulaðiterta sem hentar einstaklega vel á fermingarborðið. Það er mikið súkkulaði í kökunni en ekkert hveiti. Kakan er bökuð í vatns- baði og er best með þeyttum rjóma eða vanilluís. Uppskriftin miðast við að kakan passi fyrir tólf manns. súkkulaðikaka 5 egg 200 g sykur 1 ¼ dl vatn 350 g dökkt súkkulaði, 70% 225 g ósaltað smjör l Hitið ofninn í 160°C. Stillið á yfir- og undirhita. l Hrærið saman eggjum og helm- ingnum af sykrinum þar til blandan verður létt og ljós. l Setjið restina af sykrinum í pott ásamt vatn- inu og sjóðið þar til sykurinn er orðinn fljótandi. Bræðið smjör og súkkulaði í sykur leginum. Hrærið blöndunni síðan varlega saman við eggja- blönduna. l Klæðið 20 cm hringform með bökunarpappír. Það má smyrja hann með smjöri og strá smá- vegis sykri ofan á. Klæðið formið með álpappír að utanverðu svo það verði alveg þétt. l Hellið deiginu í formið. Setjið það síðan ofan í ofnskúffu. Setjið sjóðandi vatn í skúffuna og látið það ná upp að hálfu kökuformi. l Bakið kökuna í um það bil klukku- stund. Kakan á að vera þétt að utan en svolítið blaut að innan. l Þegar kakan er tekin úr ofninum á að láta hana kólna alveg í köku- forminu. Það getur tekið tvær klukkustundir. Skreytið kökuna með berj- um og berið fram með þeyttum rjóma eða ís. rosaleG súkkulaðiterta Uppþvottavélar Helluborð Ofnar Háfar Kæliskápar Mán. - föst. kl. 10-18 · Laugardaga kl. 11-15 friform.is Viftur SANNKALLAÐ PÁSKAVERÐ Nú í AÐdRAgANdA PÁSKANNA höfum ViÐ ÁKVEÐiÐ AÐ bjóÐA oKKAR ALbEStA VERÐ Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 AFSLÁTTUR 15% AF ÖLLUM INNRÉTTINGUMTIL PÁSKA 20% AFSLÁTTUR AF RAFTæKjUM VÖNDUÐ RAFTæKI Á VæGU VERÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.