Fréttablaðið - 23.02.2016, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 23.02.2016, Blaðsíða 29
„Við erum jafn gömul fermingar­ börnunum, þrettán ára, og vildum af því tilefni fagna þessum tíma­ mótum með þeim,“ segir Chandr­ ika Gunnarsson hjá Hraðlestinni en veitingastaðurinn býður upp á sérstaklega samsettan matseð­ il í anda indverskra „fermingar­ veislna“. „Á Indlandi fögnum við sams konar tímamótum og fermingin er hér á Íslandi, svokallaðri Thread Ceremony, þar sem unglingurinn er tekinn í tölu fullorðinna,“ út­ skýrir Chandrika. „Veitingarnar sem boðið er upp á í þessum athöfnum eru sérstak­ lega útfærðar með tilliti til þess að nýtt æviskeið er að hefjast. Hið ævaforna indverska heilsu­ kerfi „Ayurveda“ leggur áherslu á að hvert krydd hafi mismun­ andi áhrif á huga, líkama og sál en matreiðslumeistarar Hraðlest­ arinnar hanna rétti sína með þessi fræði að leiðarljósi. Alltaf þarf að hafa í huga hvað er gott fyrir kerf­ ið á hverjum tíma. Með aldrinum breytist lífsstíllinn, við tökumst á við erfiðari áskoranir, vinnum meira og þurfum því að huga vel að heilsunni. Í grundvallaratriðum er gengið út frá þeirri hugmynd að þú ert það sem þú borðar!“ Chandrika segir undirbún­ ing Thread Ceremony á Indlandi um margt eins og hefðbundinn fermingarundirbúning á Íslandi. Undan fari hátíðarinnar er fræðsla um hvað felst í því að fullorðn­ ast og í athöfninni sjálfri sé farið í gegnum bænir og fleiri helgi­ athafnir líkt og hér. „Á Indlandi tíðkast þó ekki að mörg börn fari í gegnum athöfn­ ina saman í hóp heldur er þetta einstaklingsathöfn hverrar fjöl­ skyldu þegar barnið verður þrett­ án ára. Nánustu fjölskyldu er boðið í veislu og okkur á Hraðlest­ inni langaði að bjóða upp á sömu veitingar og tíðkast þar. Ferm­ ingarbörnin geta þá ýmist valið rétti af hefðbundnum matseðli hjá okkur fyrir hlaðborð eða fingra­ mat fyrir standandi veislur. Svo er alltaf hægt að blanda þessu saman eins og hver og einn vill,“ segir Chandr ika og leggur áherslu á að Hraðlestin sérsníði hverja veislu eftir óskum. Maturinn er eldaður af faglærðum matreiðslumönnum sem nota úrvals hráefni. „Við vinnum veitingarnar allt­ af í samvinnu við fermingarbarn­ ið og fjölskylduna. Við leggjum mikið upp úr því að setjast niður með fólki og finna út hvað ferm­ ingarbarnið vill og hvers konar matur á við. Við brögðum saman á ýmsum réttum og veljum þá sam­ setningu sem hentar best. Þetta er stór dagur í lífi krakkanna og við viljum hjálpa til við að gera dag­ inn eftirminnilegan. Við getum þjónustað allar stærðir af veislum, í heimahúsi eða í stórum sal, og þá má einnig leigja salarkynni okkar undir veisluna.“ Nánari upplýsingar á www.hradlestin.is Mikilvægum tímamótum fagnað Hraðlestin fagnar þrettán ára afmæli í ár og býður upp á veislumat eftir indverskri hugmyndafræði fyrir þá sem eru að ganga inn í fullorðinsárin og fermast. Faglærðir indverskir matreiðslumenn töfra fram rétti úr fyrsta flokks hráefni fyrir veislur af öllum stærðum. Hraðlestin fagnar þrettán ára afmæli í ár og býður upp á veislumat eftir indverskri hugmyndafræði fyrir þá sem eru að ganga inn í fullorðinsárin. Kryddin sem notuð eru í matargerðina hjá Hraðlestinni eru sérinnflutt frá Indlandi. MyNd/HraðlestIN Hjá Hraðlestinni er hver veisla sérsniðin eftir óskum. „Fermingarbörnin geta ýmist valið rétti af hefðbundnum matseðli hjá okkur fyrir hlaðborð eða fingramat fyrir standandi veislur.“ Biju George frá Kerala á suður-Indlandi er kokkur á Hraðlestinni. Hann töfrar fram rétti úr fyrsta flokks hráefni fyrir veislur af öllum stærðum. MyNd/aNtoN Kynningarblað FerMING 23. febrúar 2016 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.